Brúarfoss væntanlegur til landsins í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 20:52 Brúarfoss við bryggju í Rotterdam. Eimskip Vel hefur gengið að sigla Brúarfossi, nýju skipi Eimskipa, heim frá Kína og er skipið nú á leið til Álaborgar. Áætlað er að skipið komi til Íslands á mánudaginn í næstu viku en ferðalag áhafnar skipsins hófst um miðjan ágúst þegar þeir fóru til Kína til að fylgjast með því þegar skipið var fullsmíðað. Skipið var svo afhent þann 9. október og stefnan sett til Íslands í kjölfarið. Karl Guðmundsson, skipstjóri, segir ferðina hafa gengið mjög vel en bætir við: „Sjö, níu, þrettán.“ Ekkert hafi komið upp, sem skipti máli, en það sé ýmislegt sem þurfi að fínpússa. Enda sé skipið stórt og búnaðurinn um borð flókinn. Áhöfnin kom gaddavír fyrir til að verjast mögulegum sjóræningjum.Eimskip Í Sri Lanka voru þrír vopnaðir verðir teknir um borð fyrir siglingu skipsins um Adernflóa. Þar hafa sjórán verið tíð á undanförnum árum. Auk þess að taka verði um borð var gaddavír lagður á lunningu Brúarfoss, til að gera mögulegum sjóræningjum erfiðara um vik, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Dettifoss, systurskip Brúarfoss fór sömu leið í sumar. Bæði skipin eru stærstu skip sem hafa verið smíðuð fyrir Íslendinga. Eimskip birti í dag myndband af komu Brúarfoss til Rotterdam í gær. Dettifoss er um þessar mundir á siglingu við Grænland. Emskipt birti einnig nýverið myndband sem tekið var þar um borð. View this post on Instagram A post shared by Eimskip (@eimskip) Skipaflutningar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Vel hefur gengið að sigla Brúarfossi, nýju skipi Eimskipa, heim frá Kína og er skipið nú á leið til Álaborgar. Áætlað er að skipið komi til Íslands á mánudaginn í næstu viku en ferðalag áhafnar skipsins hófst um miðjan ágúst þegar þeir fóru til Kína til að fylgjast með því þegar skipið var fullsmíðað. Skipið var svo afhent þann 9. október og stefnan sett til Íslands í kjölfarið. Karl Guðmundsson, skipstjóri, segir ferðina hafa gengið mjög vel en bætir við: „Sjö, níu, þrettán.“ Ekkert hafi komið upp, sem skipti máli, en það sé ýmislegt sem þurfi að fínpússa. Enda sé skipið stórt og búnaðurinn um borð flókinn. Áhöfnin kom gaddavír fyrir til að verjast mögulegum sjóræningjum.Eimskip Í Sri Lanka voru þrír vopnaðir verðir teknir um borð fyrir siglingu skipsins um Adernflóa. Þar hafa sjórán verið tíð á undanförnum árum. Auk þess að taka verði um borð var gaddavír lagður á lunningu Brúarfoss, til að gera mögulegum sjóræningjum erfiðara um vik, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Dettifoss, systurskip Brúarfoss fór sömu leið í sumar. Bæði skipin eru stærstu skip sem hafa verið smíðuð fyrir Íslendinga. Eimskip birti í dag myndband af komu Brúarfoss til Rotterdam í gær. Dettifoss er um þessar mundir á siglingu við Grænland. Emskipt birti einnig nýverið myndband sem tekið var þar um borð. View this post on Instagram A post shared by Eimskip (@eimskip)
Skipaflutningar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira