Landsmenn komast loksins í klippingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 12:44 Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina. Landsmenn munu loksins komast í klippingu í næstu viku þegar breyttar kórónuveirutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra boðaði nú í hádeginu taka gildi. Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. Starfsemi einyrkja, til að mynda hársnyrtistofa, nuddara og snyrtistofa, verður heimil á ný frá og með 18. nóvember næstkomandi þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina var nýbúin að fá veður af breyttum takmörkunum þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir hádegi. „Ég fagna þessu alveg svakalega og alveg frábært að fá að vita þetta núna í dag þannig að fólk geti farið að skipuleggja sig eftir fjöldatakmörkunum, það verður eitthvað púsluspil,“ segir Lilja. Hún var ekki jafnupplitsdjörf í viðtali við Morgunblaðið í morgun, hvar hún lýsti því að allt væri í lausu lofti hjá hársnyrtum. Tekjufallið algjört og ekkert fast í hendi um mögulegar opnanir. Fólk væri ekki bjartsýnt. Þannig má ætla að fréttir dagsins séu óvænt ánægja. „Algjörlega!“ segir Lilja. „Ég var nú bjartsýn á þriðjudaginn en Mbl hitti einhvern veginn akkúrat svona á mig. Það var erfitt að lesa í ástandið, hvaða lína yrði tekin. En það er bara partí hjá okkur núna, allir rosalega glaðir að geta farið að opna.“ Hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar í rúman mánuð, eða frá 7. október, og á öllu landinu frá 20. október. Lilja segir þennan langa tíma hafa verið hársnyrtum þungbær. „En þetta er bara frábært, ég veit að bransinn mun leggja sig fram við að halda sóttvörnum í lagi, tipla á tánum.“ En má ekki búast við að verði brjálað að gera? „Jú, það er byrjaður að koma jólahugur í fólk. Törnin er að byrja og ég veit að það eru langir biðlistar. Nú reikna ég bara með að fólk byrji að hringja út í sína viðskiptavini, það eru allir mættir við símann og byrjaðir að plana, ekki bara mál viðskiptavina heldur líka starfsmanna. Það er gefið mál að það geta ekki allir verið inni í einu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Landsmenn munu loksins komast í klippingu í næstu viku þegar breyttar kórónuveirutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra boðaði nú í hádeginu taka gildi. Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. Starfsemi einyrkja, til að mynda hársnyrtistofa, nuddara og snyrtistofa, verður heimil á ný frá og með 18. nóvember næstkomandi þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina var nýbúin að fá veður af breyttum takmörkunum þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir hádegi. „Ég fagna þessu alveg svakalega og alveg frábært að fá að vita þetta núna í dag þannig að fólk geti farið að skipuleggja sig eftir fjöldatakmörkunum, það verður eitthvað púsluspil,“ segir Lilja. Hún var ekki jafnupplitsdjörf í viðtali við Morgunblaðið í morgun, hvar hún lýsti því að allt væri í lausu lofti hjá hársnyrtum. Tekjufallið algjört og ekkert fast í hendi um mögulegar opnanir. Fólk væri ekki bjartsýnt. Þannig má ætla að fréttir dagsins séu óvænt ánægja. „Algjörlega!“ segir Lilja. „Ég var nú bjartsýn á þriðjudaginn en Mbl hitti einhvern veginn akkúrat svona á mig. Það var erfitt að lesa í ástandið, hvaða lína yrði tekin. En það er bara partí hjá okkur núna, allir rosalega glaðir að geta farið að opna.“ Hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar í rúman mánuð, eða frá 7. október, og á öllu landinu frá 20. október. Lilja segir þennan langa tíma hafa verið hársnyrtum þungbær. „En þetta er bara frábært, ég veit að bransinn mun leggja sig fram við að halda sóttvörnum í lagi, tipla á tánum.“ En má ekki búast við að verði brjálað að gera? „Jú, það er byrjaður að koma jólahugur í fólk. Törnin er að byrja og ég veit að það eru langir biðlistar. Nú reikna ég bara með að fólk byrji að hringja út í sína viðskiptavini, það eru allir mættir við símann og byrjaðir að plana, ekki bara mál viðskiptavina heldur líka starfsmanna. Það er gefið mál að það geta ekki allir verið inni í einu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
„Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02
Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50