Fékk að hanna litasett frá virtasta framleiðanda heims og tileinkaði því öllu Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2020 07:00 Gunnar fór með vini sínum Almari Snæ Agnesarsyni út til Kína á síðasta ári. „Það má í raun segja að þetta hafi byrjað í Kína. Ég lenti í öðru sæti í keppni í Kína og það hljómar svo sem ekkert rosalega merkilegt þangað til að maður hugsar að það eru 6 milljón skráðir flúrarar,“ segir húðflúrarinn Gunnar Valdimarsson sem hafnaði í öðru sæti í virtri tattoo-keppni sem haldin var í Kína á síðasta ári. Í kjölfarið fékk Gunnar að hanna litasett frá virtasta tattoo litaframleiðanda heims, Intenze. Það tækifæri fékk hann eftir þátttöku sína í keppninni. Um þrjú hundruð flúrarar tóku þátt í umræddri ráðstefnu sem ber heitið Shanghai Tattoo Convention en í Kína eru til að mynda sex milljón skráðir flúrarar og reyna þeir flestir að komast að á ráðstefnunni. Aðeins nokkrum erlendum aðilum er boðið og var Gunnar meðal þeirra. Hann segir að nýlega hafi síðan forsvarsmenn Intenze haft samband við sig. „Þeir vildu að ég hannaði litasett og ég hugsaði lengi hvort ég ætti að gera eitthvað spennandi eða eitthvað með mikið notagildi. Það seinna varð fyrir valinu. Ég ákvað svo að heiðra landið sem ég er frá þar sem mér þykir svo vænt um Ísland. Litirnir heita því eftir því.” Öll nöfnin með skýrskotun í Ísland. Litina er nú hægt að fá alls staðar í heiminum. „Ég er búinn að vera sponsaður af þeim í nokkur ár. Mér fannst það nú nægur árangur sem slíkur en svo að það sé litasett með mínu nafni á er svona ákveðinn milestone. Það hafa ekki verið margir í gegnum tíðina sem hlotið hafa þann heiður þannig að það má segja að þetta setji smá arfleifðina á ákveðinn stall.” Í miðjum heimsfaraldri fór Gunnar að gera málverk og segir hann að það hafi opnað enn frekar fyrir sköpun hans og flæði. Gunnar er með færustu flúrurum landsins og greinilega með þeim færustu í heimi. „Það er eins og ég hafi tekið smá stökk eftir það já. Þannig að maður er alltaf að bæta sig. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er búin að vera talsverð ferð upp á við frá því að ég byrjaði fyrir um tíu árum síðan. Ég hlakka bara til að sjá hvað kemur næst.“ Sérstakur verðlaunagripur fyrir 2. sætið. Gunnar segir að ferðin til Kína hafi verið mögnuð. „Þetta var mikil upplifun og gaman að hafa náð þangað áður en allt fór í steik. Fyndnasta fannst mér að konan sem varð í fyrsta sæti vildi ólm fá tattoo frá mér. Ég náði því ekki því miður en ég sagði henni að þetta ætti í raun að vera öfugt þar sem hún vann. En hún er frá Shanghai og hún var indæl.” Kína Tengdar fréttir Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
„Það má í raun segja að þetta hafi byrjað í Kína. Ég lenti í öðru sæti í keppni í Kína og það hljómar svo sem ekkert rosalega merkilegt þangað til að maður hugsar að það eru 6 milljón skráðir flúrarar,“ segir húðflúrarinn Gunnar Valdimarsson sem hafnaði í öðru sæti í virtri tattoo-keppni sem haldin var í Kína á síðasta ári. Í kjölfarið fékk Gunnar að hanna litasett frá virtasta tattoo litaframleiðanda heims, Intenze. Það tækifæri fékk hann eftir þátttöku sína í keppninni. Um þrjú hundruð flúrarar tóku þátt í umræddri ráðstefnu sem ber heitið Shanghai Tattoo Convention en í Kína eru til að mynda sex milljón skráðir flúrarar og reyna þeir flestir að komast að á ráðstefnunni. Aðeins nokkrum erlendum aðilum er boðið og var Gunnar meðal þeirra. Hann segir að nýlega hafi síðan forsvarsmenn Intenze haft samband við sig. „Þeir vildu að ég hannaði litasett og ég hugsaði lengi hvort ég ætti að gera eitthvað spennandi eða eitthvað með mikið notagildi. Það seinna varð fyrir valinu. Ég ákvað svo að heiðra landið sem ég er frá þar sem mér þykir svo vænt um Ísland. Litirnir heita því eftir því.” Öll nöfnin með skýrskotun í Ísland. Litina er nú hægt að fá alls staðar í heiminum. „Ég er búinn að vera sponsaður af þeim í nokkur ár. Mér fannst það nú nægur árangur sem slíkur en svo að það sé litasett með mínu nafni á er svona ákveðinn milestone. Það hafa ekki verið margir í gegnum tíðina sem hlotið hafa þann heiður þannig að það má segja að þetta setji smá arfleifðina á ákveðinn stall.” Í miðjum heimsfaraldri fór Gunnar að gera málverk og segir hann að það hafi opnað enn frekar fyrir sköpun hans og flæði. Gunnar er með færustu flúrurum landsins og greinilega með þeim færustu í heimi. „Það er eins og ég hafi tekið smá stökk eftir það já. Þannig að maður er alltaf að bæta sig. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er búin að vera talsverð ferð upp á við frá því að ég byrjaði fyrir um tíu árum síðan. Ég hlakka bara til að sjá hvað kemur næst.“ Sérstakur verðlaunagripur fyrir 2. sætið. Gunnar segir að ferðin til Kína hafi verið mögnuð. „Þetta var mikil upplifun og gaman að hafa náð þangað áður en allt fór í steik. Fyndnasta fannst mér að konan sem varð í fyrsta sæti vildi ólm fá tattoo frá mér. Ég náði því ekki því miður en ég sagði henni að þetta ætti í raun að vera öfugt þar sem hún vann. En hún er frá Shanghai og hún var indæl.”
Kína Tengdar fréttir Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00