Mikið gengið á hjá landsliðinu: Týndar töskur, lítill undirbúningur og smit hjá öðrum liðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 12:15 Benedikt á hliðarlínunni í leik gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni. Vísir/Bára Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik er nú statt í Grikklandi þar sem það leikur í undankeppni EM. Alþjóða körfuknattleikssambandið ákvað að smala löndum saman og spila í „búbblu“ svipað og gert var í NBA vegna kórónufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfara Íslands, í síðasta þætti af Domino´s Körfuboltakvöld. Segja má að mikið hafi gengið á hjá íslenska liðinu í Grikklandi en ásamt því að þurfa fara eftir ströngum sóttvarnarreglum þá týndust nokkrar töskur á leiðinni, þar á meðal hjá Benedikt. „Hún er bara þokkaleg, takk fyrir að spyrja,“ sagði Benedikt um stöðuna sér. „Ég og formaður höfum ekki fengið töskurnar okkar, svo maður er enn alls laus. Sem væri svo sem ekkert skelfilegt nema það er allt lokað hérna svo maður getur ekki keypt sér neitt til að klæðast í staðinn. Það er náttúrulega útgöngubann og allt lokað svo maður hoppar ekkert út í búð og kaupir sér aðrar buxur eða hvað sem er,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um töskuvesenið. „Ég er bara að fá lánuð föt frá öðrum hérna. Sjúkraþjálfarinn lánaði mér bol fyrir leikinn í gær og í dag er í fötum af Halldóri aðstoðarþjálfara. Þetta reddast einhvern veginn,“ sagði Benedikt og glotti. Smit greinst hjá öðrum liðum „Það hlýtur að vera mikil áskorun að fara í svona leiki og enginn leikmaður búinn að æfa að ráði og liðið ekki æft saman,“ spurði Kjartan. „Það er gríðarleg áskorun. Maður veit ekkert hverju maður getur reiknað með frá leikmönnum sem hafa ekki æft svona lengi. Þetta er mjög sérstakt, við erum búnar að taka ágætis æfingar hérna. Fyrstu tveir dagarnir fóru í að jafna sig eftir ferðalagið, rúmlega sólahrings ferðalag. Svo náðum við tveimur góðum á þriðjudaginn.“ „Það varð svo að veruleika það sem við óttuðumst. Það var pínu stress fyrir þetta, að þetta væri ekki upplagður tími til að ferðast og fara í einhvern svona glugga. Því var lofað að við yrðum í búbblu og þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo þegar fóru að koma upp smit í búbblunni þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Manni stendur ekki á sama, verð að viðurkenna það,“ sagði Benedikt um þá staðreynd að kórónuveiran hefði greinst í leikmannahópum og hjá starfsliðum hinna liðanna. „Þetta eru fjórir leikmenn sem eru smitaðir og það voru einhverjir leikmenn sem voru greindir rétt fyrir brottför hjá hinum þremur þjóðunum - Grikklandi, Búlgaríu og Slóveníu. Síðan greinast fjórir í búbblunni í fyrstu skimun sem var tekin fljótlega eftir að við komum. Þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Búbbla á að vera eitthvað sem er öruggt og á að halda þér frá umheiminum, það á ekki að vera hætta á smiti. Þegar smit eru komin inn á hótelið þá er manni hætt að standa á sama, maður hefur ekki þessa öryggistilfinningu lengur. Þá er betra að vera annarsstaðar en í búbblunni.“ „Það eru fjögur lið á hótelinu. Maður er að mæta þeim út um allt á hótelinu. Við bönnuðum okkar stelpum að taka lyftuna eftir að þessi smit komu upp. Það sem mér fannst verst og hef mestar áhyggjur af er að þegar smitin koma upp þá áttu þessi lið að halda þessi lið að halda sig inn á herbergi þangað til þau yrðu skimuð aftur en þau voru ekki öll að fara eftir því. Fannst þau ekki vera taka þetta nægilega alvarlega. Fór tími í það að við þurftum að vera kvarta yfir því að leikmenn væru út um allt á hótelinu þó það væru smit í þeirra herbúðum. Finnst ekki allar þjóðir vera að taka þessu nægilega alvarlega.“ Varðandi leikina „Við höfum engu að tapa hérna. Settum þetta í hendurnar á stelpunum, hver og ein þurfti að gera upp við sig hvort hún vildi halda þessu áfram og mæta í þessa leiki. Í framhaldinu höfum við hitt lækna og annað, höfum verið í sambandi við sóttvarnarsérfræðinga heima fyrir. Reyndum að taka eins upplýsa ákvörðun og hægt var [um að taka þátt eða ekki]. Á endanum var niðurstaðan að spila þessa leiki því við fengum fína staðfestingu á því að það eru mjög litlar sem engar líkur á að þú smitist í svona leik. Mesta hættan er á hótelinu, flugvöllum og annarsstaðar.“ „Höfum einblínt á leikina, reynt að gera eins vel og við getum. Reynt að spila eins vel og við getum. Erum að reyna hætta að hugsa um Covid og ætlum að standa okkur í leiknum gegn Búlgaríu,“ sagði Benedikt að lokum. Klippa: Mikið gengið á hjá íslenska landsliðinu Ísland mætir Búlgaríu í dag og hefst leikurinn klukkan 15.00. Körfubolti Íslenski handboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik er nú statt í Grikklandi þar sem það leikur í undankeppni EM. Alþjóða körfuknattleikssambandið ákvað að smala löndum saman og spila í „búbblu“ svipað og gert var í NBA vegna kórónufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfara Íslands, í síðasta þætti af Domino´s Körfuboltakvöld. Segja má að mikið hafi gengið á hjá íslenska liðinu í Grikklandi en ásamt því að þurfa fara eftir ströngum sóttvarnarreglum þá týndust nokkrar töskur á leiðinni, þar á meðal hjá Benedikt. „Hún er bara þokkaleg, takk fyrir að spyrja,“ sagði Benedikt um stöðuna sér. „Ég og formaður höfum ekki fengið töskurnar okkar, svo maður er enn alls laus. Sem væri svo sem ekkert skelfilegt nema það er allt lokað hérna svo maður getur ekki keypt sér neitt til að klæðast í staðinn. Það er náttúrulega útgöngubann og allt lokað svo maður hoppar ekkert út í búð og kaupir sér aðrar buxur eða hvað sem er,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um töskuvesenið. „Ég er bara að fá lánuð föt frá öðrum hérna. Sjúkraþjálfarinn lánaði mér bol fyrir leikinn í gær og í dag er í fötum af Halldóri aðstoðarþjálfara. Þetta reddast einhvern veginn,“ sagði Benedikt og glotti. Smit greinst hjá öðrum liðum „Það hlýtur að vera mikil áskorun að fara í svona leiki og enginn leikmaður búinn að æfa að ráði og liðið ekki æft saman,“ spurði Kjartan. „Það er gríðarleg áskorun. Maður veit ekkert hverju maður getur reiknað með frá leikmönnum sem hafa ekki æft svona lengi. Þetta er mjög sérstakt, við erum búnar að taka ágætis æfingar hérna. Fyrstu tveir dagarnir fóru í að jafna sig eftir ferðalagið, rúmlega sólahrings ferðalag. Svo náðum við tveimur góðum á þriðjudaginn.“ „Það varð svo að veruleika það sem við óttuðumst. Það var pínu stress fyrir þetta, að þetta væri ekki upplagður tími til að ferðast og fara í einhvern svona glugga. Því var lofað að við yrðum í búbblu og þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo þegar fóru að koma upp smit í búbblunni þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Manni stendur ekki á sama, verð að viðurkenna það,“ sagði Benedikt um þá staðreynd að kórónuveiran hefði greinst í leikmannahópum og hjá starfsliðum hinna liðanna. „Þetta eru fjórir leikmenn sem eru smitaðir og það voru einhverjir leikmenn sem voru greindir rétt fyrir brottför hjá hinum þremur þjóðunum - Grikklandi, Búlgaríu og Slóveníu. Síðan greinast fjórir í búbblunni í fyrstu skimun sem var tekin fljótlega eftir að við komum. Þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Búbbla á að vera eitthvað sem er öruggt og á að halda þér frá umheiminum, það á ekki að vera hætta á smiti. Þegar smit eru komin inn á hótelið þá er manni hætt að standa á sama, maður hefur ekki þessa öryggistilfinningu lengur. Þá er betra að vera annarsstaðar en í búbblunni.“ „Það eru fjögur lið á hótelinu. Maður er að mæta þeim út um allt á hótelinu. Við bönnuðum okkar stelpum að taka lyftuna eftir að þessi smit komu upp. Það sem mér fannst verst og hef mestar áhyggjur af er að þegar smitin koma upp þá áttu þessi lið að halda þessi lið að halda sig inn á herbergi þangað til þau yrðu skimuð aftur en þau voru ekki öll að fara eftir því. Fannst þau ekki vera taka þetta nægilega alvarlega. Fór tími í það að við þurftum að vera kvarta yfir því að leikmenn væru út um allt á hótelinu þó það væru smit í þeirra herbúðum. Finnst ekki allar þjóðir vera að taka þessu nægilega alvarlega.“ Varðandi leikina „Við höfum engu að tapa hérna. Settum þetta í hendurnar á stelpunum, hver og ein þurfti að gera upp við sig hvort hún vildi halda þessu áfram og mæta í þessa leiki. Í framhaldinu höfum við hitt lækna og annað, höfum verið í sambandi við sóttvarnarsérfræðinga heima fyrir. Reyndum að taka eins upplýsa ákvörðun og hægt var [um að taka þátt eða ekki]. Á endanum var niðurstaðan að spila þessa leiki því við fengum fína staðfestingu á því að það eru mjög litlar sem engar líkur á að þú smitist í svona leik. Mesta hættan er á hótelinu, flugvöllum og annarsstaðar.“ „Höfum einblínt á leikina, reynt að gera eins vel og við getum. Reynt að spila eins vel og við getum. Erum að reyna hætta að hugsa um Covid og ætlum að standa okkur í leiknum gegn Búlgaríu,“ sagði Benedikt að lokum. Klippa: Mikið gengið á hjá íslenska landsliðinu Ísland mætir Búlgaríu í dag og hefst leikurinn klukkan 15.00.
Körfubolti Íslenski handboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ Sjá meira