Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um niðurstöður Landakotsskýrslunnar og fáum viðbrögð við henni. Landlæknir ætlar að gera eigin rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar umfangsmikil hópsýking kórónuveirunnar kom upp á Landakoti. Stjórnendur spítalans segja ástæðurnar margar en mönnun og húsnæðismál hafi haft mikið að segja.

Heilbrigðisráðherra telur tímabært að byrja að slaka á sóttvarnaraðgerðum. Í næstu viku fá hárgreiðslu- og nuddstofur að hafa opið á ný, dregið verður úr fjöldatakmörkunum í framhaldsskólum og íþróttastarf barna verður leyft.

Nærri öll verslun og þjónusta mun leggjast niður í Portúgal um helgina og neyðarástand verður útvíkkað vegna kórónuveirunnar. Læknar í Napólí á Ítalíu biðla til stjórnvalda að herða aðgerðir.

Einnig verðum við í beinni útsendingu frá miðborg Reykjavíkur þar sem kveikt verður á Jólakettinum fræga.

Þetta og margt fleira í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og að sjálfsögðu, á Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×