Föstudagsplaylisti Theodóru Bjarkar Guðjónsdóttur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 30. október 2020 16:16 Sköpunarþörf Theodóru nær gjarnan hámarki á þessum árstíma. Sunna Ben Í tilefni hrekkjavökuhelgar leitaði Vísir á náðir Theodóru Bjarkar, sem þeytt hefur skífum undir nafninu DJ Vetrarsorg, til að setja saman föstudagslagalista. Hún er hlédræg húsmóðir í Vesturbænum, fyrrum plötusnælda hjá Reykjavík Goth Night og gotneskur fagurkeri. Hún dáir að eigin sögn haustið, Hrekkjavökuna og þann forneskjulega heiðindóm sem loðir við árstímann. „Sköpunarþörf mín nær gjarnan hámarki á þessum árstíma og síðustu árin hef ég blygðunarlaust farið offari við að skreyta húsið mitt á sem hryllilegastan hátt fyrir grímuklædd börn og aðrar furðuverur sem hafa lagt leið sína til okkar að biðja um grikk eða gott. Það er dapurlegt að í ár skuli Hrekkjavakan vera haldin í skugga kórónuveirunnar þar sem flakk á milli húsa og samgangur við ókunnuga er ekki beinlínis vel séð. Það er líka ákveðinn missir af Halloween-partístandi hinna fullorðnu þar sem karníval og hryllingsblandin gleðin voru við völd.“ Lagalistann segir Theodóra vera innblásinn af þessu skrítna ástandi í bland við hefðbundinn drunga, myrkrarómantík og lakkríssvarta gotnesku. Á honum sé samtíningur af synth/post-punk drunga-elektróník í bland við rammíslenskan draugagang og annarlegar hljómkviður úr furðuheimi David Lynch. Hann sé einkum hugsaður sem spúkí og þægileg bakgrunnstónlist fyrir grunnskólastelpur í andaglasi. „Hrekkjavökustemningin verður lágstemmdari og heimilislegri í ár en gefur okkur tækifæri til að fá útrás fyrir dauðaangistina, kvíðann og einmanaleikann sem faraldurinn hefur lagt á okkur. Ekki má gleyma því að eitt vinsælasta stef myndlistarinnar á miðöldum í kjölfar plágunnar miklu var hið svonefnda danse macabré, dauðadansinn þar sem dauðlegir menn, jafnt háir sem lágir sjást dansa við glottandi beinagrindur í drungalegum hringdansi til að minna guðhrædda kirkjugesti á forgengileika lífsins. Danse Macabré kjarnar ágætlega boðskap Hrekkjavökunnar og minnir okkur á að ekkert varir að eilífu, á eftir sumri kemur haust og að loknum vetri kemur vor. Og skemmtilegt er myrkrið,“ segir Theodóra Björk. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Í tilefni hrekkjavökuhelgar leitaði Vísir á náðir Theodóru Bjarkar, sem þeytt hefur skífum undir nafninu DJ Vetrarsorg, til að setja saman föstudagslagalista. Hún er hlédræg húsmóðir í Vesturbænum, fyrrum plötusnælda hjá Reykjavík Goth Night og gotneskur fagurkeri. Hún dáir að eigin sögn haustið, Hrekkjavökuna og þann forneskjulega heiðindóm sem loðir við árstímann. „Sköpunarþörf mín nær gjarnan hámarki á þessum árstíma og síðustu árin hef ég blygðunarlaust farið offari við að skreyta húsið mitt á sem hryllilegastan hátt fyrir grímuklædd börn og aðrar furðuverur sem hafa lagt leið sína til okkar að biðja um grikk eða gott. Það er dapurlegt að í ár skuli Hrekkjavakan vera haldin í skugga kórónuveirunnar þar sem flakk á milli húsa og samgangur við ókunnuga er ekki beinlínis vel séð. Það er líka ákveðinn missir af Halloween-partístandi hinna fullorðnu þar sem karníval og hryllingsblandin gleðin voru við völd.“ Lagalistann segir Theodóra vera innblásinn af þessu skrítna ástandi í bland við hefðbundinn drunga, myrkrarómantík og lakkríssvarta gotnesku. Á honum sé samtíningur af synth/post-punk drunga-elektróník í bland við rammíslenskan draugagang og annarlegar hljómkviður úr furðuheimi David Lynch. Hann sé einkum hugsaður sem spúkí og þægileg bakgrunnstónlist fyrir grunnskólastelpur í andaglasi. „Hrekkjavökustemningin verður lágstemmdari og heimilislegri í ár en gefur okkur tækifæri til að fá útrás fyrir dauðaangistina, kvíðann og einmanaleikann sem faraldurinn hefur lagt á okkur. Ekki má gleyma því að eitt vinsælasta stef myndlistarinnar á miðöldum í kjölfar plágunnar miklu var hið svonefnda danse macabré, dauðadansinn þar sem dauðlegir menn, jafnt háir sem lágir sjást dansa við glottandi beinagrindur í drungalegum hringdansi til að minna guðhrædda kirkjugesti á forgengileika lífsins. Danse Macabré kjarnar ágætlega boðskap Hrekkjavökunnar og minnir okkur á að ekkert varir að eilífu, á eftir sumri kemur haust og að loknum vetri kemur vor. Og skemmtilegt er myrkrið,“ segir Theodóra Björk.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira