Gjörsamlega trompaðist eftir að Albert skoraði hjá honum í annað skiptið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 12:01 Albert Gudmundsson fagnar hér fyrra marki sínu á móti Waalwijk og markvörðurinn Kostas Lamprou er ekki sáttur. Lamprou gjörsamlega brjálaðist síðan við seinna markið. Getty/ANP/JAN DEN BREEJEN Markvörður RKC Waalwijk hellti sér yfir sína varnarmenn eftir að Albert Guðmundsson hafði gulltryggt sigur AZ Alkmaar í hollensku deildinni í gær. Albert Guðmundsson er orðinn langmarkahæsti leikmaður AZ Alkmaar á tímabilnu með sjö mörk í átta leikjum eftir fimm mörk á einni viku. Tvö þeirra komu í fyrsta deildarsigri AZ á tímabilinu sem var í gær. AZ Alkmaar hefur sett inn svipmyndir frá sigurleik liðsins í hollensku deildinni í gær en Albert Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Waalwijk. Albert skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum eða á 72. mínútu og svo á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Í báðum tilfellum var Albert réttur maður á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjafir frá vinstri. Það má sjá svipmyndirnar frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Albert gerði meira en bara að skora þessi tvö mörk því hann fiskaði líka vítaspyrnu á 68. mínútu. Teun Koopmeiners lét hins vegar verja frá sér vítið. Kostas Lamprou, markvörður Waalwijk gerði þar vel. Það má sjá Albert fiska vítið eftir 8 mínútur og rúmar 30 sekúndur af myndbandinu. Grikkinn Kostas Lamprou í marki Waalwijk þurfti samt að sækja boltann tvisvar sinnum í markið hjá sér í gær eftir þessa vítavörslu sína og í bæði skiptin eftir skot frá Alberti af stuttu færi. Mörk Alberts komu eftir 9:30 og 10:30 af myndbandinu hér fyrir ofan. Það er óhætt að segja að þessi 29 ára gamli Grikki hafi verið frekar ósáttur eftir seinna mark Alberts sem kom í uppbótatíma leiksins. Kostas Lamprou gjörsamlega trompaðist eftir markið og las varnarmanni sínum pistilinn. Það má sjá þessi blóðheitu viðbrögð Kostas Lamprou eftir tíu og hálfa mínútu af myndbandinu eða strax eftir seinna mark Alberts. Hér fyrir neðan er síðan tvenna Alberts Guðmundssonar frá því í Evrópudeildinni aðeins tæpum þremur sólarhringum fyrr. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00 Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Markvörður RKC Waalwijk hellti sér yfir sína varnarmenn eftir að Albert Guðmundsson hafði gulltryggt sigur AZ Alkmaar í hollensku deildinni í gær. Albert Guðmundsson er orðinn langmarkahæsti leikmaður AZ Alkmaar á tímabilnu með sjö mörk í átta leikjum eftir fimm mörk á einni viku. Tvö þeirra komu í fyrsta deildarsigri AZ á tímabilinu sem var í gær. AZ Alkmaar hefur sett inn svipmyndir frá sigurleik liðsins í hollensku deildinni í gær en Albert Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Waalwijk. Albert skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum eða á 72. mínútu og svo á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Í báðum tilfellum var Albert réttur maður á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjafir frá vinstri. Það má sjá svipmyndirnar frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Albert gerði meira en bara að skora þessi tvö mörk því hann fiskaði líka vítaspyrnu á 68. mínútu. Teun Koopmeiners lét hins vegar verja frá sér vítið. Kostas Lamprou, markvörður Waalwijk gerði þar vel. Það má sjá Albert fiska vítið eftir 8 mínútur og rúmar 30 sekúndur af myndbandinu. Grikkinn Kostas Lamprou í marki Waalwijk þurfti samt að sækja boltann tvisvar sinnum í markið hjá sér í gær eftir þessa vítavörslu sína og í bæði skiptin eftir skot frá Alberti af stuttu færi. Mörk Alberts komu eftir 9:30 og 10:30 af myndbandinu hér fyrir ofan. Það er óhætt að segja að þessi 29 ára gamli Grikki hafi verið frekar ósáttur eftir seinna mark Alberts sem kom í uppbótatíma leiksins. Kostas Lamprou gjörsamlega trompaðist eftir markið og las varnarmanni sínum pistilinn. Það má sjá þessi blóðheitu viðbrögð Kostas Lamprou eftir tíu og hálfa mínútu af myndbandinu eða strax eftir seinna mark Alberts. Hér fyrir neðan er síðan tvenna Alberts Guðmundssonar frá því í Evrópudeildinni aðeins tæpum þremur sólarhringum fyrr.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00 Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00
Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31
Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30
Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20
Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54