Byrjunarlið Íslands fyrir stórleikinn gegn Ungverjum er klárt. Leikurinn er hreinn og beinn úrslitaleikur um hvort liðið fer á Evrópumótið sem fram fer næsta sumar.
Segja má að „gamla bandið“ sé á sínum stað en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, fer fyrir liðinu að venju. Gylfi Þór Sigurðsson er þar fyrir framan á meðan Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson sjá um að glíma við sóknarmenn Ungverja.
Fari svo að Raggi eða Kári nái ekki að stöðva sóknir heimamanna þá er Hannes Þór Halldórsson á sínum stað í markinu. Guðlaugur Victor Pálsson er í hægri bakverði og Rúnar Már Sigurjónsson kemur inn á miðja miðjuna á meðan Birkir Bjarnason færist út á vinstri vænginn þar sem Arnór Ingvi Traustason var er við mættum Rúmeníu.
Byrjunarlið Íslands í Ungverjalandi:
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson
Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon
Miðvörður: Ragnar Sigurðsson
Miðvörður: Kári Árnason
Hægri kantmaður: Jóhann Berg Guðmundsson
Vinstri kantmaður: Birkir Bjarnason
Miðjumaður: Aron Einar Gunnrsson (Fyrirliði)
Miðjumaður: Rúnar Már Sigurjónsson
Sóknartengiliður: Gylfi Þór Sigurðsson
Framherji: Alfreð Finnbogason
Byrjunarlið Íslands er svona gegn Ungverjum!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 12, 2020
This is how we start tonight against Hungary in the @EURO2020 Playoffs final!#fyririsland pic.twitter.com/Wc79BBGWK5