„Þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 08:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það muni taka rúma viku að sjá árangurinn af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um land allt um helgina. Ná þurfi tölum yfir smitaða vel niður og ná utan um þær hópsýkingar sem eru í gangi áður en farið verði að slaka á takmörkunum. Þegar svo verði farið í að aflétta aðgerðum þurfi að gera það tiltölulega hægt. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann kvaðst ekki vera búinn að fá endanlega staðfestingu á fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær en sagði tölur helgarinnar alveg þokkalegar. Það þyrfti þó að skoða í því ljósi að heldur færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er allavega ekki í stórum vexti og ég vona að við séum ekki að fá fleiri hópsýkingar,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað gæti gerst þegar farið væri að slaka á hertum aðgerðum, hvort veiran myndi ekki bara blossa upp aftur, sagði Þórólfur það mikið velta á því hvernig við högum okkur sem einstaklingar. „Það fer náttúrulega eftir því hvað við förum hratt í það að aflétta aðgerðum og það fer allt eftir því hvernig við hegðum okkur þegar við förum að aflétta aðgerðum. […] Þótt við afléttum aðgerðum og höldum áfram sem einstaklingar í þessu landi að passa okkur og gæta okkar á þessum grunnreglum þá gætum við haldið veirunni verulega niðri áfram. Ef ekki þá fáum við bara aftur svona hópsýkingar eins og við erum búin að vera að sjá. Þannig að ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum, hvernig við hegðum okkur og hvernig við gerum. Ætlum við að sleppa fram af okkur beislinu þegar fer að létta á eða þegar við höldum að þetta sé búið? Þá fáum við veiruna örugglega í bakið ef bóluefni verður ekki komið,“ sagði Þórólfur. Hann var einnig spurður að því hvað mælti gegn því að leggja megináhersluna á það að vernda eldri borgara og viðkvæma hópa mjög vel fyrir veirunni en leyfa öðrum að fara um eins og eðlilega. Þórólfur sagði mjög margt mæla gegn því, til dæmis það að yngra fólk gæti einnig veikst alvarlega af Covid-19 og þurft á innlögn á gjörgæslu og öndunarvélaraðstoð að halda. Þá væri líka þekkt að yngra fólk glímdi við langvarandi alvarlegar afleiðingar Covid-19. Því væri mjög erfitt að ákveða hvar setja ætti mörkin ef farið væri í svona útfærslu á aðgerðum. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það muni taka rúma viku að sjá árangurinn af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um land allt um helgina. Ná þurfi tölum yfir smitaða vel niður og ná utan um þær hópsýkingar sem eru í gangi áður en farið verði að slaka á takmörkunum. Þegar svo verði farið í að aflétta aðgerðum þurfi að gera það tiltölulega hægt. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann kvaðst ekki vera búinn að fá endanlega staðfestingu á fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær en sagði tölur helgarinnar alveg þokkalegar. Það þyrfti þó að skoða í því ljósi að heldur færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er allavega ekki í stórum vexti og ég vona að við séum ekki að fá fleiri hópsýkingar,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað gæti gerst þegar farið væri að slaka á hertum aðgerðum, hvort veiran myndi ekki bara blossa upp aftur, sagði Þórólfur það mikið velta á því hvernig við högum okkur sem einstaklingar. „Það fer náttúrulega eftir því hvað við förum hratt í það að aflétta aðgerðum og það fer allt eftir því hvernig við hegðum okkur þegar við förum að aflétta aðgerðum. […] Þótt við afléttum aðgerðum og höldum áfram sem einstaklingar í þessu landi að passa okkur og gæta okkar á þessum grunnreglum þá gætum við haldið veirunni verulega niðri áfram. Ef ekki þá fáum við bara aftur svona hópsýkingar eins og við erum búin að vera að sjá. Þannig að ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum, hvernig við hegðum okkur og hvernig við gerum. Ætlum við að sleppa fram af okkur beislinu þegar fer að létta á eða þegar við höldum að þetta sé búið? Þá fáum við veiruna örugglega í bakið ef bóluefni verður ekki komið,“ sagði Þórólfur. Hann var einnig spurður að því hvað mælti gegn því að leggja megináhersluna á það að vernda eldri borgara og viðkvæma hópa mjög vel fyrir veirunni en leyfa öðrum að fara um eins og eðlilega. Þórólfur sagði mjög margt mæla gegn því, til dæmis það að yngra fólk gæti einnig veikst alvarlega af Covid-19 og þurft á innlögn á gjörgæslu og öndunarvélaraðstoð að halda. Þá væri líka þekkt að yngra fólk glímdi við langvarandi alvarlegar afleiðingar Covid-19. Því væri mjög erfitt að ákveða hvar setja ætti mörkin ef farið væri í svona útfærslu á aðgerðum. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent