Jordan Henderson og Raheem Sterling verða ekki með enska landsliðinu gegn Íslandi á miðvikudagskvöldið er liðin mætast á Wembley.
Henderson fór af velli í hálfleik í 2-0 tapi Englendinga gegn Belgíu í gærkvöldi vegna eymsla í fæti.
Sterling spilaði ekki leikinn í gærkvöldi vegna meiðsla sem hann hefur verið að berjast við í kálfa.
Báðir munu þeir snúa því aftur til félaga sinna, Man. City og Liverpool, en enski boltinn fer aftur að rúlla um helgina.
City mætir Tottenham á laugardaginn klukkan 17.30 en Liverpool og Leciester mætast á sunnudagskvöldið klukkan 19.15.
Leikur Englands og Íslands hefst klukkan 19.45 á miðvikudagskvöldið og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00.
Jordan Henderson and Raheem Sterling will miss England's Nations League match against Iceland at Wembley on Wednesday because of injury.
— BBC Sport (@BBCSport) November 16, 2020
More: https://t.co/fzbe4aerd2 pic.twitter.com/XyD1pmuuW2