Mikael afar ósáttur: „Það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 08:00 Mikael Nikulásson var aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn hjá Njarðvík. stöð 2 sport Eins og frá var greint í gær hefur Mikael Nikulássyni verið vikið úr starfi þjálfara 2. deildarliðs Njarðvíkur. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og það var í 4. sæti 2. deildar þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Mikael var í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann er reglulegur gestur. Mikael kvaðst afar ósáttur við Njarðvíkinga og hvernig að brottrekstrinum var staðið. Hann var staddur á Spáni þegar hann fékk símtal um að hann hefði verið leystur undan störfum. „Já, meira segja eins og það hefði verið heiðskýrt í þrjá daga. Það var bara þannig. Það var bara áframhald og ég held að eini maðurinn sem var virkilega ósáttur að hafa ekki farið upp úr deildinni var ég. Flestir sem stóðu á bakvið þessa ákvörðun voru nokkuð sáttir við að taka annað tímabil í 2. deild, byggja upp lið og það var lítið að gerast þegar ég kom,“ sagði Mikael. „Það er búið að vinna í leikmannamálum, búið að endursemja, með pressu frá mér, við leikmenn sem stóðu sig vel í sumar. Það var allt í góðu nema að við fórum ekki upp sem ég var ósáttur með en enginn annar. Það voru reyndar tveir leikir eftir. Þruma úr heiðskíru lofti er vægt til orða tekið,“ bætti Mikael við og sagðist líða eins og hann hefði fengið hníf í bakið. „Þetta er bara hnífsstunga, það er ekkert flóknara en það. Því miður.“ Bjarni Jóhannsson, sem hætti með Vestra eftir tímabilið, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Njarðvík. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég fékk þetta símtal í dag. Við þurfum ekki að vera í neinum feluleikjum. Þú minntist á þetta í Dr. Football fyrir mánuði síðan eða svo. Ég hló þá því ég bjóst ekki við svona vinnubrögðum. Hvorki frá Bjarna, ég tala hreint út, né neinum í Njarðvík og sérstaklega ekki mínum helstu samstarfsmönnum þar,“ sagði Mikael. „Bjarni mun gera fína hluti með þetta lið örugglega og er að fá frábært bú í hendurnar. Það segir sig sjálft. Þetta er draumastarf fyrir hann að taka núna. Ég hef ekki heyrt í Bjarna en að gera þetta svona. Rekið mig ef það er eitthvað að eða árangurinn er lélegur. En þetta er það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu.“ Hlusta má á Dr. Football hér fyrir neðan. Dr. Football Podcast · Doc after Dark - Mike rekinn, Ole tekinn og power rank 10 bestu yfir 30 ára á Ísl Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Eins og frá var greint í gær hefur Mikael Nikulássyni verið vikið úr starfi þjálfara 2. deildarliðs Njarðvíkur. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og það var í 4. sæti 2. deildar þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Mikael var í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann er reglulegur gestur. Mikael kvaðst afar ósáttur við Njarðvíkinga og hvernig að brottrekstrinum var staðið. Hann var staddur á Spáni þegar hann fékk símtal um að hann hefði verið leystur undan störfum. „Já, meira segja eins og það hefði verið heiðskýrt í þrjá daga. Það var bara þannig. Það var bara áframhald og ég held að eini maðurinn sem var virkilega ósáttur að hafa ekki farið upp úr deildinni var ég. Flestir sem stóðu á bakvið þessa ákvörðun voru nokkuð sáttir við að taka annað tímabil í 2. deild, byggja upp lið og það var lítið að gerast þegar ég kom,“ sagði Mikael. „Það er búið að vinna í leikmannamálum, búið að endursemja, með pressu frá mér, við leikmenn sem stóðu sig vel í sumar. Það var allt í góðu nema að við fórum ekki upp sem ég var ósáttur með en enginn annar. Það voru reyndar tveir leikir eftir. Þruma úr heiðskíru lofti er vægt til orða tekið,“ bætti Mikael við og sagðist líða eins og hann hefði fengið hníf í bakið. „Þetta er bara hnífsstunga, það er ekkert flóknara en það. Því miður.“ Bjarni Jóhannsson, sem hætti með Vestra eftir tímabilið, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Njarðvík. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég fékk þetta símtal í dag. Við þurfum ekki að vera í neinum feluleikjum. Þú minntist á þetta í Dr. Football fyrir mánuði síðan eða svo. Ég hló þá því ég bjóst ekki við svona vinnubrögðum. Hvorki frá Bjarna, ég tala hreint út, né neinum í Njarðvík og sérstaklega ekki mínum helstu samstarfsmönnum þar,“ sagði Mikael. „Bjarni mun gera fína hluti með þetta lið örugglega og er að fá frábært bú í hendurnar. Það segir sig sjálft. Þetta er draumastarf fyrir hann að taka núna. Ég hef ekki heyrt í Bjarna en að gera þetta svona. Rekið mig ef það er eitthvað að eða árangurinn er lélegur. En þetta er það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu.“ Hlusta má á Dr. Football hér fyrir neðan. Dr. Football Podcast · Doc after Dark - Mike rekinn, Ole tekinn og power rank 10 bestu yfir 30 ára á Ísl
Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira