Innlent

Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Smitaði er sagður með væg einkenni en sætir að sjálfsögðu einangrun.
Smitaði er sagður með væg einkenni en sætir að sjálfsögðu einangrun. Vísir/Vilhelm

Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi.

Um er að ræða Egilsstaðaskóla og Fellaskóla og verður foreldrum barna í skólunum send tilkynning í kvöld. Þess er vænst að skólahald verði með hefðbundnum hætti á fimmtudag en um öryggisráðstöfun er að ræða þar sem smitrakningu er ekki lokið.

Ekki liggur fyrir hversu margir þurfa í sóttkví vegna smitsins.

„Um leið og mál skýrast munu þau kynnt á þessum vettvangi. Næstu skilaboð til foreldra frá skólastjórnendum ættu og að liggja fyrir eigi síðar en um hádegi á morgun,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar á Austurlandi.

Smitaði er sagður með væg einkenni og er í einangrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×