Sjáðu blaðamannafund Íslands: Hamrén tilkynnti að hann myndi hætta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 13:25 Erik Hamrén ræðir við fjölmiðla nú eftir skamma stund. STÖÐ 2 SPORT Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. Í spilaranum má sjá blaðamananfund Íslands í heild sinni neðst í fréttinni. Hamrén vildi ekki tjá sig meira um það að svo stöddu og frekar ræða leikinn gegn Dönum á morgun. Öll ræðuhöld yrðu geymd þangað til eftir leikinn gegn Englandi í næstu viku. Hann sagði að markmiðið hefði alltaf verið að komast á Evrópumótið og hætta svo í kjölfarið. Þar sem Ísland hafi ekki náð að tryggja sér sæti á mótinu þá myndi hann hætta núna. Aron Einar viðurkenndi að það væri erfitt fyrir leikmenn að gíra sig upp í komandi leiki eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikmenn væru þó búnir að setjast niður, ræða saman og væru hægt og rólega að verða tilbúnir að nýju. Varðandi meiðslin sem Aron varð fyrir þá segist hann vera betri en ekki viss hvort hann sé klár á morgun. Þá hrósaði fyrirliðinn Hamrén í hástert og sagði að samstarfið hefði verið frábært. Hann telur Hamrén hafa farið í gegnum mikið mótlæti sem þjálfari Íslands en lykilmenn hafa verið meiddir, spilað lítið hjá félagsliðum og svo hefur kórónufaraldurinn ekki hjálpað til. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. Í spilaranum má sjá blaðamananfund Íslands í heild sinni neðst í fréttinni. Hamrén vildi ekki tjá sig meira um það að svo stöddu og frekar ræða leikinn gegn Dönum á morgun. Öll ræðuhöld yrðu geymd þangað til eftir leikinn gegn Englandi í næstu viku. Hann sagði að markmiðið hefði alltaf verið að komast á Evrópumótið og hætta svo í kjölfarið. Þar sem Ísland hafi ekki náð að tryggja sér sæti á mótinu þá myndi hann hætta núna. Aron Einar viðurkenndi að það væri erfitt fyrir leikmenn að gíra sig upp í komandi leiki eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikmenn væru þó búnir að setjast niður, ræða saman og væru hægt og rólega að verða tilbúnir að nýju. Varðandi meiðslin sem Aron varð fyrir þá segist hann vera betri en ekki viss hvort hann sé klár á morgun. Þá hrósaði fyrirliðinn Hamrén í hástert og sagði að samstarfið hefði verið frábært. Hann telur Hamrén hafa farið í gegnum mikið mótlæti sem þjálfari Íslands en lykilmenn hafa verið meiddir, spilað lítið hjá félagsliðum og svo hefur kórónufaraldurinn ekki hjálpað til. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira