Handstöðuæfing Þuríðar Erlu vekur athygli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 08:30 Þuríður Erla Helgadóttir sýndi styrk sinn með nýstárlegum hætti á dögunum. Instagram/@thurihelgadottir Íslenska CrossFit konan Þuríður Erla Helgadóttir bætti aðeins við erfiðleikastuðulinn á góðu gömlu handstöðuæfingunni á dögunum. Það framtak hennar hefur vakið athygli. Þuríður Erla Helgadóttir stundar nú CrossFit æfingar af kappi í Sviss þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Þuríði Erlu tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en náði níunda sæti á heimsleikunum árið 2019. Þuríður Erla sýndi á dögunum frá því hvernig hún æfði sig að ganga á höndum. Það var flétta hennar sem gerði æfinguna enn erfiðari og vakti líka um leið athygli á henni. Flestum þætti það nú nógu erfitt að ganga á höndum í dágóðan tíma eins og Þuríður Erla gerði þarna en hvað þá að gera það með bolta á milli lappanna og hvað þá að gera það með stóran þyngingarbolta á milli lappanna. Þuríður Erla sýndi aftur á móti mikið jafnvægi og styrk með því að gera þetta allt saman með glæsibrag. Instagram síðan Wodapalooza mótsins í Miami vakti athygli á æfingu Þuríðar Erlu enda nýstárleg leið til að nýta æfingaboltann sinn á öðruvísi hátt. Þuríður skoraði líka á fylgjendur sína á Instagram að æfa upp nýja tækni á æfingum sínum. „Það er langt síðan að ég gerði þessa handstöðuæfingu með þyngingarbolta. Erfiðasti hlutinn var samt að koma boltanum upp,“ skrifaði Þuríður Erla Helgadóttir. Það má sjá æfinguna hennar Þuríðar Erlu hér fyrir neðan. View this post on Instagram Happy Friday Find a new skill to practice today It's been a long time since I did weighted handstand walk The hardest part though is to get the ball up @esc_sounds #friday #weekendvibes #esc_sounds #earbuds #handstandwalk #weightedhsw #hsw #ghd #medball #tgif A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) on Oct 23, 2020 at 2:56am PDT CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Þuríður Erla Helgadóttir bætti aðeins við erfiðleikastuðulinn á góðu gömlu handstöðuæfingunni á dögunum. Það framtak hennar hefur vakið athygli. Þuríður Erla Helgadóttir stundar nú CrossFit æfingar af kappi í Sviss þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Þuríði Erlu tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en náði níunda sæti á heimsleikunum árið 2019. Þuríður Erla sýndi á dögunum frá því hvernig hún æfði sig að ganga á höndum. Það var flétta hennar sem gerði æfinguna enn erfiðari og vakti líka um leið athygli á henni. Flestum þætti það nú nógu erfitt að ganga á höndum í dágóðan tíma eins og Þuríður Erla gerði þarna en hvað þá að gera það með bolta á milli lappanna og hvað þá að gera það með stóran þyngingarbolta á milli lappanna. Þuríður Erla sýndi aftur á móti mikið jafnvægi og styrk með því að gera þetta allt saman með glæsibrag. Instagram síðan Wodapalooza mótsins í Miami vakti athygli á æfingu Þuríðar Erlu enda nýstárleg leið til að nýta æfingaboltann sinn á öðruvísi hátt. Þuríður skoraði líka á fylgjendur sína á Instagram að æfa upp nýja tækni á æfingum sínum. „Það er langt síðan að ég gerði þessa handstöðuæfingu með þyngingarbolta. Erfiðasti hlutinn var samt að koma boltanum upp,“ skrifaði Þuríður Erla Helgadóttir. Það má sjá æfinguna hennar Þuríðar Erlu hér fyrir neðan. View this post on Instagram Happy Friday Find a new skill to practice today It's been a long time since I did weighted handstand walk The hardest part though is to get the ball up @esc_sounds #friday #weekendvibes #esc_sounds #earbuds #handstandwalk #weightedhsw #hsw #ghd #medball #tgif A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) on Oct 23, 2020 at 2:56am PDT
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira