Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 13:28 Frá Egilsstöðum. Vísir/getty Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. Litlar líkur eru taldar á að bílstjórinn hafi smitað börnin. Þrjátíu og sjö eru í sóttkví vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu á vef Egilsstaðaskóla að bílstjórinn hafi síðast ekið með börn í skólanum á föstudag í síðustu viku. Börn sem voru í bílnum á fimmtudag og föstudag, alls um tuttugu börn, eru nú í sóttkví til föstudagsins 20. nóvember. Þá fara þau í skimun og losna úr sóttkvínni ef niðurstöður leyfa. Bent er á í tilkynningu frá skólanum að litlar líkur séu taldar á að bílstjórinn hafi smitað nemendur „þegar horft er til þeirra samskipta sem viðkomandi á við börnin“. Þess hafi verið gætt að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. Ekki náðist í stjórnendur Fellaskóla við vinnslu fréttarinnar en fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að átta börn við skólann séu í sóttkví eftir skólaakstur. Þar kemur einnig fram að bílstjórinn hafi keyrt mat út í skóla, sem eldaður er í Egilsstaðaskóla, og sex mötuneytisstarfsmenn hafi verið sendir í sóttkví. Leita enn uppruna smitsins Lögregla á Austurlandi segir í tilkynningu nú á öðrum tímanum að sex einkennalausir hafi farið í sýnatöku í morgun og niðurstöðu úr henni sé að vænta í kvöld. „Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu,“ segir í tilkynningu. Þá meti aðgerðastjórn það svo að líkur á að fleiri hafi smitast séu fremur litlar en það sé þó ekki útilokað. Smitrakning haldi áfram með það að markmiði að leita uppruna smitsins. Gert er ráð fyrir að skólahald í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla verði með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum en skólunum var báðum lokað í dag, miðvikudag, vegna smitsins. „Ekki er talin ástæða til að grípa til frekari ráðstafana að sinni. Íbúar engu að síður hvattir til að gæta sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum næstu daga,“ segir í tilkynningu. Fram kom í tilkynningu lögreglu í gær að sá smitaði væri í einangrun og með væg einkenni. Þetta er fyrsta virka smitið á Austurlandi síðan 9. nóvember síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. Litlar líkur eru taldar á að bílstjórinn hafi smitað börnin. Þrjátíu og sjö eru í sóttkví vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu á vef Egilsstaðaskóla að bílstjórinn hafi síðast ekið með börn í skólanum á föstudag í síðustu viku. Börn sem voru í bílnum á fimmtudag og föstudag, alls um tuttugu börn, eru nú í sóttkví til föstudagsins 20. nóvember. Þá fara þau í skimun og losna úr sóttkvínni ef niðurstöður leyfa. Bent er á í tilkynningu frá skólanum að litlar líkur séu taldar á að bílstjórinn hafi smitað nemendur „þegar horft er til þeirra samskipta sem viðkomandi á við börnin“. Þess hafi verið gætt að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. Ekki náðist í stjórnendur Fellaskóla við vinnslu fréttarinnar en fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að átta börn við skólann séu í sóttkví eftir skólaakstur. Þar kemur einnig fram að bílstjórinn hafi keyrt mat út í skóla, sem eldaður er í Egilsstaðaskóla, og sex mötuneytisstarfsmenn hafi verið sendir í sóttkví. Leita enn uppruna smitsins Lögregla á Austurlandi segir í tilkynningu nú á öðrum tímanum að sex einkennalausir hafi farið í sýnatöku í morgun og niðurstöðu úr henni sé að vænta í kvöld. „Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu,“ segir í tilkynningu. Þá meti aðgerðastjórn það svo að líkur á að fleiri hafi smitast séu fremur litlar en það sé þó ekki útilokað. Smitrakning haldi áfram með það að markmiði að leita uppruna smitsins. Gert er ráð fyrir að skólahald í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla verði með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum en skólunum var báðum lokað í dag, miðvikudag, vegna smitsins. „Ekki er talin ástæða til að grípa til frekari ráðstafana að sinni. Íbúar engu að síður hvattir til að gæta sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum næstu daga,“ segir í tilkynningu. Fram kom í tilkynningu lögreglu í gær að sá smitaði væri í einangrun og með væg einkenni. Þetta er fyrsta virka smitið á Austurlandi síðan 9. nóvember síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58
Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent