Hafa hvorki getað rætt við ökumann né farþega Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 13:32 Bíllinn alelda á vettvangi slyssins á föstudag. Karl og kona sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í Öxnadal í Hörgársveit á föstudag liggja enn mikið slösuð á sjúkrahúsi. Lögregla hefur ekki getað rætt við fólkið síðan slysið varð en vonast er til þess að vitnisburður þess geti varpað ljósi á tildrög slyssins. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsóknin á slysinu miði að því að taka út vettvanginn, sem spanni mjög langa vegalengd í þessu tilviki. Þrívíddarskanni sé notaður til þess. Þá taki við eftirvinnsla á gögnum lögreglu og tæknideildar, auk þess sem bíllinn sjálfur verður rannsakaður. „Þetta mun taka dálítinn tíma því að staðan í dag er þannig að við getum hvorki rætt við ökumann né farþega,“ segir Bergur. Vitnisburður þeirra muni vonandi varpa bestu ljósi á tildrög slyssins. Að svo stöddu sé ekki hægt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina. Greint var frá því um helgina að fólkið, maður og kona á þrítugsaldri, hefði slasast alvarlega í slysinu og verið lagt inn á gjörgæslu. Bergur hefur ekki upplýsingar um hvort fólkið liggi enn á gjörgæslu en segir það mikið slasað; með fjöláverka en þó ekki í lífshættu. Slysið varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Syðri-Bægisá í Öxnadal í Hörgársveit rétt fyrir klukkan hálf þrjú á föstudag. Samkvæmt ummerkjum á á vettvangi var bifreiðinni ekið til norðurs en hafnaði síðan út af veginum og valt nokkrar veltur. Við það kom eldur upp í henni og varð hún fljótt alelda. Manninum tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltina og þurfti að hjálpa henni út. Þau voru svo bæði flutt með sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Lögreglumál Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Karl og kona sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í Öxnadal í Hörgársveit á föstudag liggja enn mikið slösuð á sjúkrahúsi. Lögregla hefur ekki getað rætt við fólkið síðan slysið varð en vonast er til þess að vitnisburður þess geti varpað ljósi á tildrög slyssins. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsóknin á slysinu miði að því að taka út vettvanginn, sem spanni mjög langa vegalengd í þessu tilviki. Þrívíddarskanni sé notaður til þess. Þá taki við eftirvinnsla á gögnum lögreglu og tæknideildar, auk þess sem bíllinn sjálfur verður rannsakaður. „Þetta mun taka dálítinn tíma því að staðan í dag er þannig að við getum hvorki rætt við ökumann né farþega,“ segir Bergur. Vitnisburður þeirra muni vonandi varpa bestu ljósi á tildrög slyssins. Að svo stöddu sé ekki hægt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina. Greint var frá því um helgina að fólkið, maður og kona á þrítugsaldri, hefði slasast alvarlega í slysinu og verið lagt inn á gjörgæslu. Bergur hefur ekki upplýsingar um hvort fólkið liggi enn á gjörgæslu en segir það mikið slasað; með fjöláverka en þó ekki í lífshættu. Slysið varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Syðri-Bægisá í Öxnadal í Hörgársveit rétt fyrir klukkan hálf þrjú á föstudag. Samkvæmt ummerkjum á á vettvangi var bifreiðinni ekið til norðurs en hafnaði síðan út af veginum og valt nokkrar veltur. Við það kom eldur upp í henni og varð hún fljótt alelda. Manninum tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltina og þurfti að hjálpa henni út. Þau voru svo bæði flutt með sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.
Lögreglumál Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56