Þarf að hlusta vel og spyrja mikið Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2020 13:00 Hákon Daði Styrmisson er í landsliðinu sem mætir Litáen í kvöld. stöð 2 „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. Hákon Daði var kallaður inn í íslenska hópinn fyrir leikinn við Litáen í kvöld eftir að Oddur Gretarsson dró sig úr hópnum. Bjarki Már Elísson varð einnig að draga sig úr hópnum og því eru Hákon Daði og Orri Freyr Þorkelsson úr Haukum vinstri hornamenn landsliðsins í kvöld. Undirbúningurinn hefur verið afar skammur en Hákon Daði, sem hefur staðið sig afar vel í Olís-deildinni síðustu ár, með ÍBV og Haukum, er fyrst og fremst ánægður með að fá tækifæri í landsliðinu. „Ég er búinn að bíða lengi, og þegar Gunni [Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari] hringdi þá var ég bara ótrúlega stoltur að hann skyldi hugsa til mín og að ég komi til greina,“ segir Hákon, sem hefur lagt mikið á sig til að komast í landsliðið: „Mér finnst það já. Þetta hefur verið löng leið og það leggja allir mikið á sig, en maður verður bara að halda áfram,“ segir Hákon við Guðjón Guðmundsson, en innslagið má sjá hér að neðan. Aðspurður hvort hann reikni með að spila mikið í kvöld segir Hákon: „Ég ætla að reyna að skila af mér góðu dagsverki, hvort sem það verður á bekknum eða inni á vellinum.“ Tvær æfingar til að koma sér inn í hlutina Hann kann vel við pressuna sem fylgir því að vera kominn í landsliðið sem íslenska þjóðin hefur fylgst svo náið með í gegnum árin: „Að sjálfsögðu, og maður þarf að fagna því. Ef að það er engin pressa þá hefur þetta enga þýðingu, svo það er gott að það sé pressa.“ Eins og fyrr segir er sáralítill tími til undirbúnings, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins: „Tvær æfingar. Menn þurfa svo að meta það hvort það sé mikill undirbúningur eða ekki. En það er alla vega fínt að fá eitthvað,“ segir Hákon, einn af sárafáum hérlendum íþróttamönnum sem geta æft íþróttir þessa dagana. En hvernig gengur að koma sér inn í leikkerfin sem íslenska landsliðið notar og annað? Er þetta bara eins og hjá ÍBV? „Þetta er svipað dæmi… Nei, maður þarf að vera fljótur að pikka hlutina upp, hlusta vel og fylgjast vel með, og spyrja mikið.“ Klippa: Hákon Daði í landsliðinu gegn Litáen í kvöld Handbolti ÍBV Tengdar fréttir Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. Hákon Daði var kallaður inn í íslenska hópinn fyrir leikinn við Litáen í kvöld eftir að Oddur Gretarsson dró sig úr hópnum. Bjarki Már Elísson varð einnig að draga sig úr hópnum og því eru Hákon Daði og Orri Freyr Þorkelsson úr Haukum vinstri hornamenn landsliðsins í kvöld. Undirbúningurinn hefur verið afar skammur en Hákon Daði, sem hefur staðið sig afar vel í Olís-deildinni síðustu ár, með ÍBV og Haukum, er fyrst og fremst ánægður með að fá tækifæri í landsliðinu. „Ég er búinn að bíða lengi, og þegar Gunni [Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari] hringdi þá var ég bara ótrúlega stoltur að hann skyldi hugsa til mín og að ég komi til greina,“ segir Hákon, sem hefur lagt mikið á sig til að komast í landsliðið: „Mér finnst það já. Þetta hefur verið löng leið og það leggja allir mikið á sig, en maður verður bara að halda áfram,“ segir Hákon við Guðjón Guðmundsson, en innslagið má sjá hér að neðan. Aðspurður hvort hann reikni með að spila mikið í kvöld segir Hákon: „Ég ætla að reyna að skila af mér góðu dagsverki, hvort sem það verður á bekknum eða inni á vellinum.“ Tvær æfingar til að koma sér inn í hlutina Hann kann vel við pressuna sem fylgir því að vera kominn í landsliðið sem íslenska þjóðin hefur fylgst svo náið með í gegnum árin: „Að sjálfsögðu, og maður þarf að fagna því. Ef að það er engin pressa þá hefur þetta enga þýðingu, svo það er gott að það sé pressa.“ Eins og fyrr segir er sáralítill tími til undirbúnings, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins: „Tvær æfingar. Menn þurfa svo að meta það hvort það sé mikill undirbúningur eða ekki. En það er alla vega fínt að fá eitthvað,“ segir Hákon, einn af sárafáum hérlendum íþróttamönnum sem geta æft íþróttir þessa dagana. En hvernig gengur að koma sér inn í leikkerfin sem íslenska landsliðið notar og annað? Er þetta bara eins og hjá ÍBV? „Þetta er svipað dæmi… Nei, maður þarf að vera fljótur að pikka hlutina upp, hlusta vel og fylgjast vel með, og spyrja mikið.“ Klippa: Hákon Daði í landsliðinu gegn Litáen í kvöld
Handbolti ÍBV Tengdar fréttir Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00
Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00
Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12
Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15
Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20