Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 14:31 Óljóst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðinu eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland. vísir/hulda margrét Enn ríkir óvissa um það hvort enska landsliðið geti tekið á móti því íslenska í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk sem ferðast frá Danmörku að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Bretlands. Ísland á að mæta Danmörku í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, og svo Englandi 18. nóvember. „Við erum að bíða eftir upplýsingum frá UEFA. Við höfum ekki fengið að vita annað en það að málið sé í höndum ríkisstjórnar Bretlands,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Ef ekki verði hægt að spila í Englandi sé sá möguleiki til staðar að færa leikinn til annars lands. UEFA býður upp á fjögur lönd til að spila í á „hlutlausum velli“, en það eru Grikkland, Kýpur, Pólland og Ungverjaland, þar sem Ísland spilar einmitt á fimmtudagskvöld. Enska götublaðið The Sun segir að fari svo að leikurinn verði færður út fyrir England sé Grikkland líklegasti kosturinn þar sem að ekki sé krafa um sóttkví fyrir þá sem komi frá Grikklandi til Englands. Blaðið segir jafnframt að upp á því hafi verið stungið við UEFA að leikur Danmerkur og Íslands verði færður til Grikklands, svo íslenska landsliðið eigi ekki í vandræðum með að komast til Englands. Það gæti hugnast Dönum sem þá gætu fengið til sín leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Ef ekki tekst að spila leik Englands og Íslands, vegna sóttvarnareglna Englendinga, verður Íslandi úrskurðaður 3-0 sigur. Ensku félögin banna fjórum Íslendingum að fara til Danmerkur Ensku félagsliðin Everton, Burnley, Arsenal og Millwall hafa öll haft samband við KSÍ og lýst áhyggjum sínum af því að íslenskir landsliðsmenn þeirra fari til Danmerkur. Að óbreyttu fá þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson því ekki að fara með til Danmerkur, eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland um sæti á EM. Félögin hafa rétt á að banna landsliðsmönnum að fara í verkefni sem hafa í för með sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví, samkvæmt farsóttarreglum sem FIFA setti í haust. Þannig hafa orðið miklar breytingar á landsliðum Danmerkur og Svíþjóðar vegna reglnanna í Englandi, en þjóðirnar mætast í vináttulandsleik á fimmtudaginn. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15 Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Enn ríkir óvissa um það hvort enska landsliðið geti tekið á móti því íslenska í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk sem ferðast frá Danmörku að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Bretlands. Ísland á að mæta Danmörku í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, og svo Englandi 18. nóvember. „Við erum að bíða eftir upplýsingum frá UEFA. Við höfum ekki fengið að vita annað en það að málið sé í höndum ríkisstjórnar Bretlands,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Ef ekki verði hægt að spila í Englandi sé sá möguleiki til staðar að færa leikinn til annars lands. UEFA býður upp á fjögur lönd til að spila í á „hlutlausum velli“, en það eru Grikkland, Kýpur, Pólland og Ungverjaland, þar sem Ísland spilar einmitt á fimmtudagskvöld. Enska götublaðið The Sun segir að fari svo að leikurinn verði færður út fyrir England sé Grikkland líklegasti kosturinn þar sem að ekki sé krafa um sóttkví fyrir þá sem komi frá Grikklandi til Englands. Blaðið segir jafnframt að upp á því hafi verið stungið við UEFA að leikur Danmerkur og Íslands verði færður til Grikklands, svo íslenska landsliðið eigi ekki í vandræðum með að komast til Englands. Það gæti hugnast Dönum sem þá gætu fengið til sín leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Ef ekki tekst að spila leik Englands og Íslands, vegna sóttvarnareglna Englendinga, verður Íslandi úrskurðaður 3-0 sigur. Ensku félögin banna fjórum Íslendingum að fara til Danmerkur Ensku félagsliðin Everton, Burnley, Arsenal og Millwall hafa öll haft samband við KSÍ og lýst áhyggjum sínum af því að íslenskir landsliðsmenn þeirra fari til Danmerkur. Að óbreyttu fá þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson því ekki að fara með til Danmerkur, eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland um sæti á EM. Félögin hafa rétt á að banna landsliðsmönnum að fara í verkefni sem hafa í för með sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví, samkvæmt farsóttarreglum sem FIFA setti í haust. Þannig hafa orðið miklar breytingar á landsliðum Danmerkur og Svíþjóðar vegna reglnanna í Englandi, en þjóðirnar mætast í vináttulandsleik á fimmtudaginn. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15 Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01
Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15