Þrír Íslandsvinir í litháíska hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 15:01 Vilius Rasimas hefur farið vel af stað með Selfossi í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Leið íslenska karlalandsliðsins í handbolta á tólfta Evrópumótið í röð hefst í kvöld þegar Ísland tekur á móti Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022. Í litháíska landsliðshópnum má finna þrjá leikmenn sem spila eða hafa spilað á Íslandi. Þetta eru markverðirnir Vilius Rasimas og Giedrius Morkunas og örvhenta skyttan Mindaugas Dumcius. Rasimas leikur með Selfossi en hann gekk í raðir liðsins frá Aue í Þýskalandi fyrir þetta tímabil. Hann hefur farið vel af stað með Selfyssingum og varði 35,2 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í fyrstu fjórum leikjum liðsins í Olís-deildinni. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas í viðtali í Seinni bylgjunni á dögunum. Það má sjá hér fyrir neðan. Morkunas lék með Haukum við góðan orðstír á árunum 2012-17. Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016, bikarmeistari 2014 og deildarmeistari 2012, 2013, 2014 og 2016. Morkunas hefur undanfarin ár leikið með Riihimäki Cocks, besta liðinu í Finnlandi. Dumcius lék með Akureyri tímabilið 2016-17. Hann skoraði grimmt og var markahæsti leikmaður liðsins með 127 mörk. Þau dugðu þó ekki til að halda Akureyri í Olís-deildinni en liðið endaði í tíunda og neðsta sæti hennar. Dumcius leikur nú með Elbflorenz 2006 í B-deildinni í Þýskalandi. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með nítján mörk. Dumcius og Morkunas léku báðir með litháíska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í umspili um sæti á HM sumarið 2018. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum í Litháen, 27-27, en Íslendingar tryggðu sér farseðilinn á HM með 34-31 sigri í seinni leiknum í Laugardalshöllinni. Leikstjórnandinn Aidenas Malasinskas reyndist íslenska liðinu erfiður í leikjunum gegn Litháen fyrir tveimur árum. Hann skoraði samtals fimmtán mörk í leikjunum tveimur og fór oft illa með íslensku vörnina. Malasinskas er langbesti leikmaður Litháa. Hann leikur með úkraínska liðinu Motor Zaporizhia sem er fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Þjálfari liðsins er landi Malasinskas, Gintaras Savukynas. Hann er Íslendingum að góðu kunnur en hann lék með Aftureldingu og Gróttu/KR hér á landi og varð m.a. þrefaldur meistari með Mosfellingum tímabilið 1998-99. Þá þjálfaði Gintaras lið ÍBV um tíma. Leikur Íslands og Litháens hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00 Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Leið íslenska karlalandsliðsins í handbolta á tólfta Evrópumótið í röð hefst í kvöld þegar Ísland tekur á móti Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022. Í litháíska landsliðshópnum má finna þrjá leikmenn sem spila eða hafa spilað á Íslandi. Þetta eru markverðirnir Vilius Rasimas og Giedrius Morkunas og örvhenta skyttan Mindaugas Dumcius. Rasimas leikur með Selfossi en hann gekk í raðir liðsins frá Aue í Þýskalandi fyrir þetta tímabil. Hann hefur farið vel af stað með Selfyssingum og varði 35,2 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í fyrstu fjórum leikjum liðsins í Olís-deildinni. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas í viðtali í Seinni bylgjunni á dögunum. Það má sjá hér fyrir neðan. Morkunas lék með Haukum við góðan orðstír á árunum 2012-17. Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016, bikarmeistari 2014 og deildarmeistari 2012, 2013, 2014 og 2016. Morkunas hefur undanfarin ár leikið með Riihimäki Cocks, besta liðinu í Finnlandi. Dumcius lék með Akureyri tímabilið 2016-17. Hann skoraði grimmt og var markahæsti leikmaður liðsins með 127 mörk. Þau dugðu þó ekki til að halda Akureyri í Olís-deildinni en liðið endaði í tíunda og neðsta sæti hennar. Dumcius leikur nú með Elbflorenz 2006 í B-deildinni í Þýskalandi. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með nítján mörk. Dumcius og Morkunas léku báðir með litháíska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í umspili um sæti á HM sumarið 2018. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum í Litháen, 27-27, en Íslendingar tryggðu sér farseðilinn á HM með 34-31 sigri í seinni leiknum í Laugardalshöllinni. Leikstjórnandinn Aidenas Malasinskas reyndist íslenska liðinu erfiður í leikjunum gegn Litháen fyrir tveimur árum. Hann skoraði samtals fimmtán mörk í leikjunum tveimur og fór oft illa með íslensku vörnina. Malasinskas er langbesti leikmaður Litháa. Hann leikur með úkraínska liðinu Motor Zaporizhia sem er fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Þjálfari liðsins er landi Malasinskas, Gintaras Savukynas. Hann er Íslendingum að góðu kunnur en hann lék með Aftureldingu og Gróttu/KR hér á landi og varð m.a. þrefaldur meistari með Mosfellingum tímabilið 1998-99. Þá þjálfaði Gintaras lið ÍBV um tíma. Leikur Íslands og Litháens hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00 Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00
Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00
Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn