Fara fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu íbúðarhúsnæði hælisleitenda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 19:00 Velferðasvið Reykjavíkurborgar fer fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu húsnæði þar sem fjöldi fólks sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi býr, þar á meðal 13 börn. Framkvæmdastjóri á velferðasviði segir eignaumsýslu borgarinnar hafa sagt húsnæðið í lagi. Við sögðum frá því fyrir helgi að fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi hefur frá 2017 búið í húsnæði í Reykjavík sem ungbarnaleikskóli fluttu úr árið 2016 vegna raka og skemmda. Sama ár skoðaði Efla húsið og gerði margvíslegar athugasemdir vegna raka og mögulegrar myglu og lagði til að úttekt yrði gerð á því. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir vegna rakaskemmda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðaði húsið árið 2015 eða þegar ungbarnaleikskólinn var þar og í úttekt kom fram að rakaskemmdir væri víða og þyrfti að lagfæra. Þá þyrfti að lagfæra ytra byrði hússins. Reykjavíkurborg sér um að þjónusta fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi samkvæmt þjónustusamningi við Útlendingastofnun. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að árið 2017 hafi sviðið óskað eftir húsnæði fyrir þennan hóp fólks. Eignaumsýsla borgarinnar sem sjái um húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar hafi þá útvegað umrætt húsnæði með því fororði að búið væri að endurnýja það og það væri hæft til búsetu. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að annað hvort verði húsnæðið lagað strax eða nýtt húsnæði verði útvegað fyrir starfsemina. Vísir/Egill „Við fengum þá þær upplýsingar að Reykjavíkurborg væri búin að taka húsnæðið í gegn og það væri búið að koma því í það ástand að það væri útleigjanlegt,“ segir Sigþrúður. Hún segir að ljósi þess hafi velferðarsvið tekið húsnæðið í notkun og nú búa þar alls 23 einstaklingar sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, þar af 13 börn. Ef þetta er ekki í lagi þurfum við annað húsnæði „Þegar við tókum svo húsið í notkun árið 2017 fengum við ábendingar frá starfsmönnum um að það væri ennþá eitt og annað sem þyrfti að laga eins og gluggakarmar sem væru flestir ónýtir. Eignaumsýsla borgarinnar var látin vita en því miður vantar ennþá uppá lagfæringar. Við teljum mjög brýnt að ástand hússins verði kannað með sérfræðingum í raka og mygluskemmdum og að við fáum úttekt á því hvað eða hvort hægt er að koma þessu í viðunandi horf. Það er brýnt að þetta verði lagfært núna ef ekki þá þurfum við annað og betra húsnæði fyrir fólkið sem þarna býr,“ segir Sigþrúður. Hælisleitendur Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Velferðasvið Reykjavíkurborgar fer fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu húsnæði þar sem fjöldi fólks sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi býr, þar á meðal 13 börn. Framkvæmdastjóri á velferðasviði segir eignaumsýslu borgarinnar hafa sagt húsnæðið í lagi. Við sögðum frá því fyrir helgi að fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi hefur frá 2017 búið í húsnæði í Reykjavík sem ungbarnaleikskóli fluttu úr árið 2016 vegna raka og skemmda. Sama ár skoðaði Efla húsið og gerði margvíslegar athugasemdir vegna raka og mögulegrar myglu og lagði til að úttekt yrði gerð á því. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir vegna rakaskemmda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðaði húsið árið 2015 eða þegar ungbarnaleikskólinn var þar og í úttekt kom fram að rakaskemmdir væri víða og þyrfti að lagfæra. Þá þyrfti að lagfæra ytra byrði hússins. Reykjavíkurborg sér um að þjónusta fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi samkvæmt þjónustusamningi við Útlendingastofnun. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að árið 2017 hafi sviðið óskað eftir húsnæði fyrir þennan hóp fólks. Eignaumsýsla borgarinnar sem sjái um húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar hafi þá útvegað umrætt húsnæði með því fororði að búið væri að endurnýja það og það væri hæft til búsetu. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að annað hvort verði húsnæðið lagað strax eða nýtt húsnæði verði útvegað fyrir starfsemina. Vísir/Egill „Við fengum þá þær upplýsingar að Reykjavíkurborg væri búin að taka húsnæðið í gegn og það væri búið að koma því í það ástand að það væri útleigjanlegt,“ segir Sigþrúður. Hún segir að ljósi þess hafi velferðarsvið tekið húsnæðið í notkun og nú búa þar alls 23 einstaklingar sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, þar af 13 börn. Ef þetta er ekki í lagi þurfum við annað húsnæði „Þegar við tókum svo húsið í notkun árið 2017 fengum við ábendingar frá starfsmönnum um að það væri ennþá eitt og annað sem þyrfti að laga eins og gluggakarmar sem væru flestir ónýtir. Eignaumsýsla borgarinnar var látin vita en því miður vantar ennþá uppá lagfæringar. Við teljum mjög brýnt að ástand hússins verði kannað með sérfræðingum í raka og mygluskemmdum og að við fáum úttekt á því hvað eða hvort hægt er að koma þessu í viðunandi horf. Það er brýnt að þetta verði lagfært núna ef ekki þá þurfum við annað og betra húsnæði fyrir fólkið sem þarna býr,“ segir Sigþrúður.
Hælisleitendur Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30