Bjarki Már, Ómar Ingi og Viggó allir markahæstir en enginn vann leik | Löwen á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 21:15 Viggó í baráttunni gegn Rhein-Neckar Löwen í vetur. Marco Wolf/Getty Images Alls voru þrír Íslendingar markahæstir hjá liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Enginn þeirra landaði þó sigri í kvöld. Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo töpuðu á heimavelli fyrir Balingen-Weilstetten, lokatölur 26-32. Viggó Kristjánsson, Elvar Ásgeirsson og liðsfélagar þeirra í Stuttgart heimsóttu Erlangen. Þar máttu þeir þola níu marka tap, lokatölur 34-25. Að lokum töpuðu þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson er Magdeburg lá gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, lokatölur 31-33. Bjarki Már var allt í öllu í liði Lemgo í kvöld er Balingen-Weilstetten kom í heimsókn. Bjarki virtist hins vegar einn á móti rest en hann fékk litla hjálp frá samherjum sínum. Lemgo var sex mörkum undir í hálfleik, staðan þá 10-16. Tókst þeim ekki að brúa bilið í síðari hálfleik og munurinn enn sex mörk er flautað var til leiksloka, lokatölur 26-32. Skoraði Oddur Gretarsson tvö mörk í liði Balingen í kvöld en þetta var þeirra fyrsti sigur á tímabilinu. Alls skoraði Bjarki tíu af 26 mörkum Lemgo í kvöld. Er liðið sem stendur í 7. sæti að loknum sjö leikjum. Leikur Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen var nokkuð spennandi en gestirnir voru þó alltaf sterkari aðilinn. Voru þeir þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-18. Heimamenn náðu aðeins að klóra í bakkann en er leiknum lauk var munurinn þó enn tvö mörk, lokatölur 31-33 Löwen í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk í leiknum fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir eitt. Ýmir Örn komst ekki á blað hjá Löwen en hann nældi sér þó í gult spjald. Alexander Petersson var ekki í leikmannahóp Löwen í kvöld. Ýmir og Alexander eru sem fyrr á toppi deildarinnar. Á sama tíma er Magdeburg í 6. sæti og Stuttgart þar fyrir ofan. Viggó var allt í öllu að venju í sóknarleik Stuttgart en líkt og hjá Bjarka þá gekk samherjum hans ekkert að þenja netmöskvana er liðið mætti Erlangen á útivelli. Það er í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 16-16. Í þeim síðari gekk allt upp hjá Erlangen sem skoraði hvert markið á fætur öðru og fór það svo að Erlangen vann níu marka sigur, lokatölur 34-25. Viggó skoraði sex mörk í leiknum á meðan Elvar komst ekki á blað. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
Alls voru þrír Íslendingar markahæstir hjá liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Enginn þeirra landaði þó sigri í kvöld. Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo töpuðu á heimavelli fyrir Balingen-Weilstetten, lokatölur 26-32. Viggó Kristjánsson, Elvar Ásgeirsson og liðsfélagar þeirra í Stuttgart heimsóttu Erlangen. Þar máttu þeir þola níu marka tap, lokatölur 34-25. Að lokum töpuðu þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson er Magdeburg lá gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, lokatölur 31-33. Bjarki Már var allt í öllu í liði Lemgo í kvöld er Balingen-Weilstetten kom í heimsókn. Bjarki virtist hins vegar einn á móti rest en hann fékk litla hjálp frá samherjum sínum. Lemgo var sex mörkum undir í hálfleik, staðan þá 10-16. Tókst þeim ekki að brúa bilið í síðari hálfleik og munurinn enn sex mörk er flautað var til leiksloka, lokatölur 26-32. Skoraði Oddur Gretarsson tvö mörk í liði Balingen í kvöld en þetta var þeirra fyrsti sigur á tímabilinu. Alls skoraði Bjarki tíu af 26 mörkum Lemgo í kvöld. Er liðið sem stendur í 7. sæti að loknum sjö leikjum. Leikur Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen var nokkuð spennandi en gestirnir voru þó alltaf sterkari aðilinn. Voru þeir þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-18. Heimamenn náðu aðeins að klóra í bakkann en er leiknum lauk var munurinn þó enn tvö mörk, lokatölur 31-33 Löwen í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk í leiknum fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir eitt. Ýmir Örn komst ekki á blað hjá Löwen en hann nældi sér þó í gult spjald. Alexander Petersson var ekki í leikmannahóp Löwen í kvöld. Ýmir og Alexander eru sem fyrr á toppi deildarinnar. Á sama tíma er Magdeburg í 6. sæti og Stuttgart þar fyrir ofan. Viggó var allt í öllu að venju í sóknarleik Stuttgart en líkt og hjá Bjarka þá gekk samherjum hans ekkert að þenja netmöskvana er liðið mætti Erlangen á útivelli. Það er í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 16-16. Í þeim síðari gekk allt upp hjá Erlangen sem skoraði hvert markið á fætur öðru og fór það svo að Erlangen vann níu marka sigur, lokatölur 34-25. Viggó skoraði sex mörk í leiknum á meðan Elvar komst ekki á blað.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira