„Ég er bara ósammála Ásmundi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 22:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Friðriksson eru flokkssystkin í Sjálfstæðisflokknum en eru á öndverðu meiði í afstöðu sinni til þungunarrofs. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi í vikunni í umræðu um þingsályktunartillögu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, sem kveður á um að konum frá Evrópu sem ekki er heimilt að gangast undir þungunarrof í sínu heimalandi, verði gert kleift að gangast undir slíka aðgerð hér á landi. „Ég er bara ósammála Ásmundi,“ sagði Áslaug Arna í Víglínunni á Stöð 2 í dag, spurð um afstöðu sína til ummæla Ásmundar. „Umræðan fór kannski frá því að vera umræða um heilbrigðiskerfið yfir í einmitt þennan mikilvæga rétt kvenna sem við höfum tekið ákvörðun um að virða hér á landi. Það er kannski ákveðinn freistnivandi sem að maður sá í þessari umræðu sumra að draga þetta mál niður á eitthvað plan sem það er í sumum öðrum löndum,“ sagði Áslaug. Henni þyki leiðinlegt að fólk sé tilbúið að gera málefnið að því pólitíska þrætuepli sem þekkist í öðrum löndum og nefndi Áslaug sérstaklega ríki „sem að við höfum ekkert sérstaklega horft til í pólitískum samanburði,“ líkt og ráðherrann orðaði það. „Sú skoðun sem að ég aðhyllist í þessum málum hefur orðið ofan á í lagaumhverfinu hérlendis og mörgum þykir þessi mál snúin en þau eru viðkvæm en þau eru samt svo einföld,“ sagði Áslaug en Alþingi samþykkti í fyrra rýmri löggjöf um þungunarrof en Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til málsins. „Að mínu viti eru það bara algjörlega sjálfsögð réttindi konunnar og það er enginn betur til þess fallinn en konan sjálf að taka ákvörðun um þungunarrof. Þetta er hennar líf og hennar líkami og á að vera hennar ákvörðun,“ sagði Áslaug. Henni þyki eðlilegt að gagnrýna íhaldsamt lagaumhverfi þeirra ríkja sem hafa strangar reglur um þungunarrof líkt og eigi við um Pólland. „Það er ekki síst sannfæring mín um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sem styður þessa skoðun mína og ég held að við megum passa það að fara ekki með þessa umræðu niður í þær skotgrafir sem hún er víðast hvar annars staðar,“ sagði Áslaug. Viðtalið við Áslaugu Örnu í Víglínunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Jafnréttismál Víglínan Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi í vikunni í umræðu um þingsályktunartillögu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, sem kveður á um að konum frá Evrópu sem ekki er heimilt að gangast undir þungunarrof í sínu heimalandi, verði gert kleift að gangast undir slíka aðgerð hér á landi. „Ég er bara ósammála Ásmundi,“ sagði Áslaug Arna í Víglínunni á Stöð 2 í dag, spurð um afstöðu sína til ummæla Ásmundar. „Umræðan fór kannski frá því að vera umræða um heilbrigðiskerfið yfir í einmitt þennan mikilvæga rétt kvenna sem við höfum tekið ákvörðun um að virða hér á landi. Það er kannski ákveðinn freistnivandi sem að maður sá í þessari umræðu sumra að draga þetta mál niður á eitthvað plan sem það er í sumum öðrum löndum,“ sagði Áslaug. Henni þyki leiðinlegt að fólk sé tilbúið að gera málefnið að því pólitíska þrætuepli sem þekkist í öðrum löndum og nefndi Áslaug sérstaklega ríki „sem að við höfum ekkert sérstaklega horft til í pólitískum samanburði,“ líkt og ráðherrann orðaði það. „Sú skoðun sem að ég aðhyllist í þessum málum hefur orðið ofan á í lagaumhverfinu hérlendis og mörgum þykir þessi mál snúin en þau eru viðkvæm en þau eru samt svo einföld,“ sagði Áslaug en Alþingi samþykkti í fyrra rýmri löggjöf um þungunarrof en Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til málsins. „Að mínu viti eru það bara algjörlega sjálfsögð réttindi konunnar og það er enginn betur til þess fallinn en konan sjálf að taka ákvörðun um þungunarrof. Þetta er hennar líf og hennar líkami og á að vera hennar ákvörðun,“ sagði Áslaug. Henni þyki eðlilegt að gagnrýna íhaldsamt lagaumhverfi þeirra ríkja sem hafa strangar reglur um þungunarrof líkt og eigi við um Pólland. „Það er ekki síst sannfæring mín um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sem styður þessa skoðun mína og ég held að við megum passa það að fara ekki með þessa umræðu niður í þær skotgrafir sem hún er víðast hvar annars staðar,“ sagði Áslaug. Viðtalið við Áslaugu Örnu í Víglínunni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Jafnréttismál Víglínan Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira