Feðgarnir Gummi Ben og Albert í skemmtilegu innslagi hjá UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 13:11 Guðmundur Benediktsson ræðir son sinn Albert í myndbandinu og þá staðreynd að hann er nú kominn í íslenska A-landsliðið. Skjámynd/Yotube/UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hitaði upp fyrir umspilsleik Íslands og Ungverjalands í kvöld með skemmtilegu innslagi um fótboltafeðgana Guðmundur Benediktsson og Albert GUðmundsson. Guðmundur og Albert munu báðir koma að leiknum mikilvæga á móti Ungverjum í kvöld þar sem íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á Evrópumótið næsta sumar. Albert verður væntanlega á varamannabekknum tilbúinn að koma inn á völlinn en Gummi Ben mun lýsa leiknum fyrir Íslendinga á Stöð 2 Sport. Það styttist í stóru stundina!Ísland og Ungverjaland mætast kl. 19:45 í dag í úrslitaleik um sæti á EM 2020! Hér er smá upphitun fyrir leikinn frá UEFA.A feature from UEFA´s EQ TV show before the big match today!#fyririslandhttps://t.co/Sr9azXQltO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 12, 2020 „Ég ætlaði að verða heimsfrægur knattspyrnumaður en í staðinn varð ég heimsfrægur fyrir að vera klikkaði lýsandinn,“ sagði Guðmundur Benediktsson í viðtalinu. Gummi Ben sló náttúrulega í gegn þegar hann missti sig við að lýsa sigurleikjum á móti Austurríki og Englandi á Evrópumótinu sumarið 2016. Í myndbandinu er rifjuð upp saga þessara miklu knattspyrnufjölskyldu en langafi Alberts Guðmundssonar og nafni var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í einni af stóru deildunum í Evrópu. Albert var líka sá fyrsti sem skoraði fyrir íslenska landsliðið. Guðmundur Benediktsson skoraði sjálfur í fyrsta landsleik sínum aðeins nítján ára gamall en var eins óheppinn með meiðsli og menn geta orðið. Þetta fyrsta mark hans á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum er sýnt í myndbandinu en að skoraði hann á Laugardalsvellinum 30. ágúst 1994 og tryggði Íslandi þá 1-0 sigur. Hitt landsliðsmark Guðmundar á móit Kýpyr árið 1996 er einnig sýnt. Það er viðtal við bæði Guðmund og Albert en það er líka sýndar myndir af Alberti þegar hann var mjög ungur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega innslag með fótboltafeðgunum. watch on YouTube EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hitaði upp fyrir umspilsleik Íslands og Ungverjalands í kvöld með skemmtilegu innslagi um fótboltafeðgana Guðmundur Benediktsson og Albert GUðmundsson. Guðmundur og Albert munu báðir koma að leiknum mikilvæga á móti Ungverjum í kvöld þar sem íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á Evrópumótið næsta sumar. Albert verður væntanlega á varamannabekknum tilbúinn að koma inn á völlinn en Gummi Ben mun lýsa leiknum fyrir Íslendinga á Stöð 2 Sport. Það styttist í stóru stundina!Ísland og Ungverjaland mætast kl. 19:45 í dag í úrslitaleik um sæti á EM 2020! Hér er smá upphitun fyrir leikinn frá UEFA.A feature from UEFA´s EQ TV show before the big match today!#fyririslandhttps://t.co/Sr9azXQltO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 12, 2020 „Ég ætlaði að verða heimsfrægur knattspyrnumaður en í staðinn varð ég heimsfrægur fyrir að vera klikkaði lýsandinn,“ sagði Guðmundur Benediktsson í viðtalinu. Gummi Ben sló náttúrulega í gegn þegar hann missti sig við að lýsa sigurleikjum á móti Austurríki og Englandi á Evrópumótinu sumarið 2016. Í myndbandinu er rifjuð upp saga þessara miklu knattspyrnufjölskyldu en langafi Alberts Guðmundssonar og nafni var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í einni af stóru deildunum í Evrópu. Albert var líka sá fyrsti sem skoraði fyrir íslenska landsliðið. Guðmundur Benediktsson skoraði sjálfur í fyrsta landsleik sínum aðeins nítján ára gamall en var eins óheppinn með meiðsli og menn geta orðið. Þetta fyrsta mark hans á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum er sýnt í myndbandinu en að skoraði hann á Laugardalsvellinum 30. ágúst 1994 og tryggði Íslandi þá 1-0 sigur. Hitt landsliðsmark Guðmundar á móit Kýpyr árið 1996 er einnig sýnt. Það er viðtal við bæði Guðmund og Albert en það er líka sýndar myndir af Alberti þegar hann var mjög ungur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega innslag með fótboltafeðgunum. watch on YouTube
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira