Vill skoða hvort hægt sé að fjölga veiðidögum í desember Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 14:22 Formaður Skotveiðifélags Íslands Skotvís segir að rjúpnaveiðar snúist um miklu meira en að skjóta fugla. Vísir/Vilhelm Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða. Rjúpnastofninn er í náttúrulegri lægð en óveðrið mikla síðasta vetur setti strik í reikninginn auk þess sem kuldakastið fyrir norðan í júlí bætti gráu ofan á svart. Áki Ármann Jónsson, formaður skotveiðifélagsins Skotvís, segir að ástandið sé skást suðvestan til. „Það má eiginlega segja að veiðitímabilið hafi farið af stað eins og við var búist. Það er lítið af rjúpu á Norðvesturlandi og Norðausturlandi og sæmilegt á Austurlandi. Staðan er síðan fín á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum.“ En eru jafn margar rjúpnaveiðiskyttur á ferli og í venjulegu árferði? „Það er mun rólegra yfir þessu, það er auðsjáanlegt. Það er „lókal“ fólkið sem er að fara til veiða og ekki mikill straumur út úr Reykjavík. Menn eru að fara eftir tilmælum frá Víði um að takmarka ferðalög.“ Áki hefur brýnt fyrir félagsmönnum skotveiðifélagsins mikilvægi þess að fara eftir tilmælum almannavarna. „Hjá okkar félagsmönnum, sem telja sirka helming skotveiðimanna, þá hafa menn verið mjög ákveðnir í því að fara eftir fyrirmælum. Menn ferðuðust innanhúss um síðustu helgi og ég geri nú ekki ráð fyrir að margir skotveiðimenn hafi farið þá til veiða, það var beinlínis ætlast til þess að menn heldu sig innandyra.“ Áki vill skoða hvort hægt verði að bæta inn fleiri veiðidögum í desember sem sárabót fyrir skotveiðimenn. Rjúpnaveiðar snúist um svo miklu meira en bara að skjóta að fugla. „Þetta lyftir upp sálinni. Það veitir ekki af því á þessum tímum. Þetta snýst ekki bara um að fara út að skjóta einhverja fugla, heldur um upplifunina af veiðunum sjálfum, ganga um náttúru Íslands í fallegu veðri. Þótt maður veiði ekki neitt þá er maður búinn að lyfta sálinni upp töluvert margar hæðir við það,“ sagði Áki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Tengdar fréttir Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða. Rjúpnastofninn er í náttúrulegri lægð en óveðrið mikla síðasta vetur setti strik í reikninginn auk þess sem kuldakastið fyrir norðan í júlí bætti gráu ofan á svart. Áki Ármann Jónsson, formaður skotveiðifélagsins Skotvís, segir að ástandið sé skást suðvestan til. „Það má eiginlega segja að veiðitímabilið hafi farið af stað eins og við var búist. Það er lítið af rjúpu á Norðvesturlandi og Norðausturlandi og sæmilegt á Austurlandi. Staðan er síðan fín á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum.“ En eru jafn margar rjúpnaveiðiskyttur á ferli og í venjulegu árferði? „Það er mun rólegra yfir þessu, það er auðsjáanlegt. Það er „lókal“ fólkið sem er að fara til veiða og ekki mikill straumur út úr Reykjavík. Menn eru að fara eftir tilmælum frá Víði um að takmarka ferðalög.“ Áki hefur brýnt fyrir félagsmönnum skotveiðifélagsins mikilvægi þess að fara eftir tilmælum almannavarna. „Hjá okkar félagsmönnum, sem telja sirka helming skotveiðimanna, þá hafa menn verið mjög ákveðnir í því að fara eftir fyrirmælum. Menn ferðuðust innanhúss um síðustu helgi og ég geri nú ekki ráð fyrir að margir skotveiðimenn hafi farið þá til veiða, það var beinlínis ætlast til þess að menn heldu sig innandyra.“ Áki vill skoða hvort hægt verði að bæta inn fleiri veiðidögum í desember sem sárabót fyrir skotveiðimenn. Rjúpnaveiðar snúist um svo miklu meira en bara að skjóta að fugla. „Þetta lyftir upp sálinni. Það veitir ekki af því á þessum tímum. Þetta snýst ekki bara um að fara út að skjóta einhverja fugla, heldur um upplifunina af veiðunum sjálfum, ganga um náttúru Íslands í fallegu veðri. Þótt maður veiði ekki neitt þá er maður búinn að lyfta sálinni upp töluvert margar hæðir við það,“ sagði Áki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Tengdar fréttir Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52
Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25
Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39