Vilja gefa fólki annað tækifæri í lífinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 19:08 Tinna Guðrún og Hlynur Kristinn fara fyrir áfangaheimilinu, sem fær nafnið Annað tækifæri. Vísir/Egill Góðgerðarsamtökin Það er von hyggja á stofnun nýs áfangaheimilis með það að markmiði að gefa fólki með fíknivanda annað tækifæri í lífinu. Samtökin segja fordóma of ríkjandi í samfélaginu og að líta þurfi til þess að um sjúkdóm sé að ræða sem vinna þurfi með alla ævi. Um verður að ræða langtíma áfangaheimili sem fólk getur leitað til eftir meðferð þar sem fólki verður hjálpað út í lífið á ný, meðal annars með fíkniráðgjöf, lögfræðiaðstoð, námsaðstoð og fleira. Áfangaheimilið mun heita Annað tækifæri. „Við munum til dæmis hjálpa fólki að finna sponsor innan 12 spora samtaka, leiðbeina því hvernig það getur náð bata á öllum sviðum, ekki bara einu sviði heldur öllum,“ segir Hlynur Kristinn Rúnarsson, stofnandi góðgerðarsamtakanna Það er von, sem standa að baki áfangaheimilinu. Stjórn samtakanna samanstendur af fólki með menntun á ýmsum sviðum auk einstaklinga sem hafa lent í klóm fíknarinnar, líkt og Hlynur sjálfur. „Eins og staðan er í dag þá er eitt prósent af þeim sem fóru með mér í meðferð enn þá edrú og ég er búinn að vera edrú í sautján mánuði,“ segir hann. Tinna Guðrún Barkardóttir, framkvæmdastjóri Það er von, segir að hjálpa þurfi fólki að ná langtímabata. Líkt og staðan sé nú sé fátt sem grípi fólk eftir að það kemur úr meðferð „Í dag styðjum við við aðstandendur með samtölum og stuðningi auk þess að aðstoða fólk í neyslu við að komast í meðferð til dæmis. Í framtíðinni viljum við áfangaheimili sem býður upp á þverfaglega aðstoð fyrir fólk í allt að tvö ár," segir Tinna. Hún segir að styðja þurfi betur við bakið á einstaklingnum og og að staða fólks í vímuefnaneyslu sé slæm. „Það er rosalega mikið af dauðsföllum. Það þarf eitthvað að gera til að aðstoða þetta fólk en ekki læsa þau inni eða refsa þeim á einhvern hátt fyrir að vera með sjúkdóm. Því þetta er sjúkdómur og það er ekki hægt að lækna hann. Það þarf að vinna með hann,“ segir Tinna. Þau hafa hrundið af stað fjáröflun og stefna á að opna áfangaheimilið fyrir lok árs 2021, en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Það er von. Fíkn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Góðgerðarsamtökin Það er von hyggja á stofnun nýs áfangaheimilis með það að markmiði að gefa fólki með fíknivanda annað tækifæri í lífinu. Samtökin segja fordóma of ríkjandi í samfélaginu og að líta þurfi til þess að um sjúkdóm sé að ræða sem vinna þurfi með alla ævi. Um verður að ræða langtíma áfangaheimili sem fólk getur leitað til eftir meðferð þar sem fólki verður hjálpað út í lífið á ný, meðal annars með fíkniráðgjöf, lögfræðiaðstoð, námsaðstoð og fleira. Áfangaheimilið mun heita Annað tækifæri. „Við munum til dæmis hjálpa fólki að finna sponsor innan 12 spora samtaka, leiðbeina því hvernig það getur náð bata á öllum sviðum, ekki bara einu sviði heldur öllum,“ segir Hlynur Kristinn Rúnarsson, stofnandi góðgerðarsamtakanna Það er von, sem standa að baki áfangaheimilinu. Stjórn samtakanna samanstendur af fólki með menntun á ýmsum sviðum auk einstaklinga sem hafa lent í klóm fíknarinnar, líkt og Hlynur sjálfur. „Eins og staðan er í dag þá er eitt prósent af þeim sem fóru með mér í meðferð enn þá edrú og ég er búinn að vera edrú í sautján mánuði,“ segir hann. Tinna Guðrún Barkardóttir, framkvæmdastjóri Það er von, segir að hjálpa þurfi fólki að ná langtímabata. Líkt og staðan sé nú sé fátt sem grípi fólk eftir að það kemur úr meðferð „Í dag styðjum við við aðstandendur með samtölum og stuðningi auk þess að aðstoða fólk í neyslu við að komast í meðferð til dæmis. Í framtíðinni viljum við áfangaheimili sem býður upp á þverfaglega aðstoð fyrir fólk í allt að tvö ár," segir Tinna. Hún segir að styðja þurfi betur við bakið á einstaklingnum og og að staða fólks í vímuefnaneyslu sé slæm. „Það er rosalega mikið af dauðsföllum. Það þarf eitthvað að gera til að aðstoða þetta fólk en ekki læsa þau inni eða refsa þeim á einhvern hátt fyrir að vera með sjúkdóm. Því þetta er sjúkdómur og það er ekki hægt að lækna hann. Það þarf að vinna með hann,“ segir Tinna. Þau hafa hrundið af stað fjáröflun og stefna á að opna áfangaheimilið fyrir lok árs 2021, en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Það er von.
Fíkn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira