„Fundum fyrir miklum skorti á efni sem endurspeglaði okkar fjölskylduform“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2020 19:53 Hjónin María Rut og Ingileif segjast hafa skrifað barnabókina Vertu þú til að koma boðskapnum um fjölbreytileikann víðar og til barna og barnafólks. Mynd - Helga Lind Mar „Kveikjan að bókinni Vertu þú er einfaldlega sú að börnin okkar og öll börn í mismunandi fjölskylduformum, með mismunandi bakgrunn, áhugamál, kyntjáningu, kynvitund, drauma geti speglað sinn veruleika í bókinni,“ segir María Rut Kristinsdóttir í viðtali við Makamál. Athafnakonurnar og hjónin María Rut og Ingileif gáfu út bókina Vertu þú í vikunni. Bókin er fyrsta bókin sem þær skrifa og segjast þær vonast til að bækurnar verði fleiri í framtíðinni. Ingileif og María eru vanar því að vinna mikið saman en ásamt því að skrifa saman bók halda þær úti hlaðvarpsþættinum Raunveruleikinn og fræðsluvettvanginum Hingseginleikanum. María Rut og Ingileif stoltar og glaðar með útgáfu sinnar fyrstu barnabókar, Vertu þú. Aðsend mynd „Ég er svolítið allt í öllu þessa dagana, ásamt því að vera að vinna í þessu öllu með Maríu er ég líka að sjá um drengina okkar tvo. Einnig er ég með ákveðið verkefni fyrri sjónvarpið í bígerð sem ég get vonandi sagt betur frá bráðum,“ segir Ingileif. María Rut starfar á Alþingi sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar svo að það er óhætt að segja að það sé nóg af verkefnum hjá þessum orkumiklu hjónum. Þrátt fyrir annríki segja þær báðar mikilvægt að hlúa vel að fjölskyldunni og kjarna sig inn á milli. „Ég er bara að njóta þess að vera til og einblína á æðruleysið á þessum skrýtnu tímum. Muna hvað það er sem skiptir raunverulega máli“, segir María. Skortur á efni um ólík fjölskylduform Eftir að hafa haldið úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikanum um nokkurt skeið segja María og Ingileif þær hafa fundið það hjá sér að reyna að koma boðskapnum um fjöbreytileikann víðar og til barna og fjölskyldufólks. „Við eigum 13 ára gamlan strák, og þegar hann var yngri fundum við fyrir miklum skorti á efni sem endurspeglaði okkar fjölskylduform. Við vorum því staðráðnar í því þegar við áttum von á yngri stráknum okkar, sem er rúmlega 1 árs, að þetta myndum við ekki reka okkur á aftur. Þá fór ferlið í raun af stað af alvöru,“ segir Ingileif. María og Ingileif vonast til að geta opnað á dýrmæt samtöl milli barna og fullorðina með bók sinni. Aðsend mynd Hugmyndavinnuna af bókinni unnu þær saman en Ingileif tók að sér að skrifa fyrstu drögin. „Svo áttum við nokkur deitkvöld þar sem við vörpuðum handritinu í sjónvarpið og fórum yfir það saman, breyttum og bættum. Við vorum alveg sammála um það hvernig við vildum að bókin yrði þannig að það gekk allt mjög smurt fyrir sig,“ Segir María. Sýnileiki fjölbreytileikans er þeim Maríu og Ingileif afar hugleikinn og segja þær skort á úrvali barnabóka hafa hvatt þær til að taka af skarið. “Við erum öll svo ólík og einstök á okkar hátt, sem er svo gott. Okkur fannst því tilvalið að reyna að skrifa bók til að fjölga í flórunni og bæta úrvalið,“ segir Ingileif og bætir því við að í bókinni sé fjallað um málefni sem fyrirfinnast ekki í hefðbundnum barnabókum. Byggja upp jákvæða sjálfsmynd snemma „Við fjöllum um það hvað við erum ólík í útliti, áhugamálum, hvern við elskum, hvernig fjölskyldan okkar er samansett, hvaðan við komum, hvaða tilfinningar við finnum – En að öll séum við manneskjur. Við vörpum líka spurningum og vangaveltum til barnsins og hvetjum það þannig til að velta fyrir sér eigin veruleika og spegla sína sjálfsmynd í bókinni. Að okkar mati er svo mikilvægt að byrja snemma að byggja upp jákvæða sjálfsmynd barna.“ Segir María Rut. Fjölskyldan á góðri stund. María Rut, Rökkvi, Þorgeir, Ingileif og hundurinn Míló.Aðsend mynd Bókina segja þær hugsaða fyrir bæði eldri deildir leikskóla og yngri deildir grunnskóla en hún sé í raun ætluð öllum aldri. Hún er litrík og segir allskyns sögur af fjölbreytileikanum og segja María og Ingileif að markmiðið sé að bjóða börnum í ferðalag ásamt einhverjum fullorðnum til að kanna fjölbreytileikann. En megin boðskapurinn er að við megum vera eins og við erum, við erum öll ólík og einstök en við erum öll manneskjur. Okkar helsta ósk er að öll börn geti speglað sig og sinn veruleika með einum eða öðrum hætti í bókinni. „Við vonum líka að bókin geti opnað á dýrmæt samtöl á milli barna og fullorðinna einstaklinga um hið mannlega litróf og að þannig getum við aukið á fræðslu og stuðlað að minni fordómum og auknu umburðarlyndi.“ Segir Ingileif að lokum. Ástin og lífið Bókmenntir Menning Fjölskyldumál Hinsegin Tengdar fréttir Smábörn viti betur en virkir í athugasemdum „Hér er um að ræða fullorðið fólk sem skrifar virkilega ljótar athugasemdir í athugasemdakerfi fjölmiðlanna. Sumir segja að þetta fólk hagi sér eins og smábörn, en það er bara ekki rétt. Smábörn vita betur en að meiða aðra,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur í samtali við Vísi. 10. september 2020 10:00 Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku „Ég hef aldrei verið mikil matarmanneskja, borðað fáar tegundir og einhæft. Það hins vegar hvatti mig enn frekar til að „passa“ það að dóttir mín myndi ekki enda í sama pakka og ég“ segir Álfhildur Reynisdóttir sem heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar. 3. september 2020 11:00 „Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ „Ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk í verkum mínum og mennta mig um baráttur þeirra eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálf sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum.“ Þetta segir Alda Hrannardóttir listakona í viðtali við Makamál. 25. ágúst 2020 20:10 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Kveikjan að bókinni Vertu þú er einfaldlega sú að börnin okkar og öll börn í mismunandi fjölskylduformum, með mismunandi bakgrunn, áhugamál, kyntjáningu, kynvitund, drauma geti speglað sinn veruleika í bókinni,“ segir María Rut Kristinsdóttir í viðtali við Makamál. Athafnakonurnar og hjónin María Rut og Ingileif gáfu út bókina Vertu þú í vikunni. Bókin er fyrsta bókin sem þær skrifa og segjast þær vonast til að bækurnar verði fleiri í framtíðinni. Ingileif og María eru vanar því að vinna mikið saman en ásamt því að skrifa saman bók halda þær úti hlaðvarpsþættinum Raunveruleikinn og fræðsluvettvanginum Hingseginleikanum. María Rut og Ingileif stoltar og glaðar með útgáfu sinnar fyrstu barnabókar, Vertu þú. Aðsend mynd „Ég er svolítið allt í öllu þessa dagana, ásamt því að vera að vinna í þessu öllu með Maríu er ég líka að sjá um drengina okkar tvo. Einnig er ég með ákveðið verkefni fyrri sjónvarpið í bígerð sem ég get vonandi sagt betur frá bráðum,“ segir Ingileif. María Rut starfar á Alþingi sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar svo að það er óhætt að segja að það sé nóg af verkefnum hjá þessum orkumiklu hjónum. Þrátt fyrir annríki segja þær báðar mikilvægt að hlúa vel að fjölskyldunni og kjarna sig inn á milli. „Ég er bara að njóta þess að vera til og einblína á æðruleysið á þessum skrýtnu tímum. Muna hvað það er sem skiptir raunverulega máli“, segir María. Skortur á efni um ólík fjölskylduform Eftir að hafa haldið úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikanum um nokkurt skeið segja María og Ingileif þær hafa fundið það hjá sér að reyna að koma boðskapnum um fjöbreytileikann víðar og til barna og fjölskyldufólks. „Við eigum 13 ára gamlan strák, og þegar hann var yngri fundum við fyrir miklum skorti á efni sem endurspeglaði okkar fjölskylduform. Við vorum því staðráðnar í því þegar við áttum von á yngri stráknum okkar, sem er rúmlega 1 árs, að þetta myndum við ekki reka okkur á aftur. Þá fór ferlið í raun af stað af alvöru,“ segir Ingileif. María og Ingileif vonast til að geta opnað á dýrmæt samtöl milli barna og fullorðina með bók sinni. Aðsend mynd Hugmyndavinnuna af bókinni unnu þær saman en Ingileif tók að sér að skrifa fyrstu drögin. „Svo áttum við nokkur deitkvöld þar sem við vörpuðum handritinu í sjónvarpið og fórum yfir það saman, breyttum og bættum. Við vorum alveg sammála um það hvernig við vildum að bókin yrði þannig að það gekk allt mjög smurt fyrir sig,“ Segir María. Sýnileiki fjölbreytileikans er þeim Maríu og Ingileif afar hugleikinn og segja þær skort á úrvali barnabóka hafa hvatt þær til að taka af skarið. “Við erum öll svo ólík og einstök á okkar hátt, sem er svo gott. Okkur fannst því tilvalið að reyna að skrifa bók til að fjölga í flórunni og bæta úrvalið,“ segir Ingileif og bætir því við að í bókinni sé fjallað um málefni sem fyrirfinnast ekki í hefðbundnum barnabókum. Byggja upp jákvæða sjálfsmynd snemma „Við fjöllum um það hvað við erum ólík í útliti, áhugamálum, hvern við elskum, hvernig fjölskyldan okkar er samansett, hvaðan við komum, hvaða tilfinningar við finnum – En að öll séum við manneskjur. Við vörpum líka spurningum og vangaveltum til barnsins og hvetjum það þannig til að velta fyrir sér eigin veruleika og spegla sína sjálfsmynd í bókinni. Að okkar mati er svo mikilvægt að byrja snemma að byggja upp jákvæða sjálfsmynd barna.“ Segir María Rut. Fjölskyldan á góðri stund. María Rut, Rökkvi, Þorgeir, Ingileif og hundurinn Míló.Aðsend mynd Bókina segja þær hugsaða fyrir bæði eldri deildir leikskóla og yngri deildir grunnskóla en hún sé í raun ætluð öllum aldri. Hún er litrík og segir allskyns sögur af fjölbreytileikanum og segja María og Ingileif að markmiðið sé að bjóða börnum í ferðalag ásamt einhverjum fullorðnum til að kanna fjölbreytileikann. En megin boðskapurinn er að við megum vera eins og við erum, við erum öll ólík og einstök en við erum öll manneskjur. Okkar helsta ósk er að öll börn geti speglað sig og sinn veruleika með einum eða öðrum hætti í bókinni. „Við vonum líka að bókin geti opnað á dýrmæt samtöl á milli barna og fullorðinna einstaklinga um hið mannlega litróf og að þannig getum við aukið á fræðslu og stuðlað að minni fordómum og auknu umburðarlyndi.“ Segir Ingileif að lokum.
Ástin og lífið Bókmenntir Menning Fjölskyldumál Hinsegin Tengdar fréttir Smábörn viti betur en virkir í athugasemdum „Hér er um að ræða fullorðið fólk sem skrifar virkilega ljótar athugasemdir í athugasemdakerfi fjölmiðlanna. Sumir segja að þetta fólk hagi sér eins og smábörn, en það er bara ekki rétt. Smábörn vita betur en að meiða aðra,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur í samtali við Vísi. 10. september 2020 10:00 Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku „Ég hef aldrei verið mikil matarmanneskja, borðað fáar tegundir og einhæft. Það hins vegar hvatti mig enn frekar til að „passa“ það að dóttir mín myndi ekki enda í sama pakka og ég“ segir Álfhildur Reynisdóttir sem heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar. 3. september 2020 11:00 „Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ „Ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk í verkum mínum og mennta mig um baráttur þeirra eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálf sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum.“ Þetta segir Alda Hrannardóttir listakona í viðtali við Makamál. 25. ágúst 2020 20:10 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Smábörn viti betur en virkir í athugasemdum „Hér er um að ræða fullorðið fólk sem skrifar virkilega ljótar athugasemdir í athugasemdakerfi fjölmiðlanna. Sumir segja að þetta fólk hagi sér eins og smábörn, en það er bara ekki rétt. Smábörn vita betur en að meiða aðra,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur í samtali við Vísi. 10. september 2020 10:00
Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku „Ég hef aldrei verið mikil matarmanneskja, borðað fáar tegundir og einhæft. Það hins vegar hvatti mig enn frekar til að „passa“ það að dóttir mín myndi ekki enda í sama pakka og ég“ segir Álfhildur Reynisdóttir sem heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar. 3. september 2020 11:00
„Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ „Ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk í verkum mínum og mennta mig um baráttur þeirra eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálf sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum.“ Þetta segir Alda Hrannardóttir listakona í viðtali við Makamál. 25. ágúst 2020 20:10