Vaxtaálag bankanna hafi hækkað um mörg hundruð prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 11:31 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Vaxtaálag íslensku bankanna á tilteknum húsnæðislánum hefur hækkað um mörg hundruð prósent, samkvæmt greiningu hagdeildar verkalýðsfélagsins VR sem formaður félagsins birti í dag. Formaðurinn segir lækkun vaxta þannig ekki hafa skilað sér til neytenda. Hann segir VR nú kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. Vextir á húsnæðislánum hafa lækkað talsvert síðustu mánuði. Íslandsbanki hækkaði hins vegar vexti í lok október en ekki hefur verið tilkynnt um vaxtabreytingar hjá hinum stóru bönkunum. Arion banki sagði í svari við fyrirspurn Vísis 26. október að vextir væru ekki til skoðunar að svo stöddu og Landsbankinn sagði sífellt mat lagt á stöðuna. Hagdeild VR vann greiningu á þróun vaxtaálags á húsnæðislánum bankanna að beiðni stjórnar VR og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns. Í niðurstöðum greiningarinnar, sem Ragnar Þór birtir í aðsendri grein á Vísi í dag, kemur fram að þó að vextir á húsnæðislánum hafi lækkað hafi vaxtaálag hækkað undanfarin ár, í sumum tilvikum um mörg hundruð prósent. Þannig sýna meðfylgjandi gröf að vaxtaálag verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum árið 2016 hjá Landsbanka og Arion banka hafi verið í kringum 0,5 prósent. Nú sé álagið hins vegar á bilinu 1,5-2 prósent. Sömu þróun má sjá á vaxtaálagi óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Frekari niðurstöður útreikninga hagdeildar VR má nálgast í heild í grein Ragnars Þórs hér. „Við vissum að bankarnir voru ekki að skila stýrivaxtalækkunum, eða lækkun á fjármagnskostnaði, til neytenda með nægilegum hætti. Við höfðum ekki gert djúpar greiningar á því en síðan þegar Íslandsbanki tilkynnir hækkun vaxta og rökin fyrir því, og nú síðast að bankarnir virðast undirbúa farveginn fyrir vaxtahækkunarfasa, fannst okkur þetta vera í hróplegri mótsögn við þróunina í hagkerfinu og fórum að gera greiningar á þessu,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent og það þrátt fyrir mjög miklar vaxtalækkanir og lækkun bankaskatts. Þessi munur var miklu, miklu meiri en okkur óraði fyrir. Við vissum að hann var mikill en ekki svona mikill.“ Boðar undirbúning dómsmáls Hann bendir á að efnahagur landsins gangi nú í gegnum mikla óvissutíma og niðursveiflu. Samfélagið sé í „mikilli varnarbaráttu“ og honum þyki óábyrgt að bankarnir skuli stíga fram með þessum hætti. „Maður spyr sig, ef það er einhvern tímann lag að reka sig á núlli, jafnvel í eitt ár með tapi eða slíkt, þá kalla ég eftir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína í bönkunum og arðsemiskröfu og sjónarmið þegar hagkerfið er í svona miklum vanda eins og það er í dag, og gefi í rauninni tóninn. Það hlýtur að vera hagur bankanna líka að fólki og fyrirtækjum reiði vel af,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann VR vera að kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. „Við erum að skoða lagalegu hliðina á þessu máli, varðandi skilmála bankanna um breytilega vexti og lög um neytendalán, vexti og verðtryggingu, við erum alvarlega að íhuga að láta til skarar skríða gagnvart bönkunum út af þessari þróun. Og sömuleiðis ef þeir ætla sér að hækka vexti, þá munum við fara yfir það með okkar lögmönnum og láta sverfa til stáls.“ Íslenskir bankar Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Vaxtaálag íslensku bankanna á tilteknum húsnæðislánum hefur hækkað um mörg hundruð prósent, samkvæmt greiningu hagdeildar verkalýðsfélagsins VR sem formaður félagsins birti í dag. Formaðurinn segir lækkun vaxta þannig ekki hafa skilað sér til neytenda. Hann segir VR nú kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. Vextir á húsnæðislánum hafa lækkað talsvert síðustu mánuði. Íslandsbanki hækkaði hins vegar vexti í lok október en ekki hefur verið tilkynnt um vaxtabreytingar hjá hinum stóru bönkunum. Arion banki sagði í svari við fyrirspurn Vísis 26. október að vextir væru ekki til skoðunar að svo stöddu og Landsbankinn sagði sífellt mat lagt á stöðuna. Hagdeild VR vann greiningu á þróun vaxtaálags á húsnæðislánum bankanna að beiðni stjórnar VR og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns. Í niðurstöðum greiningarinnar, sem Ragnar Þór birtir í aðsendri grein á Vísi í dag, kemur fram að þó að vextir á húsnæðislánum hafi lækkað hafi vaxtaálag hækkað undanfarin ár, í sumum tilvikum um mörg hundruð prósent. Þannig sýna meðfylgjandi gröf að vaxtaálag verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum árið 2016 hjá Landsbanka og Arion banka hafi verið í kringum 0,5 prósent. Nú sé álagið hins vegar á bilinu 1,5-2 prósent. Sömu þróun má sjá á vaxtaálagi óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Frekari niðurstöður útreikninga hagdeildar VR má nálgast í heild í grein Ragnars Þórs hér. „Við vissum að bankarnir voru ekki að skila stýrivaxtalækkunum, eða lækkun á fjármagnskostnaði, til neytenda með nægilegum hætti. Við höfðum ekki gert djúpar greiningar á því en síðan þegar Íslandsbanki tilkynnir hækkun vaxta og rökin fyrir því, og nú síðast að bankarnir virðast undirbúa farveginn fyrir vaxtahækkunarfasa, fannst okkur þetta vera í hróplegri mótsögn við þróunina í hagkerfinu og fórum að gera greiningar á þessu,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent og það þrátt fyrir mjög miklar vaxtalækkanir og lækkun bankaskatts. Þessi munur var miklu, miklu meiri en okkur óraði fyrir. Við vissum að hann var mikill en ekki svona mikill.“ Boðar undirbúning dómsmáls Hann bendir á að efnahagur landsins gangi nú í gegnum mikla óvissutíma og niðursveiflu. Samfélagið sé í „mikilli varnarbaráttu“ og honum þyki óábyrgt að bankarnir skuli stíga fram með þessum hætti. „Maður spyr sig, ef það er einhvern tímann lag að reka sig á núlli, jafnvel í eitt ár með tapi eða slíkt, þá kalla ég eftir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína í bönkunum og arðsemiskröfu og sjónarmið þegar hagkerfið er í svona miklum vanda eins og það er í dag, og gefi í rauninni tóninn. Það hlýtur að vera hagur bankanna líka að fólki og fyrirtækjum reiði vel af,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann VR vera að kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. „Við erum að skoða lagalegu hliðina á þessu máli, varðandi skilmála bankanna um breytilega vexti og lög um neytendalán, vexti og verðtryggingu, við erum alvarlega að íhuga að láta til skarar skríða gagnvart bönkunum út af þessari þróun. Og sömuleiðis ef þeir ætla sér að hækka vexti, þá munum við fara yfir það með okkar lögmönnum og láta sverfa til stáls.“
Íslenskir bankar Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira