Rekja stórbruna í Hrísey til vinnu kvöldið áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 14:38 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey að morgni 28. maí. Steinar Ólafsson Líklegast þykir að eldur sem kviknaði í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey í lok maí síðastliðnum hafi kviknað út frá glóð sem barst í pappa og plast í húsinu. Vinna við suðu hafði staðið yfir í frystihúsinu nokkru áður en eldurinn kom upp og er glóðin rakin til þeirrar vinnu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Fiskvinnsla Hríseyjar Seafood brann til kaldra kola í eldsvoðanum að morgni 28. maí, sem lýst hefur verið sem sannkölluðum stórbruna. Tjón var gríðarlegt, bæði efnis- og tilfinningalegt fyrir íbúa í eynni og eigendur fiskvinnslunnar. Eldfimt efni og búnaður í húsinu gerði slökkviliðsmönnum jafnframt erfitt fyrir á vettvangi. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum sé á lokametrunum. Skýrslur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það sem ályktað hafði verið í sumar. „Þeir finna ekkert í gögnum sem staðfesta að rafmagn hafi komið þarna að. Þeir telja líklegast að um sé að ræða slys og byggja það á frásögnum vitna um atvik, hvar eldurinn kemur upp,“ segir Bergur. Líklegasta skýringin sé að glóð hafi borist í pappa og plast. „Sem síðan hefur komið upp eldur í. Það var verið að vinna við suðu þarna um kvöldið, nokkurn tíma áður en eldur kom upp, og farið glóð úr því.“ Eldurinn kom þannig að öllum líkindum upp af mannavöldum – en af gáleysi. Út frá gögnum málsins reiknar Bergur með að rannsókninni verði hreinlega hætt og engar ákærur gefnar út. Stórbruni í Hrísey Lögreglumál Akureyri Hrísey Tengdar fréttir Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51 Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48 Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Líklegast þykir að eldur sem kviknaði í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey í lok maí síðastliðnum hafi kviknað út frá glóð sem barst í pappa og plast í húsinu. Vinna við suðu hafði staðið yfir í frystihúsinu nokkru áður en eldurinn kom upp og er glóðin rakin til þeirrar vinnu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Fiskvinnsla Hríseyjar Seafood brann til kaldra kola í eldsvoðanum að morgni 28. maí, sem lýst hefur verið sem sannkölluðum stórbruna. Tjón var gríðarlegt, bæði efnis- og tilfinningalegt fyrir íbúa í eynni og eigendur fiskvinnslunnar. Eldfimt efni og búnaður í húsinu gerði slökkviliðsmönnum jafnframt erfitt fyrir á vettvangi. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum sé á lokametrunum. Skýrslur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það sem ályktað hafði verið í sumar. „Þeir finna ekkert í gögnum sem staðfesta að rafmagn hafi komið þarna að. Þeir telja líklegast að um sé að ræða slys og byggja það á frásögnum vitna um atvik, hvar eldurinn kemur upp,“ segir Bergur. Líklegasta skýringin sé að glóð hafi borist í pappa og plast. „Sem síðan hefur komið upp eldur í. Það var verið að vinna við suðu þarna um kvöldið, nokkurn tíma áður en eldur kom upp, og farið glóð úr því.“ Eldurinn kom þannig að öllum líkindum upp af mannavöldum – en af gáleysi. Út frá gögnum málsins reiknar Bergur með að rannsókninni verði hreinlega hætt og engar ákærur gefnar út.
Stórbruni í Hrísey Lögreglumál Akureyri Hrísey Tengdar fréttir Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51 Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48 Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51
Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48
Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19