Fólk eigi að „hlýða og afhenda“ í vopnuðum ránum Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 22:59 Öryggis- og löggæslufræðingur segir þá sem fremja vopnuð rán sjaldnast vilja meiða fólk. Getty Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur, segir einu réttu viðbrögðin við vopnuðu ráni vera að hlýða þeim sem ógnar manni. Það þýði ekkert að rökræða sig út úr slíkum aðstæðum, enda séu langflestir þeirra sem fremja slík rán undir áhrifum vímuefna. Greint var frá því fyrr í dag að ungt par hafði lent í vopnuðu ráni í Sólheimum á móti Langholtskirkju í gærkvöldi. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti því í samtali við Vísi hvernig tveir grímuklæddir menn réðust inn í bílinn og veittu honum mikla áverka. Þeir hafi síðan rifið af honum skart, stolið fötum hans og hirt allt úr bílnum. Lögreglan rannsakar nú málið en tilkynning barst klukkan 20:20 í gærkvöldi. Lögregla leitar nú mannanna tveggja sem eru taldir hafa staðið á bak við verknaðinn. „Þú ferð ekkert að rökræða, ræða við, tefja, leika eitthvað leikrit og láta líða yfir þig. Það er ekkert í boði. Við bara hlýðum og afhendum,“ sagði Eyþór, sem ræddi rétt viðbrögð við slíkum aðstæðum í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir sjaldan mikinn undirbúning búa að baki slíkum ránum, ólíkt því sem þekkist í bíómyndum. Gerendur grípi yfirleitt það vopn sem sé nálægast, til að mynda hníf eða sprautunál, og láti til skarar skríða. „Þau eru í flestum tilfellum frekar illa skipulögð og sum þeirra nánast ekkert skipulögð. Þetta eru tækifærisglæpir.“ Vilja sjaldnast meiða einhvern Eyþór segist ekki vita dæmi þess að rán hafi farið illa ef brotaþoli hlýðir fyrirmælum ræningjans, fyrir utan eitt tilvik sem endaði með andláti. Að hans mati séu þó yfirgnæfandi líkur á að brotaþoli sleppi vel ef hann hlýðir. Þann lærdóm dragi hann af um það bil 750 ránum síðustu 37 ár. Hann segir stöðuna greinilega aðra í því máli sem kom upp í gærkvöldi, enda séu lýsingarnar af árásinni ansi hrottalegar. Hann finni til með þeim sem lentu í árásinni. „Gerandinn er sjaldnast að leita eftir því að meiða einhvern. Þetta rán í gær er eitthvað aðeins öðruvísi virðist vera, við fáum kannski fleiri fréttir af því en þetta er ömurlegt mál, ég finn til með þessum krökkum.“ Flestir gerendur ungir karlmenn Meiri harka hefur færst í samfélagið undanfarin ár að sögn Eyþórs en hann er þó ekki viss um að vopnuðum ránum fari fjölgandi. Umfjöllunin er þó meiri og það sé kannski að færast í aukana að slíkar árásir eigi sér stað. Þó verði að taka með í reikninginn að margar árásir eiga sér stað innan undirheimana, og þær séu nánast aldrei tilkynntar til lögreglu. „Þeir sem eru í neyslu og í þessum heimi, þeir eru iðulega rændir sjálfir. Þeir kæra ekki. Við fáum ekkert að frétta af því, við fáum bara að frétta af því þegar venjulegt fólk verður fyrir ofbeldi.“ Hann segir samhengi á milli slíkra ofbeldisbrota og niðursveiflu í hagkerfinu, en flest brotin eigi það sammerkt að vera framin af ungum karlmönnum á aldrinum 18 til 27 ára. Erfitt sé að kenna fólki hvernig eigi að koma í veg fyrir slík brot, en þó sé mikilvægt að fólk hlusti á sína innri rödd og bregðist við ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir nærri sér. Reykjavík síðdegis Lögreglumál Tengdar fréttir Leita tveggja manna vegna vopnaðs ráns við Langholtskirkju Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna vegna rannsóknar á ráni í Sólheimum við Langholtskirkju á níunda tímanum í gærkvöldi. 29. október 2020 11:26 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur, segir einu réttu viðbrögðin við vopnuðu ráni vera að hlýða þeim sem ógnar manni. Það þýði ekkert að rökræða sig út úr slíkum aðstæðum, enda séu langflestir þeirra sem fremja slík rán undir áhrifum vímuefna. Greint var frá því fyrr í dag að ungt par hafði lent í vopnuðu ráni í Sólheimum á móti Langholtskirkju í gærkvöldi. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti því í samtali við Vísi hvernig tveir grímuklæddir menn réðust inn í bílinn og veittu honum mikla áverka. Þeir hafi síðan rifið af honum skart, stolið fötum hans og hirt allt úr bílnum. Lögreglan rannsakar nú málið en tilkynning barst klukkan 20:20 í gærkvöldi. Lögregla leitar nú mannanna tveggja sem eru taldir hafa staðið á bak við verknaðinn. „Þú ferð ekkert að rökræða, ræða við, tefja, leika eitthvað leikrit og láta líða yfir þig. Það er ekkert í boði. Við bara hlýðum og afhendum,“ sagði Eyþór, sem ræddi rétt viðbrögð við slíkum aðstæðum í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir sjaldan mikinn undirbúning búa að baki slíkum ránum, ólíkt því sem þekkist í bíómyndum. Gerendur grípi yfirleitt það vopn sem sé nálægast, til að mynda hníf eða sprautunál, og láti til skarar skríða. „Þau eru í flestum tilfellum frekar illa skipulögð og sum þeirra nánast ekkert skipulögð. Þetta eru tækifærisglæpir.“ Vilja sjaldnast meiða einhvern Eyþór segist ekki vita dæmi þess að rán hafi farið illa ef brotaþoli hlýðir fyrirmælum ræningjans, fyrir utan eitt tilvik sem endaði með andláti. Að hans mati séu þó yfirgnæfandi líkur á að brotaþoli sleppi vel ef hann hlýðir. Þann lærdóm dragi hann af um það bil 750 ránum síðustu 37 ár. Hann segir stöðuna greinilega aðra í því máli sem kom upp í gærkvöldi, enda séu lýsingarnar af árásinni ansi hrottalegar. Hann finni til með þeim sem lentu í árásinni. „Gerandinn er sjaldnast að leita eftir því að meiða einhvern. Þetta rán í gær er eitthvað aðeins öðruvísi virðist vera, við fáum kannski fleiri fréttir af því en þetta er ömurlegt mál, ég finn til með þessum krökkum.“ Flestir gerendur ungir karlmenn Meiri harka hefur færst í samfélagið undanfarin ár að sögn Eyþórs en hann er þó ekki viss um að vopnuðum ránum fari fjölgandi. Umfjöllunin er þó meiri og það sé kannski að færast í aukana að slíkar árásir eigi sér stað. Þó verði að taka með í reikninginn að margar árásir eiga sér stað innan undirheimana, og þær séu nánast aldrei tilkynntar til lögreglu. „Þeir sem eru í neyslu og í þessum heimi, þeir eru iðulega rændir sjálfir. Þeir kæra ekki. Við fáum ekkert að frétta af því, við fáum bara að frétta af því þegar venjulegt fólk verður fyrir ofbeldi.“ Hann segir samhengi á milli slíkra ofbeldisbrota og niðursveiflu í hagkerfinu, en flest brotin eigi það sammerkt að vera framin af ungum karlmönnum á aldrinum 18 til 27 ára. Erfitt sé að kenna fólki hvernig eigi að koma í veg fyrir slík brot, en þó sé mikilvægt að fólk hlusti á sína innri rödd og bregðist við ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir nærri sér.
Reykjavík síðdegis Lögreglumál Tengdar fréttir Leita tveggja manna vegna vopnaðs ráns við Langholtskirkju Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna vegna rannsóknar á ráni í Sólheimum við Langholtskirkju á níunda tímanum í gærkvöldi. 29. október 2020 11:26 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Leita tveggja manna vegna vopnaðs ráns við Langholtskirkju Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna vegna rannsóknar á ráni í Sólheimum við Langholtskirkju á níunda tímanum í gærkvöldi. 29. október 2020 11:26