„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Arnar Guðjónsson tekur við verðlaununum sínum eftir sinn fyrsta titil sem þjálfari á Íslandi á síðustu leiktíð er Stjarnan varð bikarmeistari. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. Þjálfarar í Dominos deildunum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að leyfa afreksfólki að æfa en körfuboltinn hefur verið á ís síðan í byrjun október. „Það eru allir settir undir sama hatt í íþróttahreyfingunni og það er sama hvort að það séu menn sem hafa þetta að fullri atvinnu, fá eitthvað greitt fyrir þetta eða menn eins og ég og þú sem ætlum á hlaupabretti,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Að þetta sé allt sett undir sama hatt finnst okkur ósanngjarnt. Þá sérstaklega í ljósi þess að mönnum er bannaður aðgangur að vinna að einhverju leyti. Bara að halda líkamanum hjá sér við með því að æfa, því við viljum geta haldið okkur fyrir svo að þegar landið opnast, þá getum við hafið keppni.“ „Það gleymist í þessu að þetta eru atvinnutækið hjá mörgum, sérstaklega hjá eldri leikmönnunum, og yngri leikmennirnir eru að stunda þennan lífstíl. Það er í raun og veru hjá ungum drengjum og stúlkum búið að snúa lífinu þeirra við í góðar 180 gráður. Þau fá ekki að mæta í skólann, þau fá ekki að stunda áhugamálið sitt, það er öllu lokað. Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum. Það er alveg á hreinu.“ Arnar gefur lítið fyrir skýringar þríeykisins að það sé spilað erlendis vegna þess að það eru atvinnumannadeildir og hér heima sé það ekki uppi á teningnum. „Í Skandinavíu er alls staðar spilað. Maður hefur heyrt að rökin séu að þau séu að spila því þetta eru atvinnumannadeildir. Þarna erum við testaðir 2-3 sinnum á dag hefur maður heyrt. Þetta er firra. Þetta er ekki rétt. Það eru menn hér sem hafa þjálfað í þessum deildum og þekkja þetta. Þetta er eins og á Íslandi. Það eru strákar í skóla og vinnu að spila í þessum deildum.“ „Við erum alveg tilbúnir að fara í COVID test áður en við fáum að æfa en þegar að það er verið að halda því fram að munurinn sé atvinnumannadeildir þá er það bara rangt.“ Eins og áður segir sendu þjálfararnir yfirlýsingu frá sér í gær og hann vonast eftir svörum hið fyrsta frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það sagði enginn orð þegar mótið var flautað af í vor og við sýndum því skilning. Núna verðum við að fá að halda líkamanum okkar við. Það er ekki verið að öskra að við eigum að spila leik á morgun.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar Guðjónsson Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. Þjálfarar í Dominos deildunum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að leyfa afreksfólki að æfa en körfuboltinn hefur verið á ís síðan í byrjun október. „Það eru allir settir undir sama hatt í íþróttahreyfingunni og það er sama hvort að það séu menn sem hafa þetta að fullri atvinnu, fá eitthvað greitt fyrir þetta eða menn eins og ég og þú sem ætlum á hlaupabretti,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Að þetta sé allt sett undir sama hatt finnst okkur ósanngjarnt. Þá sérstaklega í ljósi þess að mönnum er bannaður aðgangur að vinna að einhverju leyti. Bara að halda líkamanum hjá sér við með því að æfa, því við viljum geta haldið okkur fyrir svo að þegar landið opnast, þá getum við hafið keppni.“ „Það gleymist í þessu að þetta eru atvinnutækið hjá mörgum, sérstaklega hjá eldri leikmönnunum, og yngri leikmennirnir eru að stunda þennan lífstíl. Það er í raun og veru hjá ungum drengjum og stúlkum búið að snúa lífinu þeirra við í góðar 180 gráður. Þau fá ekki að mæta í skólann, þau fá ekki að stunda áhugamálið sitt, það er öllu lokað. Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum. Það er alveg á hreinu.“ Arnar gefur lítið fyrir skýringar þríeykisins að það sé spilað erlendis vegna þess að það eru atvinnumannadeildir og hér heima sé það ekki uppi á teningnum. „Í Skandinavíu er alls staðar spilað. Maður hefur heyrt að rökin séu að þau séu að spila því þetta eru atvinnumannadeildir. Þarna erum við testaðir 2-3 sinnum á dag hefur maður heyrt. Þetta er firra. Þetta er ekki rétt. Það eru menn hér sem hafa þjálfað í þessum deildum og þekkja þetta. Þetta er eins og á Íslandi. Það eru strákar í skóla og vinnu að spila í þessum deildum.“ „Við erum alveg tilbúnir að fara í COVID test áður en við fáum að æfa en þegar að það er verið að halda því fram að munurinn sé atvinnumannadeildir þá er það bara rangt.“ Eins og áður segir sendu þjálfararnir yfirlýsingu frá sér í gær og hann vonast eftir svörum hið fyrsta frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það sagði enginn orð þegar mótið var flautað af í vor og við sýndum því skilning. Núna verðum við að fá að halda líkamanum okkar við. Það er ekki verið að öskra að við eigum að spila leik á morgun.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar Guðjónsson
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25