Algjört heimsóknarbann í rúma fimm mánuði og ein tölva til afnota Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:30 Dæmi eru um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin sín frá upphafi faraldursins vegna strangra ráðstafana í fangelsunum. Formaður Afstöðu segir reglurnar þær ströngustu á Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga eða 5,2 mánuði frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Í opnum fangelsum hefur heimsóknarbann verið í samtals 128 daga, eða 4,3 mánuði. Fangar hafa eina tölvu saman til afnota til þess að tala við vini og ættingja í gegnum Skype. „Þetta er ein tölva sem er engan veginn nóg, engan veginn ásættanlegt og heldur ekki mjög Covid-vænt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið lýsti yfir vantrausti á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Fangelsismálastofnun á sunnudag og sagði fangelsisyfirvöld hafa brugðist öllum loforðum um fyrirheit í fangelsismálum. Grimmilegar kvaðir hafi verið lagðar á fangelsi landsins og að dæmi séu um að fangar hafi varla fengið að hitta aðstandendur sína mánuðum saman. Áslaug Arna sagði í samtali við fréttastofu í gær að vantraustsyfirlýsingin væri heldur langsótt. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða og höfum gert. Við höfum horft til Norðurlandanna í þeim efnum þannig að þessi vantraustsyfirlýsing er nú langsótt,“ sagði hún. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, furðar sig á því að fangelsisyfirvöld telji nóg að fangar fái eina tölvu saman til afnota til þess að nota Skype. Guðmundur Ingi vill meina að staðan hér sé mun verri en á Norðurlöndunum. „Það er engin stofnun á Íslandi eða á Norðurlöndunum sem hefur haft það harðar aðgerðir og lokanir,“ segir hann. „Fangavist á Íslandi hefur aldrei verið þungbærari en í dag og allt þetta ár og það þarf að finna úrræði til að létta á henni til þess að menn komi ekki verr út en þeir komu inn, vegna þess að afleiðingarnar af því eru bara í fleiri glæpum og endurkomum í fangelsin, sem þýðir meiri kostnaður. Yfirvöld þurfa að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur og lýsir aðstæðum sem algjörri einangrunarvist sem hafi mikil áhrif á geðheilsu fólks. Dæmi séu um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin nánast allt þetta ár. Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga frá upphafi faraldursins. Tilslakanir hafa verið gerðar í samtals 79 daga á árinu, en þá mátti fangi fá eina heimsókn á viku, frá einni og sömu manneskjunni. Þar af var tveggja metra reglan í gildi í fjórtán daga, sem þýddi að fangar máttu ekki nálgast heimsóknargest sinn. Í opnu fangelsunum að Sogni og Kvíabryggju hefur verið heimsóknarbann í 128 daga eða 4,3 mánuði. Opið hefur verið fyrir heimsóknir í samtals 51 dag. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32 Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga eða 5,2 mánuði frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Í opnum fangelsum hefur heimsóknarbann verið í samtals 128 daga, eða 4,3 mánuði. Fangar hafa eina tölvu saman til afnota til þess að tala við vini og ættingja í gegnum Skype. „Þetta er ein tölva sem er engan veginn nóg, engan veginn ásættanlegt og heldur ekki mjög Covid-vænt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið lýsti yfir vantrausti á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Fangelsismálastofnun á sunnudag og sagði fangelsisyfirvöld hafa brugðist öllum loforðum um fyrirheit í fangelsismálum. Grimmilegar kvaðir hafi verið lagðar á fangelsi landsins og að dæmi séu um að fangar hafi varla fengið að hitta aðstandendur sína mánuðum saman. Áslaug Arna sagði í samtali við fréttastofu í gær að vantraustsyfirlýsingin væri heldur langsótt. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða og höfum gert. Við höfum horft til Norðurlandanna í þeim efnum þannig að þessi vantraustsyfirlýsing er nú langsótt,“ sagði hún. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, furðar sig á því að fangelsisyfirvöld telji nóg að fangar fái eina tölvu saman til afnota til þess að nota Skype. Guðmundur Ingi vill meina að staðan hér sé mun verri en á Norðurlöndunum. „Það er engin stofnun á Íslandi eða á Norðurlöndunum sem hefur haft það harðar aðgerðir og lokanir,“ segir hann. „Fangavist á Íslandi hefur aldrei verið þungbærari en í dag og allt þetta ár og það þarf að finna úrræði til að létta á henni til þess að menn komi ekki verr út en þeir komu inn, vegna þess að afleiðingarnar af því eru bara í fleiri glæpum og endurkomum í fangelsin, sem þýðir meiri kostnaður. Yfirvöld þurfa að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur og lýsir aðstæðum sem algjörri einangrunarvist sem hafi mikil áhrif á geðheilsu fólks. Dæmi séu um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin nánast allt þetta ár. Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga frá upphafi faraldursins. Tilslakanir hafa verið gerðar í samtals 79 daga á árinu, en þá mátti fangi fá eina heimsókn á viku, frá einni og sömu manneskjunni. Þar af var tveggja metra reglan í gildi í fjórtán daga, sem þýddi að fangar máttu ekki nálgast heimsóknargest sinn. Í opnu fangelsunum að Sogni og Kvíabryggju hefur verið heimsóknarbann í 128 daga eða 4,3 mánuði. Opið hefur verið fyrir heimsóknir í samtals 51 dag.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32 Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32
Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58