Arftaki Kristjáns setti á áfengisbann Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 16:01 Kim Ekdahl du Rietz fékk sér í tána á EM ásamt þremur liðsfélögum sínum, og var um það fjallað í sænskum miðlum. Getty/ANDREAS HILLERGREN Sænska karlalandsliðið í handbolta hefur nú fengið skýrar reglur um það að leikmenn megi ekki neyta áfengis á meðan að þeir eru í landsliðsverkefnum. Fjórir leikmenn sænska liðsins báðust afsökunar í janúar, eftir að til þeirra sást drekka áfengi á bar í Malmö, á miðju Evrópumóti. Svíar, sem þá léku undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru á leið í milliriðil í keppninni þar sem þeir töpuðu svo fyrir Portúgal og Noregi en unnu Ungverjaland og Ísland. Um var að ræða lykilmenn í sænska liðinu, þá Jim Gottfridsson, Andreas Nilsson, Lukas Nilsson og Kim Ekdahl du Rietz. „Ég er vonsvikinn með það sem gerðist en leikmennirnir báðust afsökunar fyrir framan allan hópinn og sögðu að þetta myndi ekki gerast aftur,“ sagði Kristján. Du Rietz sagðist eftir mótið aldrei hafa skilið það sem svo að sérstakar reglur giltu um áfengisneyslu leikmanna. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið í fyrsta skiptið sem hann fengi sér vínglas með félögum sínum í landsliðinu. Glenn Solberg tók við sem þjálfari sænska landsliðsins eftir mótið og sagðist í viðtali við Sportbladet leggja mikið upp úr því að menn hefðu rétt hugarfar, innan sem utan vallar. Sænska landsliðið er nú saman í fyrsta sinn eftir EM, vegna leikja í undankeppni næsta EM, og reglurnar eru skýrar: „Það er engin áfengisneysla leyfð og þetta á við um öll verkefni sænska handknattleikssambandsins og öll landsliðin,“ segir Tobias Karlsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og nýr liðsstjóri Svía. Þó sé mögulegt fyrir þjálfarann að gera undanþágu frá reglunni við viss tilefni, en það sé í algjörum undantekningartilvikum. Þetta hafi raunar verið stefnan lengi, en nú sé málið skýrt. EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Sænska karlalandsliðið í handbolta hefur nú fengið skýrar reglur um það að leikmenn megi ekki neyta áfengis á meðan að þeir eru í landsliðsverkefnum. Fjórir leikmenn sænska liðsins báðust afsökunar í janúar, eftir að til þeirra sást drekka áfengi á bar í Malmö, á miðju Evrópumóti. Svíar, sem þá léku undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru á leið í milliriðil í keppninni þar sem þeir töpuðu svo fyrir Portúgal og Noregi en unnu Ungverjaland og Ísland. Um var að ræða lykilmenn í sænska liðinu, þá Jim Gottfridsson, Andreas Nilsson, Lukas Nilsson og Kim Ekdahl du Rietz. „Ég er vonsvikinn með það sem gerðist en leikmennirnir báðust afsökunar fyrir framan allan hópinn og sögðu að þetta myndi ekki gerast aftur,“ sagði Kristján. Du Rietz sagðist eftir mótið aldrei hafa skilið það sem svo að sérstakar reglur giltu um áfengisneyslu leikmanna. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið í fyrsta skiptið sem hann fengi sér vínglas með félögum sínum í landsliðinu. Glenn Solberg tók við sem þjálfari sænska landsliðsins eftir mótið og sagðist í viðtali við Sportbladet leggja mikið upp úr því að menn hefðu rétt hugarfar, innan sem utan vallar. Sænska landsliðið er nú saman í fyrsta sinn eftir EM, vegna leikja í undankeppni næsta EM, og reglurnar eru skýrar: „Það er engin áfengisneysla leyfð og þetta á við um öll verkefni sænska handknattleikssambandsins og öll landsliðin,“ segir Tobias Karlsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og nýr liðsstjóri Svía. Þó sé mögulegt fyrir þjálfarann að gera undanþágu frá reglunni við viss tilefni, en það sé í algjörum undantekningartilvikum. Þetta hafi raunar verið stefnan lengi, en nú sé málið skýrt.
EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti