Hafnarfjörður selur orkuinnviði sína Sigurður Þ. Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2020 13:31 Nú hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fórnað á altari skammtímagróða, almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar með sölunni á hlut bæjarins í HS-veitum. Hér er verið að selja síðasta hluta Rafveitu Hafnarfjarðar sem stofnuð var 1938 eftir botnlausa vinnu framsækinna Hafnfirðinga sem rekja má allt til ársins 1904 eða í 116 ár með frumkvöðlastarfsemi Jóhannesar Reykdal. Hlutur bæjarins í HS-veitum hefur hefur hækkað um 2 milljarða síðan 2013. Stórkostleg verkefni bíða þessa fyrirtækis handan hornsins. Rafvæðing hafna á Reykjanesskaga, uppbygging vetnisiðnaðar með tilheyrandi hafnaraðstöðu, fiskeldi í Helguvík og margt fleira. Þetta mun án nokkurs vafa auka verðmæti fyrirtækisins og þar með hlutar Hafnarfjarðar á komandi misserum og árum. Það alvarlega er að hvergi í verðmati sérfræðinga á verðmæti hlutarins/fyrirtækisins var þessum tækifærum velt upp. Uppgjör vegna Covid er eitthvað sem leysa verður á stærri vettvangi en í Hafnarfirði, og það er víða ekki á færi einstakra sveitarfélaga að leysa það tekjuhrun sem Covid 19 hefur valdið. Það hrun sem orðið hefur á rekstrarmódelum sveitarfélaga hefur ekkert með Hafnarfjörð einan að gera. Lánalínur frá ríki/Seðlabanka án vaxta og afborgana í 3-4 ár þurfa að koma til. Að afloknu Covid liggur svo fyrir hvort hægt sé að stilla upp sjálfbæru rekstrarmódeli sveitarfélaga m.t.t. tekjustofna þeirra. Þegar þeirri yfirferð er lokið fyrir Hafnarfjörð, þá fyrst hefði verið tímabært að taka yfirvegaða ákvörðun um sjálfbærni sveitarfélagsins og hvort neyðin myndi reka menn til sölu á eignum bæjarins. En núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófu vegferðina með sölu á hlut sínum í hinu öfluga fyrirtæki HS-veitum áður en niðurstaða var fengin með aðkomu ríkisvaldsins eða hver hin endanlegu áhrif Covid 19 verða á bæjarsjóð. Hvað er það næst hjá meirihlutanum? Er það sala á Hafnarfjarðarhöfn, sala á jarðhitaréttindum í Krísuvík, nú eða að selja Krísuvíkursvæðið allt til Grindvíkinga sem bíða á hliðarlínunni eftir að fá að kaupa perluna Krísuvík. Helst á alls ekki að taka ákvarðanir í óstöðugu umhverfi líkt og meirihlutinn í Hafnarfirði hefur nú gert. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði hafa með ákvörðun sinni fórnað á altari skammtímagróða almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar. Langtímahagsmunum er kastað fyrir róða. Rafveita Hafnarfjarðar heyrir nú endanlega sögunni til. Dagurinn 28. október 2020 er því hinn dapri dagur í sögu Hafnarfjarðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fórnað á altari skammtímagróða, almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar með sölunni á hlut bæjarins í HS-veitum. Hér er verið að selja síðasta hluta Rafveitu Hafnarfjarðar sem stofnuð var 1938 eftir botnlausa vinnu framsækinna Hafnfirðinga sem rekja má allt til ársins 1904 eða í 116 ár með frumkvöðlastarfsemi Jóhannesar Reykdal. Hlutur bæjarins í HS-veitum hefur hefur hækkað um 2 milljarða síðan 2013. Stórkostleg verkefni bíða þessa fyrirtækis handan hornsins. Rafvæðing hafna á Reykjanesskaga, uppbygging vetnisiðnaðar með tilheyrandi hafnaraðstöðu, fiskeldi í Helguvík og margt fleira. Þetta mun án nokkurs vafa auka verðmæti fyrirtækisins og þar með hlutar Hafnarfjarðar á komandi misserum og árum. Það alvarlega er að hvergi í verðmati sérfræðinga á verðmæti hlutarins/fyrirtækisins var þessum tækifærum velt upp. Uppgjör vegna Covid er eitthvað sem leysa verður á stærri vettvangi en í Hafnarfirði, og það er víða ekki á færi einstakra sveitarfélaga að leysa það tekjuhrun sem Covid 19 hefur valdið. Það hrun sem orðið hefur á rekstrarmódelum sveitarfélaga hefur ekkert með Hafnarfjörð einan að gera. Lánalínur frá ríki/Seðlabanka án vaxta og afborgana í 3-4 ár þurfa að koma til. Að afloknu Covid liggur svo fyrir hvort hægt sé að stilla upp sjálfbæru rekstrarmódeli sveitarfélaga m.t.t. tekjustofna þeirra. Þegar þeirri yfirferð er lokið fyrir Hafnarfjörð, þá fyrst hefði verið tímabært að taka yfirvegaða ákvörðun um sjálfbærni sveitarfélagsins og hvort neyðin myndi reka menn til sölu á eignum bæjarins. En núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófu vegferðina með sölu á hlut sínum í hinu öfluga fyrirtæki HS-veitum áður en niðurstaða var fengin með aðkomu ríkisvaldsins eða hver hin endanlegu áhrif Covid 19 verða á bæjarsjóð. Hvað er það næst hjá meirihlutanum? Er það sala á Hafnarfjarðarhöfn, sala á jarðhitaréttindum í Krísuvík, nú eða að selja Krísuvíkursvæðið allt til Grindvíkinga sem bíða á hliðarlínunni eftir að fá að kaupa perluna Krísuvík. Helst á alls ekki að taka ákvarðanir í óstöðugu umhverfi líkt og meirihlutinn í Hafnarfirði hefur nú gert. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði hafa með ákvörðun sinni fórnað á altari skammtímagróða almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar. Langtímahagsmunum er kastað fyrir róða. Rafveita Hafnarfjarðar heyrir nú endanlega sögunni til. Dagurinn 28. október 2020 er því hinn dapri dagur í sögu Hafnarfjarðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar