Hér sést hvernig briminu tókst að girða stöðuvatnið frá hafinu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2020 21:54 Svona leit malarkamburinn við Kollavíkurvatn út í dag. Hérna var skarðið fram á síðustu helgi. Sjá má hvalshræið sem tvær þústir til vinstri í vatninu við Mölina. Mynd/Vigdís Sigurðardóttir Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það og loka því. Ljósmyndir sem Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, tók í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu. Skarðið, eins og það var áður, sást vel í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Það var í illviðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu jól, dagana 10. og 11. desember, sem skarðið rofnaði. Um leið opnaðist leið fyrir saltan sjó til að flæða inn í Kollavíkurvatn sem við það breyttist úr stöðuvatni í sjávarlón. Mölin séð frá bænum Borgum í dag. Ekkert skarð sést lengur. Langanes út við sjóndeildarhringinn.Vigdís Sigurðardóttir Tveir bæir eru við vatnið, Kollavík og Borgir. Báðir njóta hlunninda af silungsveiði, sem óttast var að myndi spillast vegna þess sem bændurnir lýstu sem náttúruhamförum. Það var svo síðastliðinn þriðjudag, eftir stífa norðan- og norðvestanátt dagana á undan, sem bændurnir sáu að skarðið hafði lokast. Að sögn Vigdísar virðist það hafa gerst um eða eftir síðustu helgi. Skarðið síðastliðið sumar. Til hægri má sjá búrhvalshræið. Fjær sést í bæina Borgir og Kollavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ sagði hún um þessi umskipti náttúrunnar. Þegar eiginmaður hennar, Eiríkur Kristjánsson, og sonur þeirra, Sigurður Eiríksson, fóru að ströndinni á miðvikudag sýndist þeim að þar sem skarðið var áður væri malarkamburinn orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Myndirnar sem Vigdís tók í dag sýna vel hvernig briminu hefur tekist að loka skarðinu. Hér var skarðið þar sem sjórinn streymdi inn og út. Sjá má glitta í búrhvalshræið ofarlega fyrir miðri mynd. Vigdís Sigurðardóttir Það er sennilega ekki oft sem frést hefur af hvalreka inni í stöðuvatni en það gerðist þarna síðastliðið vor. Það var í apríl sem dauður búrhvalur sást á reki inni í Kollavíkurvatni en álykta má að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið. Hvalshræið er ennþá á þeim stað þar sem það strandaði við Mölina innanverða. Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14 Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það og loka því. Ljósmyndir sem Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, tók í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu. Skarðið, eins og það var áður, sást vel í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Það var í illviðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu jól, dagana 10. og 11. desember, sem skarðið rofnaði. Um leið opnaðist leið fyrir saltan sjó til að flæða inn í Kollavíkurvatn sem við það breyttist úr stöðuvatni í sjávarlón. Mölin séð frá bænum Borgum í dag. Ekkert skarð sést lengur. Langanes út við sjóndeildarhringinn.Vigdís Sigurðardóttir Tveir bæir eru við vatnið, Kollavík og Borgir. Báðir njóta hlunninda af silungsveiði, sem óttast var að myndi spillast vegna þess sem bændurnir lýstu sem náttúruhamförum. Það var svo síðastliðinn þriðjudag, eftir stífa norðan- og norðvestanátt dagana á undan, sem bændurnir sáu að skarðið hafði lokast. Að sögn Vigdísar virðist það hafa gerst um eða eftir síðustu helgi. Skarðið síðastliðið sumar. Til hægri má sjá búrhvalshræið. Fjær sést í bæina Borgir og Kollavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ sagði hún um þessi umskipti náttúrunnar. Þegar eiginmaður hennar, Eiríkur Kristjánsson, og sonur þeirra, Sigurður Eiríksson, fóru að ströndinni á miðvikudag sýndist þeim að þar sem skarðið var áður væri malarkamburinn orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Myndirnar sem Vigdís tók í dag sýna vel hvernig briminu hefur tekist að loka skarðinu. Hér var skarðið þar sem sjórinn streymdi inn og út. Sjá má glitta í búrhvalshræið ofarlega fyrir miðri mynd. Vigdís Sigurðardóttir Það er sennilega ekki oft sem frést hefur af hvalreka inni í stöðuvatni en það gerðist þarna síðastliðið vor. Það var í apríl sem dauður búrhvalur sást á reki inni í Kollavíkurvatni en álykta má að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið. Hvalshræið er ennþá á þeim stað þar sem það strandaði við Mölina innanverða.
Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14 Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30