Formaður HSÍ segir að Íslandi verði með á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 08:16 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins en hér er hann á síðasta HM í handbolta árið 2019. Getty/ TF-Images Fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins vill ekki að HM í handbolta fari fram í janúar vegna kórónufaraldursins en formaður HSÍ segir að íslenska landsliðið muni taka þátt. Aron Pálmarsson sagði frá þeirri skoðun sinni í viðtali við þýska miðilinn NDR að vann vilji að HM í handbolta í Egyptalandi í janúar 2021 verði aflýst. Það eru ekki miklar líkur á því að honum verði að ósk sinni. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði það í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 að það ekki megi lesa það úr orðum landsliðsfyrirliðans að hann vilji ekki spila. Handknattleiksamband Íslands er líka í góðum samskiptum við mótshaldara. „Við erum reglulega á fundum með alþjóða handknattleikssambandinu og mótshöldurum og við erum búin að fara yfir það hvernig staðið verður að mótinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það. https://t.co/uCQu1LXg7I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 17, 2020 Leikmenn liðanna 32 á mótinu munu fara inn í búbblu eins og tíðkast hefur hjá öðrum íþróttum. Þeir þurfa því að vera inn á hóteli alla daga og mega bara fara þaðan og í íþróttasalinn. Engin snerting verður leyfð við þá sem eru ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu. HM fer að þessu sinni fram á heimavelli forseta Alþjóðahandboltasambandsins sem er Egyptinn Hassan Moustafa. Það eru því ekki miklar líkur á því að heimsmeistaramótinu verði aflýst þrátt fyrir mikið flækjustig og skæðan heimsfaraldur. Það þarf líka ekkert að koma mörgum á óvart að það eru peningarnir sem ráða för en auðvitað snýst þetta líka um útbreiðslu handboltaíþróttarinnar. „Tekjur alþjóða handknattleikssambandsins snúast um þessa heimsmeistarakeppni og halda sjónvarpsréttum í gangi og viðhalda íþróttinni og athygli á henni og þess vegna reyna menn í lengstu lög að halda þessi mót,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það,“ sagði Guðmundur í spjallinu sem hlusta á má allt hér. HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins vill ekki að HM í handbolta fari fram í janúar vegna kórónufaraldursins en formaður HSÍ segir að íslenska landsliðið muni taka þátt. Aron Pálmarsson sagði frá þeirri skoðun sinni í viðtali við þýska miðilinn NDR að vann vilji að HM í handbolta í Egyptalandi í janúar 2021 verði aflýst. Það eru ekki miklar líkur á því að honum verði að ósk sinni. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði það í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 að það ekki megi lesa það úr orðum landsliðsfyrirliðans að hann vilji ekki spila. Handknattleiksamband Íslands er líka í góðum samskiptum við mótshaldara. „Við erum reglulega á fundum með alþjóða handknattleikssambandinu og mótshöldurum og við erum búin að fara yfir það hvernig staðið verður að mótinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það. https://t.co/uCQu1LXg7I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 17, 2020 Leikmenn liðanna 32 á mótinu munu fara inn í búbblu eins og tíðkast hefur hjá öðrum íþróttum. Þeir þurfa því að vera inn á hóteli alla daga og mega bara fara þaðan og í íþróttasalinn. Engin snerting verður leyfð við þá sem eru ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu. HM fer að þessu sinni fram á heimavelli forseta Alþjóðahandboltasambandsins sem er Egyptinn Hassan Moustafa. Það eru því ekki miklar líkur á því að heimsmeistaramótinu verði aflýst þrátt fyrir mikið flækjustig og skæðan heimsfaraldur. Það þarf líka ekkert að koma mörgum á óvart að það eru peningarnir sem ráða för en auðvitað snýst þetta líka um útbreiðslu handboltaíþróttarinnar. „Tekjur alþjóða handknattleikssambandsins snúast um þessa heimsmeistarakeppni og halda sjónvarpsréttum í gangi og viðhalda íþróttinni og athygli á henni og þess vegna reyna menn í lengstu lög að halda þessi mót,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það,“ sagði Guðmundur í spjallinu sem hlusta á má allt hér.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira