Segja Fernandes hafa hellt sér yfir vansvefta Greenwood Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 11:00 Bruno Fernandes og Mason Greenwood hita upp fyrir leik með Manchester United. Getty/Matthew Peters Áhyggjur eru af því innan raða Manchester United að sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood leggi sig ekki nógu mikið fram á æfingum liðsins. Bruno Fernandes mun hafa látið hann heyra það á föstudaginn. Greenwood var óvænt ekki í leikmannahópi United þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Talið var að hann yrði jafnvel í byrjunarliðinu eftir að hafa aðeins spilað í 15 mínútur í Meistaradeildarleik þremur dögum fyrr. Ole Gunnar Solskjær sagði að Greenwood hefði ekki verið með gegn Everton vegna þess að hann hefði verið veikur. Samkvæmt enska blaðinu The Times var ástæðan hins vegar slök frammistaða táningsins á æfingu. Neikvæðar fréttir eftir Íslandsför Greenwood var samkvæmt The Times svo slakur á æfingu síðasta föstudag að á endanum hellti Bruno Fernandes sér yfir hann fyrir framan alla á æfingasvæðinu. Greenwood mun hafa fengið viðvörun í október eftir að hafa mætt of seint á æfingu, og hann hefur einnig átt í vandræðum utan vallar eins og Íslendingar muna sjálfsagt. Greenwood og Phil Foden brutu sóttvarnalög á Íslandi í ferð með enska landsliðinu, þegar þeir hittu íslenskar stelpur á hóteli sínu í september. Í sama mánuði birtust myndir af Greenwood að neyta hláturgass. Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi í september. Hann var sendur beint heim frá Íslandi eftir að upp komst um brot hans á sóttvarnalögum.VÍSIR/GETTY Greenwood er ekki í enska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki á komandi dögum, þar á meðal gegn Íslandi 18. nóvember. Óvissa er reyndar um þann leik þar sem að sóttvarnalög í Bretlandi koma í veg fyrir að íslenska liðið geti ferðast frá Danmörku til Englands í leikinn. Solskjær er í Daily Mail sagður vonast til að geta komið Greenwood í rétta gírinn á Carrington æfingasvæðinu. Hjá félaginu hafi menn hins vegar áhyggjur af líferni þessa 19 ára gamla leikmanns, sérstaklega af því að hann sofi ekki nægilega mikið. Greenwood kom við sögu í 31 deildarleik á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta alvöru leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 10 mörk í þessum leikjum og stimplaði sig rækilega inn, eftir að hafa verið United-maður frá 6 ára aldri. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Áhyggjur eru af því innan raða Manchester United að sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood leggi sig ekki nógu mikið fram á æfingum liðsins. Bruno Fernandes mun hafa látið hann heyra það á föstudaginn. Greenwood var óvænt ekki í leikmannahópi United þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Talið var að hann yrði jafnvel í byrjunarliðinu eftir að hafa aðeins spilað í 15 mínútur í Meistaradeildarleik þremur dögum fyrr. Ole Gunnar Solskjær sagði að Greenwood hefði ekki verið með gegn Everton vegna þess að hann hefði verið veikur. Samkvæmt enska blaðinu The Times var ástæðan hins vegar slök frammistaða táningsins á æfingu. Neikvæðar fréttir eftir Íslandsför Greenwood var samkvæmt The Times svo slakur á æfingu síðasta föstudag að á endanum hellti Bruno Fernandes sér yfir hann fyrir framan alla á æfingasvæðinu. Greenwood mun hafa fengið viðvörun í október eftir að hafa mætt of seint á æfingu, og hann hefur einnig átt í vandræðum utan vallar eins og Íslendingar muna sjálfsagt. Greenwood og Phil Foden brutu sóttvarnalög á Íslandi í ferð með enska landsliðinu, þegar þeir hittu íslenskar stelpur á hóteli sínu í september. Í sama mánuði birtust myndir af Greenwood að neyta hláturgass. Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi í september. Hann var sendur beint heim frá Íslandi eftir að upp komst um brot hans á sóttvarnalögum.VÍSIR/GETTY Greenwood er ekki í enska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki á komandi dögum, þar á meðal gegn Íslandi 18. nóvember. Óvissa er reyndar um þann leik þar sem að sóttvarnalög í Bretlandi koma í veg fyrir að íslenska liðið geti ferðast frá Danmörku til Englands í leikinn. Solskjær er í Daily Mail sagður vonast til að geta komið Greenwood í rétta gírinn á Carrington æfingasvæðinu. Hjá félaginu hafi menn hins vegar áhyggjur af líferni þessa 19 ára gamla leikmanns, sérstaklega af því að hann sofi ekki nægilega mikið. Greenwood kom við sögu í 31 deildarleik á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta alvöru leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 10 mörk í þessum leikjum og stimplaði sig rækilega inn, eftir að hafa verið United-maður frá 6 ára aldri.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira