Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 21:00 Hallbera Guðný verður í eldlínunni með Val á morgun. SKJÁSKOT STÖÐ 2 Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. Valsstúlkur hafa einungis æft tvisvar saman fyrir leikinn á morgun en Hallbera er hins vegar full bjartsýni. Hún segir að landsleikjahléið hafi hjálpað. „Þetta eru búnir að vera mjög undarlegir tímar hvað varðar æfingar og annað. Við vorum sjö saman í landsliðsverkefninu og það var gott fyrir okkur. Við æfðum þá og spiluðum leik,“ sagði Hallbera en landsliðið tapaði 2-0 fyrir Svíum á dögunum. „Stelpurnar sem voru heima hafa bara verið að hlaupa og djöflast. Tvær æfingar núna og það er vonandi nóg.“ En hverjir eru möguleikar Vals í einvíginu? „Ég held að við eigum góðan möguleika. Við erum með gott lið; margar landsliðskonur og efnilega leikmenn. Ég held að ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára þetta.“ „Það er gaman að fá að vera í fótbolta. Við erum eina liðið á landinu sem er að fá að æfa. Við ætlum að reyna njóta þess og lengja tímabilið okkar.“ Vinstri bakvörðurinn knái segir að ástandið sé erfitt og ekki drauma staða fyrir íþróttafólk. „Þetta er, eins og fyrir alla í heiminum, drulluerfitt ástand. Þetta gerir okkur íþróttafólkinu erfitt fyrir. Við erum vön að hafa rútínu og ramma og skipulag en það er eitthvað sem er erfitt að gera núna.“ „Þetta er rosalega erfitt og maður þarf að eiga skilningsríka vinnuveitendur og annað svo að þetta gangi allt saman upp.“ Aðspurð um hvað gerist ef liðið fer áfram svaraði Hallbera: „Ég hef ekki hugmynd um hvort að við fáum einhverja undanþágu ef við förum áfram eða ekki. Annað hvort erum við að fara hlaupa eða æfa fótbolta. Það verður að koma í ljós,“ sagði Hallbera. Leikur Vals og HJK verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsending hefst klukkan 14.50 en leikurinn sjálfur klukkan 15.00. Klippa: Sportpakkinn - Hallbera Guðný Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. Valsstúlkur hafa einungis æft tvisvar saman fyrir leikinn á morgun en Hallbera er hins vegar full bjartsýni. Hún segir að landsleikjahléið hafi hjálpað. „Þetta eru búnir að vera mjög undarlegir tímar hvað varðar æfingar og annað. Við vorum sjö saman í landsliðsverkefninu og það var gott fyrir okkur. Við æfðum þá og spiluðum leik,“ sagði Hallbera en landsliðið tapaði 2-0 fyrir Svíum á dögunum. „Stelpurnar sem voru heima hafa bara verið að hlaupa og djöflast. Tvær æfingar núna og það er vonandi nóg.“ En hverjir eru möguleikar Vals í einvíginu? „Ég held að við eigum góðan möguleika. Við erum með gott lið; margar landsliðskonur og efnilega leikmenn. Ég held að ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára þetta.“ „Það er gaman að fá að vera í fótbolta. Við erum eina liðið á landinu sem er að fá að æfa. Við ætlum að reyna njóta þess og lengja tímabilið okkar.“ Vinstri bakvörðurinn knái segir að ástandið sé erfitt og ekki drauma staða fyrir íþróttafólk. „Þetta er, eins og fyrir alla í heiminum, drulluerfitt ástand. Þetta gerir okkur íþróttafólkinu erfitt fyrir. Við erum vön að hafa rútínu og ramma og skipulag en það er eitthvað sem er erfitt að gera núna.“ „Þetta er rosalega erfitt og maður þarf að eiga skilningsríka vinnuveitendur og annað svo að þetta gangi allt saman upp.“ Aðspurð um hvað gerist ef liðið fer áfram svaraði Hallbera: „Ég hef ekki hugmynd um hvort að við fáum einhverja undanþágu ef við förum áfram eða ekki. Annað hvort erum við að fara hlaupa eða æfa fótbolta. Það verður að koma í ljós,“ sagði Hallbera. Leikur Vals og HJK verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsending hefst klukkan 14.50 en leikurinn sjálfur klukkan 15.00. Klippa: Sportpakkinn - Hallbera Guðný
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn