Fyrsta andlát barns af völdum Covid í Noregi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 16:13 Barnið lést á sjúkrahúsi í Bergen. Vísir/getty Barn sem smitað var af kórónuveirunni lést í dag á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu í Bergen í Noregi. Barnið er það fyrsta sem deyr af völdum veirunnar í landinu, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Barnið var með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm, að sögn sjúkrahússins. Spítalinn hefur ekki veitt upplýsingar um aldur barnsins eða aðra hagi þess á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Líkt og áður segir er þetta í fyrsta sinn sem Covid-smitað barn deyr í Noregi - og raunar í fyrsta sinn sem einstaklingur yngri en 20 ára deyr vegna veirunnar, samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla sem vísa í opinberar tölur. Eit barn innlagt på Haukeland universitetssjukehus døydde onsdag av covid-relatert sjukdom. Barnet hadde ein alvorlig bakenforliggande diagnose. - Av omsyn til personvernet og etter familien sitt ønske, kommenterer vi ikkje saken ytterlegare.— Haukeland (@haukeland_no) November 18, 2020 Bjørn Guldvog landlæknir í Noregi segir í samtali við norska dagblaðið VG í dag að fregnirnar af andláti barnsins séu afar sorglegar. Málið sé áminning um að Covid-sýking geti verið alvarleg í börnum sem glími við undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir andlát barnsins koma heim og saman við það sem þegar er vitað um sjúkdóminn. Málið undirstriki jafnframt mikilvægi sóttvarna sem miði að því að forða áhættuhópum frá sýkingu. Heilbrigðisráðherrann Bent Høie og forsætisráðherrann Erna Solberg hafa sent aðstandendum barnsins samúðarkveðjur. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Noregi frá upphafi faraldursins og um þrjú hundruð látist af völdum Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira
Barn sem smitað var af kórónuveirunni lést í dag á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu í Bergen í Noregi. Barnið er það fyrsta sem deyr af völdum veirunnar í landinu, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Barnið var með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm, að sögn sjúkrahússins. Spítalinn hefur ekki veitt upplýsingar um aldur barnsins eða aðra hagi þess á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Líkt og áður segir er þetta í fyrsta sinn sem Covid-smitað barn deyr í Noregi - og raunar í fyrsta sinn sem einstaklingur yngri en 20 ára deyr vegna veirunnar, samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla sem vísa í opinberar tölur. Eit barn innlagt på Haukeland universitetssjukehus døydde onsdag av covid-relatert sjukdom. Barnet hadde ein alvorlig bakenforliggande diagnose. - Av omsyn til personvernet og etter familien sitt ønske, kommenterer vi ikkje saken ytterlegare.— Haukeland (@haukeland_no) November 18, 2020 Bjørn Guldvog landlæknir í Noregi segir í samtali við norska dagblaðið VG í dag að fregnirnar af andláti barnsins séu afar sorglegar. Málið sé áminning um að Covid-sýking geti verið alvarleg í börnum sem glími við undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir andlát barnsins koma heim og saman við það sem þegar er vitað um sjúkdóminn. Málið undirstriki jafnframt mikilvægi sóttvarna sem miði að því að forða áhættuhópum frá sýkingu. Heilbrigðisráðherrann Bent Høie og forsætisráðherrann Erna Solberg hafa sent aðstandendum barnsins samúðarkveðjur. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Noregi frá upphafi faraldursins og um þrjú hundruð látist af völdum Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira