Elías Már gæti gefið Hamrén og Frey höfuðverk fyrir næsta landsliðshóp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 08:00 Elías Már fagnar marki fyrr á leiktíðinni en Suðurnesjamaðurinn hefur staðið sig afar vel í hollenska boltanum. Pim Waslander/Soccrates/Getty Images Elías Már Ómarsson hefur farið mikinn það sem af er tímabili í Hollandi. Þar leikur hann með B-deildarliði Excelsior og gengur vel, hefur hann skorað tíu mörk í tíu leikjum til þessa. Þó hann hafi ekki skorað í leik helgarinnar þá hefur myndast sú umræða hvort Elías Már eigi að fá tækifæri með íslenska landsliðinu á nýjan leik. Á fimmtudaginn birti Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke hjá Fótbolti.net samantekt á gengi Kolbeins Sigþórssonar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu AIK. Kolbeinn kom þann sama dag inn á sem varamaður hjá AIK þriðja leikinn í röð. Raunar þarf að fara tvo mánuði aftur í tímann til að finna síðasta leik sem Kolbeinn byrjaði fyrir félagið. Þá þarf að fara aftur næstum ár í tímann, það er 2. nóvember 2019 til að finna síðasta mark Kolbeins fyrir AIK. Eftir innkomu Kolbeins með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu var því velt upp hvort hann væri einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Hann hafi virkað þreyttur og ekki verið líkur sjálfum sér. Með jafn mikilvægan leik og Ungverjaleikinn nú í nóvember – leikurinn sem sker úr um hvort Ísland komist á EM næsta sumar – þá er spurning hvort Erik Hamrén og Freyr Alexandersson geti horft fram hjá leikmönnum sem eru jafn heitir og Elías um þessar mundir. Kolbeinn í leiknum gegn Rúmeníu.Vísir/Vilhelm Sama dag og greinin um Kolbein birtist á Fótbolti.net þá birtist viðtal Hjörvars Ólafssonar við hinn 25 ára gamla Elías Má á Fréttablaðinu. Þar fer Elías yfir gengi sitt til þessa á leiktíðinni. „Það tók við nýr þjálfari um mitt síðasta tímabil og við það breyttist hlutverk mitt hjá liðinu. Ég byrja nær alla leiki uppi á topp sem framherji og svo fer ég vanalega niður í tíuna þegar við skiptum um framherja í miðjum leik. Ég hef leikið alla leiki nema tvo til enda á þessari leiktíð og ég finn fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu. Fæ þá tilfinningu í hverjum leik að það sé stutt í að ég muni skora og það er erfitt að útskýra af hverju sú tilfinning kemur, sagði Elías Már í viðtali við Fréttablaðið. Þar kemur einnig fram að níu af 12 mörkum framherjans á síðustu leiktíð komu eftir að núverandi þjálfari tók við liðinu. „Félagið er þannig rekið að hér eru ungir leikmenn sem fara til stærri félaga þegar það býðst og svo er nokkur velta á lánsmönnum, aðallega úr hollensku efstu deildinni og frá Belgíu," segir framherjinn markheppni um Excelsior. Þá tekur Elías Már fram að samningur sinn renni út næsta sumar og hann stefni á sterkari deild. „Mér líður mjög vel hérna en félagið veit það vel að ég stefni á að spila í sterkari deild á næstu tímabilum. Ég renn út á samningi hér næsta sumar en félagið hefur rétt á því að framlengja samninginn við mig. Þeir vita hins vegar af því eins og áður segir að ég hef hug á því að fara í sterkari deild ef það verður í boði.“ „Eins og alla íslenska knattspyrnumenn dreymir mig um að spila reglulega með landsliðinu. Ég hef hins vegar ekki verið valinn í þó nokkurn tíma og því er þetta ekki eitthvað sem ég er mikið að pæla í þessa stundina. Ef kallið kemur yrði ég auðvitað ofboðslega stoltur og ánægður en á meðan þeir leikmenn sem eru að spila standa sigvel þá er ekki mikil ástæða til þess að breyta,“ sagði Elías Már að lokum um möguleikann á landsliðssæti á næstunni. Má þessi ekkert fara fá tækifæri í landsliðinu? Er það frekja að biðja um það? #fotbolti https://t.co/VAXkd1RKC7— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) October 23, 2020 Viðtal Elías Más við Fréttablaðið má lesa í heild sinni á vef blaðsins. Elías hefur alls leikið níu landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið en hefur ekki enn skorað. Sá síðasti kom árið 2017. Þá á hann að baki 33 landsleiki fyrir yngri lið Íslands, skoraði hann í þeim sjö mörk. Fótbolti Hollenski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
Elías Már Ómarsson hefur farið mikinn það sem af er tímabili í Hollandi. Þar leikur hann með B-deildarliði Excelsior og gengur vel, hefur hann skorað tíu mörk í tíu leikjum til þessa. Þó hann hafi ekki skorað í leik helgarinnar þá hefur myndast sú umræða hvort Elías Már eigi að fá tækifæri með íslenska landsliðinu á nýjan leik. Á fimmtudaginn birti Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke hjá Fótbolti.net samantekt á gengi Kolbeins Sigþórssonar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu AIK. Kolbeinn kom þann sama dag inn á sem varamaður hjá AIK þriðja leikinn í röð. Raunar þarf að fara tvo mánuði aftur í tímann til að finna síðasta leik sem Kolbeinn byrjaði fyrir félagið. Þá þarf að fara aftur næstum ár í tímann, það er 2. nóvember 2019 til að finna síðasta mark Kolbeins fyrir AIK. Eftir innkomu Kolbeins með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu var því velt upp hvort hann væri einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Hann hafi virkað þreyttur og ekki verið líkur sjálfum sér. Með jafn mikilvægan leik og Ungverjaleikinn nú í nóvember – leikurinn sem sker úr um hvort Ísland komist á EM næsta sumar – þá er spurning hvort Erik Hamrén og Freyr Alexandersson geti horft fram hjá leikmönnum sem eru jafn heitir og Elías um þessar mundir. Kolbeinn í leiknum gegn Rúmeníu.Vísir/Vilhelm Sama dag og greinin um Kolbein birtist á Fótbolti.net þá birtist viðtal Hjörvars Ólafssonar við hinn 25 ára gamla Elías Má á Fréttablaðinu. Þar fer Elías yfir gengi sitt til þessa á leiktíðinni. „Það tók við nýr þjálfari um mitt síðasta tímabil og við það breyttist hlutverk mitt hjá liðinu. Ég byrja nær alla leiki uppi á topp sem framherji og svo fer ég vanalega niður í tíuna þegar við skiptum um framherja í miðjum leik. Ég hef leikið alla leiki nema tvo til enda á þessari leiktíð og ég finn fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu. Fæ þá tilfinningu í hverjum leik að það sé stutt í að ég muni skora og það er erfitt að útskýra af hverju sú tilfinning kemur, sagði Elías Már í viðtali við Fréttablaðið. Þar kemur einnig fram að níu af 12 mörkum framherjans á síðustu leiktíð komu eftir að núverandi þjálfari tók við liðinu. „Félagið er þannig rekið að hér eru ungir leikmenn sem fara til stærri félaga þegar það býðst og svo er nokkur velta á lánsmönnum, aðallega úr hollensku efstu deildinni og frá Belgíu," segir framherjinn markheppni um Excelsior. Þá tekur Elías Már fram að samningur sinn renni út næsta sumar og hann stefni á sterkari deild. „Mér líður mjög vel hérna en félagið veit það vel að ég stefni á að spila í sterkari deild á næstu tímabilum. Ég renn út á samningi hér næsta sumar en félagið hefur rétt á því að framlengja samninginn við mig. Þeir vita hins vegar af því eins og áður segir að ég hef hug á því að fara í sterkari deild ef það verður í boði.“ „Eins og alla íslenska knattspyrnumenn dreymir mig um að spila reglulega með landsliðinu. Ég hef hins vegar ekki verið valinn í þó nokkurn tíma og því er þetta ekki eitthvað sem ég er mikið að pæla í þessa stundina. Ef kallið kemur yrði ég auðvitað ofboðslega stoltur og ánægður en á meðan þeir leikmenn sem eru að spila standa sigvel þá er ekki mikil ástæða til þess að breyta,“ sagði Elías Már að lokum um möguleikann á landsliðssæti á næstunni. Má þessi ekkert fara fá tækifæri í landsliðinu? Er það frekja að biðja um það? #fotbolti https://t.co/VAXkd1RKC7— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) October 23, 2020 Viðtal Elías Más við Fréttablaðið má lesa í heild sinni á vef blaðsins. Elías hefur alls leikið níu landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið en hefur ekki enn skorað. Sá síðasti kom árið 2017. Þá á hann að baki 33 landsleiki fyrir yngri lið Íslands, skoraði hann í þeim sjö mörk.
Fótbolti Hollenski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira