„Svo misboðið að ég næ varla utan um það“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 18:25 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/ArnarHalldórs Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal. Í tillögunni er lagt til að konur, sem eru með Evrópska sjúkratryggingakortið, og mega ekki undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hvatti þingmenn til að taka afstöðu með kvenréttindum og gegn valdahyggju. „Og gegn yfirgangi karla yfir líkama kvenna; sem þær eiga sjálfar. Og ráða yfir sjálfar,“ sagði Rósa Björk á Alþingi í dag Tillagan gengin til velferðarnefndar Tillagan er nú gengin til velferðarnefndar og sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að hún þyrfti að fá skjóta afgreiðslu. „Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi skýr vilji þingheims í því hvort hingað eigi að flytja tugþúsundir útlendinga og hlaða á heilbrigðiskerfið. Það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði þetta aukna álag bætast við það sem fyrir sé á spítalanum. „Þar sem 1.000 fóstureyðingar eru fyrir á ári. Fimm á dag, alla daga ársins. Sem mér og mörgum öðrum finnst of mikið,“ sagði Ásmundur. Vísað var til þess í umræðum í dag að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi er framkvæmt utan sjúkrahúss, eða með lyfjainntöku í heimahúsi. Farið var um víðan völl í löngum umræðum. „Það er fullyrt að allar konur, eins og mér skildist það eiginlega, fái létti við að fara í fóstureyðingu. Ég hef enga trú á því. Ekki nokkra trú á því. Það getur ekki verið léttir, en það eru kannski einhverjir sem trúa því,“ sagði Guðmundur Ingi Karlsson, þingmaður Flokks fólksins. Skeytingarleysi gagnvart réttindum kvenna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einungis karlmenn hafa stigið fram og talað með „skeytingarleysi gagnvart virðingu og réttindum kvenna.“ „Mér er svo misboðið að ég næ varla utan um það,“ sagði Þorbjörg. „Við erum stödd í þingsal Alþingis árið 2020. Hlustandi á þessa umræðu finnst mér ástæða til að minna á það. Við eigum þetta samtal um réttindi kvenna í þingsal Alþingis og í landi sem stætir sig af árangri í jafnréttismálum,“ sagði Þorbjörg. Umræður dagsins væru sorglegar. „Sé einhver í vafa um hvort hér séum við að horfa upp á bakslag í jafnréttisbaráttunni, þegar þingmaður á eftir þingmanni kemur upp með þessar röksemdarfærslur sem ég heyri og við munum heyra meira af á eftir, þá hefur þeirri óvissu verið eytt hér á Alþingi í dag.“ Alþingi Þungunarrof Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal. Í tillögunni er lagt til að konur, sem eru með Evrópska sjúkratryggingakortið, og mega ekki undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hvatti þingmenn til að taka afstöðu með kvenréttindum og gegn valdahyggju. „Og gegn yfirgangi karla yfir líkama kvenna; sem þær eiga sjálfar. Og ráða yfir sjálfar,“ sagði Rósa Björk á Alþingi í dag Tillagan gengin til velferðarnefndar Tillagan er nú gengin til velferðarnefndar og sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að hún þyrfti að fá skjóta afgreiðslu. „Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi skýr vilji þingheims í því hvort hingað eigi að flytja tugþúsundir útlendinga og hlaða á heilbrigðiskerfið. Það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði þetta aukna álag bætast við það sem fyrir sé á spítalanum. „Þar sem 1.000 fóstureyðingar eru fyrir á ári. Fimm á dag, alla daga ársins. Sem mér og mörgum öðrum finnst of mikið,“ sagði Ásmundur. Vísað var til þess í umræðum í dag að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi er framkvæmt utan sjúkrahúss, eða með lyfjainntöku í heimahúsi. Farið var um víðan völl í löngum umræðum. „Það er fullyrt að allar konur, eins og mér skildist það eiginlega, fái létti við að fara í fóstureyðingu. Ég hef enga trú á því. Ekki nokkra trú á því. Það getur ekki verið léttir, en það eru kannski einhverjir sem trúa því,“ sagði Guðmundur Ingi Karlsson, þingmaður Flokks fólksins. Skeytingarleysi gagnvart réttindum kvenna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einungis karlmenn hafa stigið fram og talað með „skeytingarleysi gagnvart virðingu og réttindum kvenna.“ „Mér er svo misboðið að ég næ varla utan um það,“ sagði Þorbjörg. „Við erum stödd í þingsal Alþingis árið 2020. Hlustandi á þessa umræðu finnst mér ástæða til að minna á það. Við eigum þetta samtal um réttindi kvenna í þingsal Alþingis og í landi sem stætir sig af árangri í jafnréttismálum,“ sagði Þorbjörg. Umræður dagsins væru sorglegar. „Sé einhver í vafa um hvort hér séum við að horfa upp á bakslag í jafnréttisbaráttunni, þegar þingmaður á eftir þingmanni kemur upp með þessar röksemdarfærslur sem ég heyri og við munum heyra meira af á eftir, þá hefur þeirri óvissu verið eytt hér á Alþingi í dag.“
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira