Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö verkefni á dælubíla síðasta sólarhringinn og var annað þeirra fyrsta kertaskreyting ársins, eins og það er orðað í færslu slökkviliðsins á Facebook.
Það hafði sem sagt kviknað í kertaskreytingu en húsráðendur voru búnir að slökkva og byrjaðir að lofta út þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.
Slökkviliðið fór svo í 95 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Þar af voru tuttugu forgangsverkefni og níu vegna Covid-19.
Góðan daginn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðissins fór 95 sjúkraflutninga síðasta sólahring og þar af voru 20...
Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Thursday, November 12, 2020