Liverpool goðsögn vill ekki að Diogo Jota byrji gegn Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 10:31 Diogo Jota kemur inn fyrir Roberto Firmino á meðan knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp fylgist vel með. Getty/Andrew Powell Liverpool mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og nú er ekki lengur á hreinu hver á að spila frammi með þeim Mohamed Salah og Sadio Mané. Þrenna Diogo Jota í Meistaradeildinni ætti að flestra mati að tryggja honum sæti í byrjunarliði Liverpool í risaleiknum á móti City á sunnudaginn en Liverpool goðsögnin John Barnes yrði ekki sáttur við það. John Barnes er harður á því að Jürgen Klopp eigi að taka Roberto Firmino aftur inn í byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik sem er í margra augum einn af úrslitaleiknum tímabilsins. John Barnes explains why Firmino is a better bet than hat-trick hero Jota against Man City... https://t.co/xRx49j8H8l— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 5, 2020 Diogo Jota hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð og setti þrennu á móti Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann er nú kominn með sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Liverpool. Heilaga framherjaþrenningin hjá Klopp; Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, er því ekki lengur svo heilög. Roberto Firmino hefur ekki verið alltof sannfærandi og margir vilja sjá Diogo Jota komast fram fyrir hann í goggunarröðinni. Byrjuanrliðið á móti Manchester City mun segja mikið enda byrja þar væntanlega þrír bestu framherjar Liverpool liðsins í dag. „Jota skoraði þrennu en það þýðir ekki að hann fari sjálfkrafa inn í byrjunarliðið á móti Manchester City,“ sagði John Barnes við talkSPORT. Who should start for #LFC against #MCFC this weekend? — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2020 „Ég held að gerð leiksins ráði því hverjir byrja og á móti hverjum er verið að spila og hvernig það lið spilar. Á móti liði eins og Manchester City, þegar þú verður ekki eins mikið með boltann, þá væri betra að vera með mann eins og Firmino,“ sagði Barnes. „Þú þarf leikmann eins og Bobby Firmino, ekki bara til að halda boltanum heldur einnig til að vinna varnarvinnuna. Ef þú ert að spila á móti Atalanta og Leeds, lið sem opna sig meira, þá sér maður Jota koma frekar inn,“ sagði Barnes. John Barnes er einnig á því að Thiago Alcantara ætti ekki að spila á móti Manchester City því það væri betra fyrir varnarleik liðsins að tefla fram mönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson og Fabinho. This is different class from Jurgen Klopp Making sure to praise Diogo Jota AND Roberto Firmino... pic.twitter.com/I0SxJeVUYm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 4, 2020 Liverpool getur náð átta stiga forskoti á Manchetser City með því að vinna leikinn á sunnudaginn en hann fer fram á heimavelli Manchester City. John Barnes spilaði með Liverpool frá 1987 til 1997. Hann varð enskur meistari með félaginu bæði 1988 og 1990 og svo enskur bikarmeistari 1989 og 1992. Barnes skoraði 106 mörk í 403 leikjum fyrir félagið af miðjunni og lagði upp ófá mörkin. Blaðamenn kusu Barnes besta leikmann deildarinnar á báðum titiltímabilunum eða 1987-88 og 1989-90. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Liverpool mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og nú er ekki lengur á hreinu hver á að spila frammi með þeim Mohamed Salah og Sadio Mané. Þrenna Diogo Jota í Meistaradeildinni ætti að flestra mati að tryggja honum sæti í byrjunarliði Liverpool í risaleiknum á móti City á sunnudaginn en Liverpool goðsögnin John Barnes yrði ekki sáttur við það. John Barnes er harður á því að Jürgen Klopp eigi að taka Roberto Firmino aftur inn í byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik sem er í margra augum einn af úrslitaleiknum tímabilsins. John Barnes explains why Firmino is a better bet than hat-trick hero Jota against Man City... https://t.co/xRx49j8H8l— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 5, 2020 Diogo Jota hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð og setti þrennu á móti Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann er nú kominn með sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Liverpool. Heilaga framherjaþrenningin hjá Klopp; Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, er því ekki lengur svo heilög. Roberto Firmino hefur ekki verið alltof sannfærandi og margir vilja sjá Diogo Jota komast fram fyrir hann í goggunarröðinni. Byrjuanrliðið á móti Manchester City mun segja mikið enda byrja þar væntanlega þrír bestu framherjar Liverpool liðsins í dag. „Jota skoraði þrennu en það þýðir ekki að hann fari sjálfkrafa inn í byrjunarliðið á móti Manchester City,“ sagði John Barnes við talkSPORT. Who should start for #LFC against #MCFC this weekend? — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2020 „Ég held að gerð leiksins ráði því hverjir byrja og á móti hverjum er verið að spila og hvernig það lið spilar. Á móti liði eins og Manchester City, þegar þú verður ekki eins mikið með boltann, þá væri betra að vera með mann eins og Firmino,“ sagði Barnes. „Þú þarf leikmann eins og Bobby Firmino, ekki bara til að halda boltanum heldur einnig til að vinna varnarvinnuna. Ef þú ert að spila á móti Atalanta og Leeds, lið sem opna sig meira, þá sér maður Jota koma frekar inn,“ sagði Barnes. John Barnes er einnig á því að Thiago Alcantara ætti ekki að spila á móti Manchester City því það væri betra fyrir varnarleik liðsins að tefla fram mönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson og Fabinho. This is different class from Jurgen Klopp Making sure to praise Diogo Jota AND Roberto Firmino... pic.twitter.com/I0SxJeVUYm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 4, 2020 Liverpool getur náð átta stiga forskoti á Manchetser City með því að vinna leikinn á sunnudaginn en hann fer fram á heimavelli Manchester City. John Barnes spilaði með Liverpool frá 1987 til 1997. Hann varð enskur meistari með félaginu bæði 1988 og 1990 og svo enskur bikarmeistari 1989 og 1992. Barnes skoraði 106 mörk í 403 leikjum fyrir félagið af miðjunni og lagði upp ófá mörkin. Blaðamenn kusu Barnes besta leikmann deildarinnar á báðum titiltímabilunum eða 1987-88 og 1989-90.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira