Ryan Giggs: Manchester United gæti þurft að bíða í tuttugu ár eftir titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 15:00 Ryan Giggs vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Getty/ John Peters Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og þrettánfaldur Englandsmeistari með Manchester United, óttast það að það gætu verið áratugir í það að Manchester United vinni enska meistaratitilinn aftur. Manchester United hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan árið 2013 þegar liðið vann enska titilinn í tuttugasta sinn. Ryan Giggs var í því liði og var þá að vinna ensku deildina í þrettánda sinn á tuttugu árum. „Þetta gætu orðið fimmtán eða tuttugu ár áður en vitum af sérstaklega ef þeir Jürgen Klopp og Pep Guariola verða áfram í deildinni,“ sagði Ryan Giggs við Jamie Carragher aðspurður um hversu langt er í það að Manchester United verði aftur Englandsmeistari. Giggs var gestur Jamie Carragher í hlaðvarpsþættinum The Greatest Game. Premier League champions 2040/41? Posted by Sky Sports on Föstudagur, 30. október 2020 Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United liðsins eftir að hafa gert liðið að enskum meisturum vorið 2013. Hann hafði þá stýrt liðinu frá 1986 og endaði 26 ára bið eftir enska titlinum vorið 1993. Ryan Giggs segir erfitt að velta Liverpool og Manchester City úr sessi. „Þeir hafa fjármunina og leikmennina. Við getum líka horft á örlög Liverpool sem héldu örugglega að þeir myndu vinna titilinn fljótt aftur þegar félagið vann hann árið 1990,“ sagði Ryan Giggs. Liverpool þurfti að bíða í þrjátíu ár eftir enska titlunum sem félagið vann loksins í sumar. „Meira að segja tók það Klopp fjögur og hálft ár að vinna titilinn. Þetta tekur langan tíma. Við getum bara hugsað til baka um það sem Klopp gerði á þessum árum,“ sagði Giggs. „Hann gerði liðið betra á hverju tímabili og vann svo Meistaradeildina. Þá sáum við hvað liðið var orðið miklu betra og um leið losnaði liðið við pressuna og blómstraði,“ sagði Giggs. „Hver einasti nýi knattspyrnustjóri og hver einasti nýji leikmaður eiga að vinna fyrir þig deildina en það er ekki þannig,“ sagði Giggs. David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho hafa allir þurft að taka pokann sinn á síðustu árum en Ole Gunnar Solskjær er að klára sitt annað ár með liðið í desember. Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og þrettánfaldur Englandsmeistari með Manchester United, óttast það að það gætu verið áratugir í það að Manchester United vinni enska meistaratitilinn aftur. Manchester United hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan árið 2013 þegar liðið vann enska titilinn í tuttugasta sinn. Ryan Giggs var í því liði og var þá að vinna ensku deildina í þrettánda sinn á tuttugu árum. „Þetta gætu orðið fimmtán eða tuttugu ár áður en vitum af sérstaklega ef þeir Jürgen Klopp og Pep Guariola verða áfram í deildinni,“ sagði Ryan Giggs við Jamie Carragher aðspurður um hversu langt er í það að Manchester United verði aftur Englandsmeistari. Giggs var gestur Jamie Carragher í hlaðvarpsþættinum The Greatest Game. Premier League champions 2040/41? Posted by Sky Sports on Föstudagur, 30. október 2020 Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United liðsins eftir að hafa gert liðið að enskum meisturum vorið 2013. Hann hafði þá stýrt liðinu frá 1986 og endaði 26 ára bið eftir enska titlinum vorið 1993. Ryan Giggs segir erfitt að velta Liverpool og Manchester City úr sessi. „Þeir hafa fjármunina og leikmennina. Við getum líka horft á örlög Liverpool sem héldu örugglega að þeir myndu vinna titilinn fljótt aftur þegar félagið vann hann árið 1990,“ sagði Ryan Giggs. Liverpool þurfti að bíða í þrjátíu ár eftir enska titlunum sem félagið vann loksins í sumar. „Meira að segja tók það Klopp fjögur og hálft ár að vinna titilinn. Þetta tekur langan tíma. Við getum bara hugsað til baka um það sem Klopp gerði á þessum árum,“ sagði Giggs. „Hann gerði liðið betra á hverju tímabili og vann svo Meistaradeildina. Þá sáum við hvað liðið var orðið miklu betra og um leið losnaði liðið við pressuna og blómstraði,“ sagði Giggs. „Hver einasti nýi knattspyrnustjóri og hver einasti nýji leikmaður eiga að vinna fyrir þig deildina en það er ekki þannig,“ sagði Giggs. David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho hafa allir þurft að taka pokann sinn á síðustu árum en Ole Gunnar Solskjær er að klára sitt annað ár með liðið í desember.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira