Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2020 22:14 Svona var skarðið í júlímánuði í sumar. Það opnaðist skömmu fyrir síðustu jól með þeim afleiðingum að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Skarðið virðist núna hafa lokast á ný. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bændur á bænum Borgum í Kollavík tóku eftir því fyrr í vikunni að skarðið hafði lokast á ný. Telja þeir að það hafi gerst í hvassri norðanátt um eða eftir síðustu helgi. Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Skarðið í Mölina er búið að lokast. Það hefur gerst um eða eftir helgina,“ segir Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum. Hún sagði feðgana á bænum, eiginmann sinn og son, hafa farið í fyrradag að ströndinni til að ganga úr skugga um að sjávarkamburinn hefði lokast. Þeim hafi sýnst að þar sem skarðið var áður hafi malarkamburinn verið orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girti áður Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir fjórum árum. Núna virðist Mölin hafa færst til fyrra horfs.Mynd/Christopher Taylor. „Það var norðan og norðvestan hvassviðri bæði á sunnudag og mánudag. Okkur sýndist þetta á þriðjudagsmorgun að þetta væri lokað,“ segir Vigdís. „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ segir hún. Skarðið myndaðist í illviðrinu sem gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember. Bændurnir á bæjunum við vatnið, Kollavík og Borgum, óttuðust að silungsveiðin myndi spillast við það að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Það virðist þó ekki hafa gerst í sumar. Fjórum mánuðum seinna, í apríl í vor, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauðan búrhval rak inn í Kollavíkurvatn. Hann strandaði síðan á innanverðum malarkambinum. „Hvalurinn er að verða lélegur, eiginlega dottinn í sundur, en er samt þarna þar sem hann var,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bændur á bænum Borgum í Kollavík tóku eftir því fyrr í vikunni að skarðið hafði lokast á ný. Telja þeir að það hafi gerst í hvassri norðanátt um eða eftir síðustu helgi. Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Skarðið í Mölina er búið að lokast. Það hefur gerst um eða eftir helgina,“ segir Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum. Hún sagði feðgana á bænum, eiginmann sinn og son, hafa farið í fyrradag að ströndinni til að ganga úr skugga um að sjávarkamburinn hefði lokast. Þeim hafi sýnst að þar sem skarðið var áður hafi malarkamburinn verið orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girti áður Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir fjórum árum. Núna virðist Mölin hafa færst til fyrra horfs.Mynd/Christopher Taylor. „Það var norðan og norðvestan hvassviðri bæði á sunnudag og mánudag. Okkur sýndist þetta á þriðjudagsmorgun að þetta væri lokað,“ segir Vigdís. „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ segir hún. Skarðið myndaðist í illviðrinu sem gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember. Bændurnir á bæjunum við vatnið, Kollavík og Borgum, óttuðust að silungsveiðin myndi spillast við það að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Það virðist þó ekki hafa gerst í sumar. Fjórum mánuðum seinna, í apríl í vor, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauðan búrhval rak inn í Kollavíkurvatn. Hann strandaði síðan á innanverðum malarkambinum. „Hvalurinn er að verða lélegur, eiginlega dottinn í sundur, en er samt þarna þar sem hann var,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31
Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13