Léleg upplýsingagjöf lýtalækna til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 14:16 Það skortir upplýsingagjöf frá lýtalæknum samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Framsóknarflokks. Getty Fáir lýtalæknar hafa skilað umbeðnum gögnum um starfsemi sína til landlæknis á undanförnum árum. Embætti landlæknis hefur send heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna upplýsingaskortsins og er málið nú til skoðunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Líneik lagði fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt er hvort ráðherra telji lög um upplýsingaskyldu lýtalækna nægilega skýr. Í svarinu segir að sjálfstætt starfandi sérfræðingar eigi lögum samkvæmt að standa skil á samskiptaskrá. Það hafi verið mat embættis landlæknis að skráningin sé nauðsynleg vegna skipulagningar heilbrigðisþjónustu og eftirlits. Samkvæmt landlækni hafi hluti sjálfstætt starfandi sérfræðilækna ekki skilað gögnum í samskiptaskrána. „Embætti landlæknis hefur sent heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna þessa sem nú er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir í svarinu. Enginn brást við beiðni um gögn frá 2018 Þá segir að samkvæmt nýjustu tölum séu hér á landi starfandi þrettán lýtaskurðlæknar. Á undanförnum árum hafi á bilinu þrír til fimm lýtaskurðlæknar skilað inn gögnum til landlæknis. Síðast var kallað eftir gögnum frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum á árinu 2019, fyrir árin 2017 og 2018. Fimm lýtalæknar skiluðu inn gögnum fyrir árið 2017 og náðu þau til alls 6.922 samskipta við 3.407 einstaklinga. Í þeim gögnum sem hafi verið send inn undanfarin ár hafi þó aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir hluta samskiptanna „en þær upplýsingar eru forsenda þess að gögnin nýtist sem skyldi.“ Í gögnunum fyrir árið 2017 hafi til að mynda aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir 492, eða 7%, samskipta. Þá hafi engin gögn borist embætti landlæknis frá lýtaskurðlæknum fyrir árið 2018. Alþingi Lýtalækningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Fáir lýtalæknar hafa skilað umbeðnum gögnum um starfsemi sína til landlæknis á undanförnum árum. Embætti landlæknis hefur send heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna upplýsingaskortsins og er málið nú til skoðunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Líneik lagði fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt er hvort ráðherra telji lög um upplýsingaskyldu lýtalækna nægilega skýr. Í svarinu segir að sjálfstætt starfandi sérfræðingar eigi lögum samkvæmt að standa skil á samskiptaskrá. Það hafi verið mat embættis landlæknis að skráningin sé nauðsynleg vegna skipulagningar heilbrigðisþjónustu og eftirlits. Samkvæmt landlækni hafi hluti sjálfstætt starfandi sérfræðilækna ekki skilað gögnum í samskiptaskrána. „Embætti landlæknis hefur sent heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna þessa sem nú er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir í svarinu. Enginn brást við beiðni um gögn frá 2018 Þá segir að samkvæmt nýjustu tölum séu hér á landi starfandi þrettán lýtaskurðlæknar. Á undanförnum árum hafi á bilinu þrír til fimm lýtaskurðlæknar skilað inn gögnum til landlæknis. Síðast var kallað eftir gögnum frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum á árinu 2019, fyrir árin 2017 og 2018. Fimm lýtalæknar skiluðu inn gögnum fyrir árið 2017 og náðu þau til alls 6.922 samskipta við 3.407 einstaklinga. Í þeim gögnum sem hafi verið send inn undanfarin ár hafi þó aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir hluta samskiptanna „en þær upplýsingar eru forsenda þess að gögnin nýtist sem skyldi.“ Í gögnunum fyrir árið 2017 hafi til að mynda aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir 492, eða 7%, samskipta. Þá hafi engin gögn borist embætti landlæknis frá lýtaskurðlæknum fyrir árið 2018.
Alþingi Lýtalækningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53