Sara Björk og Berglind Björg á skotskónum í Frakklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 22:00 Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt fimm marka Lyon í kvöld. VÍSIR/GETTY Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru á skotskónum í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Úrslit liða þeirra voru þó ekki þau sömu. Frakklands- og Evrópumeistarar Lyon unnu stórsigur á Montpellier á útivelli þar sem Sara Björk skoraði fjórða mark liðsins. Berglind Björg skoraði hins vegar eina mark Le Havré í 2-1 tapi gegn Guingamp á útivelli. Lyon eru óstöðvandi þessa stundina og enn með fullt hús stiga þegar sjö umferðum er lokið. Eftir 5-0 sigur kvöldsins hefur liðið skorað 23 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Sigur kvöldsins var í þægilegri kantinum en Dzsenifer Marozsán meisturunum yfir á 4. mínútu leiksins. Þremur mínútum síðar hafði Amanda Henry tvöfaldað forystuna og þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar var staðan orðin 3-0 þökk sé marki markadrottningarinnar Eugénie Le Sommer. 72' GGGOOOOOAAAALLL ! Suite à un corner joué à deux, @sarabjork18 récupère un ballon qui traîne dans la surface et enchaîne pour tromper Perrault !0-4 #MHSCOL pic.twitter.com/aHMVnKAwHl— OL Féminin (@OLfeminin) October 31, 2020 Staðan orðin 3-0 og þannig var hún allt fram á 72. mínútu þegar Sara Björk þandi netmöskvana. Í uppbótartíma leiksins bætti Kadeisha Buchanan svo við fimmta marki liðsins og lokatölur því 5-0 meisturunum í vil. Sara lék allan leikinn á miðri miðju Lyon. Berglind Björg, Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur í Le Havré máttu þola svekkjandi tap í dag. Faustine Robert kom Guingamp yfir strax á 2. mínútu en Berglind jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. C'est la pause ici à Guingamp, où le HAC tient tête aux Bretonnes. But inscrit pour les locales dès la 2e minute par Robert, égalisation dans la foulée de @berglindbjorg10 #EAGHAC 1-1 pic.twitter.com/8CsWRRc3jg— HAC Féminines (@hacfem) October 31, 2020 Staðan orðin 1-1 og stefndi í að það yrði lokatölur en Sarah Cambot tryggði Guingamp 2-1 sigur með marki þegar níu mínútur voru til leiksloka. Tap dagsins þýðir að Le Havré er nú á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig þegar sjö umferðum er lokið. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru á skotskónum í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Úrslit liða þeirra voru þó ekki þau sömu. Frakklands- og Evrópumeistarar Lyon unnu stórsigur á Montpellier á útivelli þar sem Sara Björk skoraði fjórða mark liðsins. Berglind Björg skoraði hins vegar eina mark Le Havré í 2-1 tapi gegn Guingamp á útivelli. Lyon eru óstöðvandi þessa stundina og enn með fullt hús stiga þegar sjö umferðum er lokið. Eftir 5-0 sigur kvöldsins hefur liðið skorað 23 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Sigur kvöldsins var í þægilegri kantinum en Dzsenifer Marozsán meisturunum yfir á 4. mínútu leiksins. Þremur mínútum síðar hafði Amanda Henry tvöfaldað forystuna og þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar var staðan orðin 3-0 þökk sé marki markadrottningarinnar Eugénie Le Sommer. 72' GGGOOOOOAAAALLL ! Suite à un corner joué à deux, @sarabjork18 récupère un ballon qui traîne dans la surface et enchaîne pour tromper Perrault !0-4 #MHSCOL pic.twitter.com/aHMVnKAwHl— OL Féminin (@OLfeminin) October 31, 2020 Staðan orðin 3-0 og þannig var hún allt fram á 72. mínútu þegar Sara Björk þandi netmöskvana. Í uppbótartíma leiksins bætti Kadeisha Buchanan svo við fimmta marki liðsins og lokatölur því 5-0 meisturunum í vil. Sara lék allan leikinn á miðri miðju Lyon. Berglind Björg, Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur í Le Havré máttu þola svekkjandi tap í dag. Faustine Robert kom Guingamp yfir strax á 2. mínútu en Berglind jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. C'est la pause ici à Guingamp, où le HAC tient tête aux Bretonnes. But inscrit pour les locales dès la 2e minute par Robert, égalisation dans la foulée de @berglindbjorg10 #EAGHAC 1-1 pic.twitter.com/8CsWRRc3jg— HAC Féminines (@hacfem) October 31, 2020 Staðan orðin 1-1 og stefndi í að það yrði lokatölur en Sarah Cambot tryggði Guingamp 2-1 sigur með marki þegar níu mínútur voru til leiksloka. Tap dagsins þýðir að Le Havré er nú á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig þegar sjö umferðum er lokið.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira