Þrettándi leikmaðurinn sem Liverpool liðið missir í meiðsli eða veikindi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 09:30 Virgil van Dijk verður lengi frá en það eru fullt af öðrum leikmönnum Liverpool á meiðslalistanum. Getty/John Powell Enski landsliðsmiðvörðurinn Joe Gomez bættist í gær í hóp þeirra fjölmörgu leikmanna Englandsmeistara sem hafa meiðst eða veikst á þessu tímabili. Það eru bara liðnir þrír mánuður af titilvörninni hjá Liverpool en meiðslavandræði liðsins ætla engan endi að taka. Meiðslavandræðin í vörninni gætu reynst erfið fyrir Jürgen Klopp að leysa ekki síst eftir fréttir gærdagsins. Joe Gomez meiddist þá á hné á landsliðsæfingu og Telegraph sagði frá því að leikmaðurinn sjálfur óttist það að hann verði lengi frá keppni. Liverpool er þegar búið að missa miðvörðinn Virgil van Dijk í krossbandsslit. Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu stóran hluta leikjanna á titiltímabilinu og Joe Gomez hafði fengið stærra hlutverk eftir að hollenski landsliðsmiðvörðurinn datt út. Liverpool þurfti ekki að glíma mikið við meiðsli lykilmanna á síðasta tímabili sem kom sér vel þegar liðið endaði þriggja áratuga bið eftir enska meistaratitlinum. Titilvörnin hefur aftur á móti verið ein stór meiðslamartröð. Alisson Van Dijk Gomez Matip Fabinho Alexander-Arnold Thiago Oxlade-Chamberlain Henderson Keita Mane Tsimikas Shaqirihttps://t.co/0rTBgnzI2A— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Liverpool liðið hefur nú misst þrettán leikmenn á tímabilinu í meiðsli eða kórónuveiruveikindi. Það er því farið að reyna all verulega á breiddina í leikmannahópi Jürgen Klopp. Jürgen Klopp hefur kallað eftir því að það verði aftur leyfðar fimm skiptingar enda er álagið mjög mikið á leikmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það þykir nokkuð ljóst að mikill fjöldi meiðsla sé afleiðing miklu meira álags á þessum leikmönnum en álagið var nú ekki lítið fyrir. Kórónuveiran hefur hins vegar þjappað tímabilinu enn meira saman og leikmennirnir eru sem dæmi farnir að spila þrjá leiki í landsleikjaglugganum. Leikmennirnir sem Liverpool liðið hefur misst í meiðsli og veikindi eru Virgil van Dijk, Thiago Alcantara, Fabinho, Joel Matip, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Alex Oxlade-Chamberlain, Alisson Becker, Jordan Henderson, Naby Keita, Kostas Tsimikas, Sadio Mane og Xherdan Shaqiri. Joel Matip er byrjaður aftur að spila eins og þeir Alisson, Henderson, Keita, Tsimikas, Mane og Shaqiri. Virgil van Dijk verður frá út tímabilið og Thiago Alcantara hefur heldur ekkert spilað eftir Everton leikinn. Fabinho er líka ennþá frá og Alex Oxlade-Chamberlain hefur verið meiddur í langan tíma. Mieðsli þeirra Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru svo ný af nálinni. Það lítur út fyrir að aðeins þeir Mo Salah, Roberto Firmino, Andy Robertson, Gini Wijnaldum og Diogo Jota hafi verið heilir allan tímann af aðallliðsmönnum liðsins. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Enski landsliðsmiðvörðurinn Joe Gomez bættist í gær í hóp þeirra fjölmörgu leikmanna Englandsmeistara sem hafa meiðst eða veikst á þessu tímabili. Það eru bara liðnir þrír mánuður af titilvörninni hjá Liverpool en meiðslavandræði liðsins ætla engan endi að taka. Meiðslavandræðin í vörninni gætu reynst erfið fyrir Jürgen Klopp að leysa ekki síst eftir fréttir gærdagsins. Joe Gomez meiddist þá á hné á landsliðsæfingu og Telegraph sagði frá því að leikmaðurinn sjálfur óttist það að hann verði lengi frá keppni. Liverpool er þegar búið að missa miðvörðinn Virgil van Dijk í krossbandsslit. Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu stóran hluta leikjanna á titiltímabilinu og Joe Gomez hafði fengið stærra hlutverk eftir að hollenski landsliðsmiðvörðurinn datt út. Liverpool þurfti ekki að glíma mikið við meiðsli lykilmanna á síðasta tímabili sem kom sér vel þegar liðið endaði þriggja áratuga bið eftir enska meistaratitlinum. Titilvörnin hefur aftur á móti verið ein stór meiðslamartröð. Alisson Van Dijk Gomez Matip Fabinho Alexander-Arnold Thiago Oxlade-Chamberlain Henderson Keita Mane Tsimikas Shaqirihttps://t.co/0rTBgnzI2A— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Liverpool liðið hefur nú misst þrettán leikmenn á tímabilinu í meiðsli eða kórónuveiruveikindi. Það er því farið að reyna all verulega á breiddina í leikmannahópi Jürgen Klopp. Jürgen Klopp hefur kallað eftir því að það verði aftur leyfðar fimm skiptingar enda er álagið mjög mikið á leikmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það þykir nokkuð ljóst að mikill fjöldi meiðsla sé afleiðing miklu meira álags á þessum leikmönnum en álagið var nú ekki lítið fyrir. Kórónuveiran hefur hins vegar þjappað tímabilinu enn meira saman og leikmennirnir eru sem dæmi farnir að spila þrjá leiki í landsleikjaglugganum. Leikmennirnir sem Liverpool liðið hefur misst í meiðsli og veikindi eru Virgil van Dijk, Thiago Alcantara, Fabinho, Joel Matip, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Alex Oxlade-Chamberlain, Alisson Becker, Jordan Henderson, Naby Keita, Kostas Tsimikas, Sadio Mane og Xherdan Shaqiri. Joel Matip er byrjaður aftur að spila eins og þeir Alisson, Henderson, Keita, Tsimikas, Mane og Shaqiri. Virgil van Dijk verður frá út tímabilið og Thiago Alcantara hefur heldur ekkert spilað eftir Everton leikinn. Fabinho er líka ennþá frá og Alex Oxlade-Chamberlain hefur verið meiddur í langan tíma. Mieðsli þeirra Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru svo ný af nálinni. Það lítur út fyrir að aðeins þeir Mo Salah, Roberto Firmino, Andy Robertson, Gini Wijnaldum og Diogo Jota hafi verið heilir allan tímann af aðallliðsmönnum liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira