„Það er bara ekkert hægt að standa í þessu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2020 11:55 Tryggvi Gunnarsson sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Vísir Umboðsmaður Alþingis segir þingmenn þurfa að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun, þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Upptöku af fundinum má finna á vef Alþingis. Umboðsmaður Alþingis Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32 Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42 Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08 Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir þingmenn þurfa að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun, þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Upptöku af fundinum má finna á vef Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32 Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42 Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08 Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32
Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42
Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08
Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44