Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 08:15 Pierre-Emile Højbjerg var með Dönum gegn Íslendingum á Laugardalsvelli í október en verður ekki með á sunnudaginn, og ólíklegt verður að teljast að Gylfi Þór Sigurðsson verði með. vísir/vilhelm Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er á meðal níu leikmanna sem kallaðir hafa verið inn í danska landsliðshópinn í fótbolta fyrir komandi leiki við Svíþjóð, Ísland og Belgíu. Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, þarf að spjara sig án sjö leikmanna sem spila með breskum liðum. Ástæðan er sóttvarnareglur sem tóku gildi í Bretlandi um helgina sem skylda alla sem koma frá Danmörku til að fara í sóttkví, eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist í dönskum minkum. Gylfi og Jóhann heim eftir Ungverjaleik? Danmörk og Ísland mætast í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni næsta sunnudag. Ljóst er að afar ólíklegt er að þeir Íslendingar sem spila með enskum liðum verði með þar. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson. Allir eru þeir í hópnum sem mætir Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudaginn. Ísland mætir svo Danmörku og ætti svo að mæta Englandi á Wembley 18. nóvember, en hugsanlega þarf að færa þann leik á hlutlausan völl vegna nýju sóttvarnareglanna í Bretlandi. FIFA gaf félagsliðum tímabundið leyfi í haust til að hafna því að leikmenn þeirra fari í landsliðsverkefni hafi það í för með sér að þeir verði að fara í fimm daga sóttkví við komu til landsins sem spilað er í, eða við heimkomu. Við komu til Englands frá Danmörku þarf að fara í 14 daga sóttkví. Schmeichel, Christensen og Højbjerg ekki með Dönsku leikmennirnir sem skipt hefur verið út eru þeir Kasper Schmeichel úr Leicester, Jonas Lössl úr Everton, Andreas Christensen úr Chelsea, Jannik Vestergaard úr Southampton, Henrik Dalsgaard úr Brentford, Mathias Jensen úr Brentford, og Pierre-Emile Højbjerg úr Tottenham. Hjulmand hefur kallað inn níu leikmenn í sinn hóp og þar á meðal er eins og fyrr segir Alexander Scholz, sem gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik. Scholz leikur í dag með dönsku meisturunum í Midtjylland en þessi 28 ára miðvörður lék með Stjörnunni árið 2012. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira
Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er á meðal níu leikmanna sem kallaðir hafa verið inn í danska landsliðshópinn í fótbolta fyrir komandi leiki við Svíþjóð, Ísland og Belgíu. Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, þarf að spjara sig án sjö leikmanna sem spila með breskum liðum. Ástæðan er sóttvarnareglur sem tóku gildi í Bretlandi um helgina sem skylda alla sem koma frá Danmörku til að fara í sóttkví, eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist í dönskum minkum. Gylfi og Jóhann heim eftir Ungverjaleik? Danmörk og Ísland mætast í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni næsta sunnudag. Ljóst er að afar ólíklegt er að þeir Íslendingar sem spila með enskum liðum verði með þar. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson. Allir eru þeir í hópnum sem mætir Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudaginn. Ísland mætir svo Danmörku og ætti svo að mæta Englandi á Wembley 18. nóvember, en hugsanlega þarf að færa þann leik á hlutlausan völl vegna nýju sóttvarnareglanna í Bretlandi. FIFA gaf félagsliðum tímabundið leyfi í haust til að hafna því að leikmenn þeirra fari í landsliðsverkefni hafi það í för með sér að þeir verði að fara í fimm daga sóttkví við komu til landsins sem spilað er í, eða við heimkomu. Við komu til Englands frá Danmörku þarf að fara í 14 daga sóttkví. Schmeichel, Christensen og Højbjerg ekki með Dönsku leikmennirnir sem skipt hefur verið út eru þeir Kasper Schmeichel úr Leicester, Jonas Lössl úr Everton, Andreas Christensen úr Chelsea, Jannik Vestergaard úr Southampton, Henrik Dalsgaard úr Brentford, Mathias Jensen úr Brentford, og Pierre-Emile Højbjerg úr Tottenham. Hjulmand hefur kallað inn níu leikmenn í sinn hóp og þar á meðal er eins og fyrr segir Alexander Scholz, sem gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik. Scholz leikur í dag með dönsku meisturunum í Midtjylland en þessi 28 ára miðvörður lék með Stjörnunni árið 2012.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira