Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2020 12:42 Ásmundur Friðriksson í pontu Alþingis. Hann segist efast um að heilbrigðiskerfið ráði við að sinna erlendum konum sem hingað kæmu í þungunarrof. Aðrir þingmenn saka hann um að tala gegn réttindum kvenna. Vísir/Vilhelm Þingmenn sem styðja þingsályktun um að erlendar konur geti komið hingað til lands til þungunarrofs brugðust ókvæða við gagnrýni Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á frumvarpið á Alþingi í morgun. Hann segir frumvarpið kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. En kveikjan að frumvarpinu er ekki hvað síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi? Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp í umræðum um störf þingsins í morgun. Hann sagði átján flutningsmenn þingsályktunarinnar ekki hafa miklar áhyggjur af álaginu á heilbrigðiskerfið að þessu sinni eins og oft áður. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk gagnrýndi þingmanninn fyrir að taka þetta mál upp undir liðnum störf þingsins án þess að óska eftir því að eiga orðastað við hana um málið . Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis undir þá gagnrýni og þingmenn sem styðja þingsályktunina brugðust harkalega við málflutningi Ásmundar. Andrés telur Ásmund tala gegn rétti kvenna „Ólíkt því sem kom fram í máli þingmannsins hér í störfum þingsins þá snýst þetta ekki um ást hans á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þetta snýst um andstöðu hans við rétt kvenna til þungunarrofs,” sagði Andrés utan flokka. Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tóku undir þetta. „Hann er að reyna að afvegaleiða umræðuna eingöngu vegna þess að hann var á móti frumvarpi hæstvirts ráðherra varðandi þungunarrof. Sem var samþykkt var hér af meirihluta alþingismanna,“ sagði Helga Vala. Formaður Viðreisnar lætur hart mæta hörðu Þorgerður Katrín sagði Ásmund og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast á sveif með poppulískum öflum í öðrum löndum sem vildu skerða réttindi kvenna. Íslendingar þyrftu að gæta að því að rödd þeirra heyrðist þegar kæmi að lýðræði og mannréttindum. „Það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á hér í dag. Að Sjálfstæðisflokkurinn með Ásmund Friðriksson sem andstæðing réttinda kvenna til þungunarrofs er að hasla sér völl í ríkari mæli í íslensku samfélagi. Gott og vel. Þá verður þeim líka mætt. Þá verður þeim líka svarað,“ sagði Þorgerður Katrín. Þingsályktun Rósu Bjarkar og sautján annarra þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki og Flokki Fólksins ásamt Ólafi Þór Gunnarssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur þingmönnum Vinstri grænna verður rædd á Alþingi síðar í dag. Þungunarrof Alþingi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Þingmenn sem styðja þingsályktun um að erlendar konur geti komið hingað til lands til þungunarrofs brugðust ókvæða við gagnrýni Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á frumvarpið á Alþingi í morgun. Hann segir frumvarpið kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. En kveikjan að frumvarpinu er ekki hvað síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi? Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp í umræðum um störf þingsins í morgun. Hann sagði átján flutningsmenn þingsályktunarinnar ekki hafa miklar áhyggjur af álaginu á heilbrigðiskerfið að þessu sinni eins og oft áður. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk gagnrýndi þingmanninn fyrir að taka þetta mál upp undir liðnum störf þingsins án þess að óska eftir því að eiga orðastað við hana um málið . Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis undir þá gagnrýni og þingmenn sem styðja þingsályktunina brugðust harkalega við málflutningi Ásmundar. Andrés telur Ásmund tala gegn rétti kvenna „Ólíkt því sem kom fram í máli þingmannsins hér í störfum þingsins þá snýst þetta ekki um ást hans á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þetta snýst um andstöðu hans við rétt kvenna til þungunarrofs,” sagði Andrés utan flokka. Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tóku undir þetta. „Hann er að reyna að afvegaleiða umræðuna eingöngu vegna þess að hann var á móti frumvarpi hæstvirts ráðherra varðandi þungunarrof. Sem var samþykkt var hér af meirihluta alþingismanna,“ sagði Helga Vala. Formaður Viðreisnar lætur hart mæta hörðu Þorgerður Katrín sagði Ásmund og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast á sveif með poppulískum öflum í öðrum löndum sem vildu skerða réttindi kvenna. Íslendingar þyrftu að gæta að því að rödd þeirra heyrðist þegar kæmi að lýðræði og mannréttindum. „Það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á hér í dag. Að Sjálfstæðisflokkurinn með Ásmund Friðriksson sem andstæðing réttinda kvenna til þungunarrofs er að hasla sér völl í ríkari mæli í íslensku samfélagi. Gott og vel. Þá verður þeim líka mætt. Þá verður þeim líka svarað,“ sagði Þorgerður Katrín. Þingsályktun Rósu Bjarkar og sautján annarra þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki og Flokki Fólksins ásamt Ólafi Þór Gunnarssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur þingmönnum Vinstri grænna verður rædd á Alþingi síðar í dag.
Þungunarrof Alþingi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira